Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Blaðsíða 21
Slysavarnaskólinn á Gufuskálum Lóranstö5in á Gufuskálum skammt frá HelIissandi hefur fengið nýtt hlutverk. Meðan hún þjónaði fjarskiptum fyrr á árum var nokkur byggð á staðnum og standa þar íbúðabyggingar auk ann- arra mannvirkja. Meðal annars stendur þar hæsta mastur sem reist hefur verið hér á landi, og er það jafnframt hæsta mannvirki landsins. Nú hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg fengið Gufuskála til af- nota og er verið að byggja þar upp aðstöðu fyrir slysavarnaskóla samtakanna. Athafnasvæði lóranstöðvarinnar er kjörið fyrir starf- semi skólans. íbúðarhúsnæði er á staðnum auk annarra mann- virkja sem nýtast fjölbreyttu starfi hans. Búið er að setja upp tank einn mikinn og rör þar sem björgunarmenn verða æfðir til að skríða um dimma, þrönga ganga við björgunarstörf og einnig er verið að byggja eins konar húsarústir þar sem æfa á fólk til þess að annast björgun þar sem hús hafa hrunið, til dæmis vegna jarð- skjálfta. Ekki var laust við að sú tilfinning færi um tíðindamann, þegar hann gekk um æfingasvæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Gufuskálum, að um herþjálfunarsvæði væri að ræða en erfið björgunarstörf krefjast oft og tíðum viðlíka þjálfunar og hermenn fá. Svæðið mun einnig í framtíðinni fá að gegna slíku hlutverki vegna sameiginlegra æfinga varnarsamtaka og er ætlunin að fyrsta æfingin þar sem erlendir aðilar koma við sögu fari fram á Gufu- skálum í sumar. Æfinfamastur á Cufuskálum. Áfast mastrinu er rör sem björgunarmenn eiga að skríða um niður í tank á jörðu niðri. Girðingar °g. _ hlið hæsta gæöaflokki Klettagörðum 12 104 Reykjavík • sími 575 0000 • fax 575 0010 • www.sindri.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.