Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 22
Húsnæðismál Breyting á lögum um húsnæðismál Alþingi samþykkti í vor breytingu á lögum um húsnæðismál nr 44/1998 þar sem í nýjum X. kafla laganna er kveðið á um starf- rækslu varasjóðs húsnæðismála. Varasjóður húsnæðismála tekur við hlutverki varasjóðs viðbótarlána, samanber ákvæði eldri laga auk þess sem honum eru falin ný verkefni. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifar. Þórður Skúlason. Umræddar breytingar á lögum um húsnæðismál eiga sér langan aðdraganda og af hálfu sambandsins tóku þátt í þeirri vinnu Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs á skrifstofu sambandsins, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísa- firði. Þeir höfðu samband við marga sveitarstjórnarmenn vegna þeirrar vinnu og kynntu framgang hennar á ýmsum vettvangi, meðal annars á fjármálaráðstefnu sambandsins síðastliðið haust og fyrir stjórn sambandsins. Helstu nýmæli í breyttum lögum 1. Varasjóður húsnæðismála verður stofnaður og tekur við því hlutverki sem varasjóður viðbótarlána hafði áður svo og eignum hans og Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla, réttindum þeirra og skyldum. 2. Varasjóði húsnæðismála verður heimilt að taka þátt í afskrift lána og greiðslu kostnaðar félagslegra leiguíbúða sem sveitarfélagið hefur innleyst og seldar eru á almennum markaði. 3. Varasjóður húsnæðismála fær nýtt hlutverk sem felst í því að honum verður heimilt að greiða rekstrarframlög til sveit- arfélaga vegna hallareksturs félagslegra íbúða sem hafa staðið auðar í lengri tíma. 4. Stjórn íbúðalánsjóðs verður heimilað að afskrifa að hluta eða öllu leyti áhvílandi veðkröfur sjóðsins á félagslegri leiguíbúð sveitarfélags sé íbúðin ekki talin íbúðarhæf og lagfæring hennar ekki hagkvæm. 5. Félagsmálaráðherra verður heimilt að aflétta kaupskyldu sveitarfélaga af félagslegum eignaríbúðum óski sveitarfélag þess. Heimildarákvæðið skerðir þó ekki rétt eiganda slíkrar íbúðar til að óska eftir innlausn sveitarfélagsins þar sem kaupskylda varir. 6. í 4. gr. laganna, ákvæði til bráðabirgða VIII., er í 2. tölulið ákvæði um að heimilt sé að nota fjármuni Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla, sem lagður var niður 1998, til að fjármagna verkefni varasjóðs húsnæðismála. Þar er enn- fremur vísað til rammasamkomulags ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun verkefna sjóðsins. Komið til móts við sveitarfélögin Með þessum nýmælum er að ýmsu leyti komið til móts við þann vanda sem sveitarfélögin hafa átt við að glíma vegna félagslegra íbúða. 1. Árlega, í fimm ár, verður 70 milljónum króna varið til þess að greiða niður lán þeirra félagslegu íbúða sem seldar verða á almennum markaði þegar söluverð dugar ekki fyrir greiðslu áhvílandi lána. Fjármögnun þessa verkefnis hefur fyrst og fremst verið borin uppi af söluhagnaði félagslegra íbúða á almennum markaði sem dregið hefur verulega úr og er ekki lengur raunhæfur tekjustofn. Einnig var gert ráð fyrir fjárframlagi ríkis- sjóðs vegna þessa verkefnis en afar torsótt hefur verið að fá þá fjármuni sem einung- is hafa byggst á heimildarákvæðum í fjár- lögum á undanförnum árum. Með laga- breytingunni og samkomulaginu er fjár- mögnun til þessa verkefnis tryggð í fimm ár. 2. Nú er varasjóði húsnæðismála heimilt að taka þátt í afskrift- um lána og kostnaði vegna félagslegra leiguíbúða sem seld- ar eru á almennum markaði. Það hafa sveitarfélögin lagt áherslu á. 3. Árlega, næstu fimm ár, verður allt að 70 milljónum króna varið til þess að taka þátt í rekstrartapi sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða sem standa auðar. Hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög sem til þessa hafa ein orðið að bera þetta rekstrartap. 4. Árlega, næstu fimm ár, verður íbúðalánasjóði heimilað að afskrifa allt að 40 milljónir króna áhvílandi lána af félags- legum íbúðum sveitarfélaga, sem vegna slæms ástands verður ákveðið að rífa. Hlutaðeigandi sveitarfélag greiði helming afskriftarinnar. Hér er komið til móts við hugmynd- ir sem sveitarstjórnarmenn hafa sett fram. 5. Kaupskylda á félagslegum eignaríbúðum, í þeim sveitarfé- lögum þar sem innlausnarverð er lægra en íbúðaverð á al- mennum markaði, hefur leitt til þess að fjölskyIdur hafa ekki getað skipt um húsnæði, sem ýmist er of lítið eða stórt, þar sem ekki er lengur hægt að flytja sig milli íbúða eins og Spor í rétta átt þótt sveitarstjórnar- menn hefðu viljað að ríkið kæmi meira til móts við vanda sveitar- félaganna. 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.