Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 28

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 28
Barnavernd Breytingar á barnaverndarlögum Barnaverndarráð verður lagt niður í núverandi mynd, barnaverndarmál verða að hluta rekin fyrir dómi og afskipti barnaverndarnefnda af þunguðum konum verða leyfð við ákveðnar aðstæður. Þetta er á meðal nýmæla í breytingum á barnaverndarlögum nr. 58/1992 sem Alþingi samþykkti á síðustu dögum þingsins nú í vor. Fjölda breytinga og nýmæla er að finna í barnaverndarlögum eins og þau voru sam- þykkt frá Alþingi í lok apríl en lögin öðlast gildi 1. júní. Meðal annars er í lagatextan- um sjálfum leitast við að draga saman meginreglur sem leggja ber til grundvallar í öllu barnaverndarstarfi og mikilvægt þykir að skýrt sé kveðið á um. Lögð er áhersla á réttindi barna og önnur þau grundvallarsjónarmið sem barnaverndar- yfirvöldum ber að hafa að leiðarljósi í störfum sínum. í iögunum er gert ráð fyrir að sveitar- stjórn skuli fyrir hvert kjörtímabiI gera framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Með þessu er reynt að stuðla að því að sveitarstjórnir setji sér skýr markmið í barnaverndarmálum og vinni að framgangi þeirra. Þannig er leitast við að styrkja barnaverndarstarf í landinu og gera það markvissara og árangursrík- ara. Leitast er við að gera reglur um upp- haf barnaverndarmála skýrari og meðal annars er barnaverndarnefndum settur sjö daga frestur til að taka ákvörðun um upp- haf rannsóknar eftir að henni berst til- kynning. Fækkun nefnda og stækkun umdæma Eitt markmiðanna með nýju lögunum er að stuðla að stækkun og eflingu barna- verndarumdæma í landinu. Beinlínis er kveðið á um íbúafjölda á bak við barna- verndarnefnd og er miðað við 1.500 íbúa lágmarksfjölda. Sveitarstjórnum er heimilt að fela héraðsnefnd eða stjórn byggða- samlags kosningu barnaverndarnefndar sem nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag eða semja um svæðisbundið samstarf með öðrum hætti. í greinargerð með frumvarpi til breyt- inga á barnaverndarlögum er yfirlit um fækkun barnaverndarnefnda. Þegar lög nr. 58/1992 tóku gildi voru sveitarfélögin í landinu 197 og barnaverndarnefndirnar jafnmargar en þær höfðu áður verið 223. Nokkur árangur hefur náðst í fækkun nefnda og stækkun barnaverndarum- dæma. Þannig voru barnaverndarnefndir 82 í lok ársins 1996, í lok árs 1998 voru þær 62 eða helmingi færri en sveitarfélög- in í landinu og í lok ársins 1999 voru nefndirnar 56. Fækkun nefndanna skýrist bæði af sameiningu sveitarfélaga og fækk- un þeirra og að í allmörgum tilfellum hafa sveitarfélög komið sér saman um barna- verndarnefndir. Afskipti af þunguðum konum Meðal nýmæla í lögunum eru möguleg af- skipti barnaverndarnefnda af þunguðum konum. í lögunum er kveðið á um að barnaverndarnefnd geti hafið rannsókn máls vegna tilkynninga er varða þungaðar konur og að ef rannsókn leiði í Ijós að þunguð kona kunni að stofna eigin heilsu eða lífi sínu og ófædds barns síns í hættu með líferni sínu skuli barnaverndarnefnd beita úrræðum sem við eiga í samráði við konuna eða eftir atvikum gegn vilja hennar. Aukið vægi dómstóla Barnaverndarstofu verður heimilt, með gildistöku breyttra barnaverndarlaga, að fá upplýsingar úr sakaskrá um menn sem hafa hlotið refsidóm fyrir kynferðisbrot eða önnur brot gegn einstaklingi yngri en 18 ára. Barnaverndarráð verður lagt niður í nú- verandi mynd en í stað þess skipar félags- málaráðherra kærunefnd barnaverndar- mála. Til kærunefndarinnar verður meðal annars hægt að skjóta úrskurðum barna- verndarnefnda og stjórnvaldsákvörðunum Barnaverndarstofu. Með breytingum sem nú verða á barnaverndarlögum eykst hlutverk dóm- stóla því barnaverndarmál verða að hluta rekin fyrir dómi og úrskurðarvald í málum vegna sviptingar forsjár flyst frá barna- verndarnefndum til dómstóla. Með því að í lögunum er gert ráð fyrir að barnavernd- armál verði rekin fyrir dómi eru settar skýrar reglur um málsmeðferð. í þeim ákvæðum laganna þar sem kveðið er á í breyttum barnaverndarlögum er lögð áhersla á réttindi barna og önnur þau grundvallarsjónarmið sem barnaverndaryfirvöldum ber að hafa að leiðarljósi í störfum sínum. 28

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.