Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 5
Forystugrein
Landsþingið er vettvangur
lýðræðislegrar umræðu
Föstudaginn 13. mars nk. verður haldið síðasta landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á
þessu kjörtímabili. Til þingsins mæta á annað hundrað fulltrúar sveitarfélaga. Á þinginu verða
fimm meginefni til umfjöllunar. Fjármál sveitarfélaga og viðbrögð þeirra við efnahagsvand-
anum, s.s. aðgerðaáætlanir, sparnaðaraðgerðir og forgangsröðun verkefna, skipa þar stóran
sess í umfjölluninni. Verkaskiptamálin, og þá sérstaklega fyrirhugaður flutningur á þjónustu
við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga, verða ofarlega á baugi. Þá verður einnig fjallað um hags-
muni sveitarfélaga með tilliti til hugsanlegrar aðildar fslands að Evrópusambandinu. Unnin
hefur verið greinargerð um kosti þess og galla sem allir þingfulltrúar hafa fengið í hendur fyrir
fundinn. Þannig geta þeir verið vel undirbúnir fyrir ESB-umræðuna.
Starfandi hefur verið svokallaður lýðræðishópur á vegum sambandsins undanfarin ár. Hann
hefur m.a. fjallað um þróun íbúalýðræðis í sveitarfélögum, siðareglur fyrir sveitarstjórnir, tíma-
setningu sveitarstjórnarkosninga og starfskjör sveitarstjórnarmanna. Hugmyndir lýðræðishóps-
ins verða kynntar og kallað verður eftir umræðu og afstöðu þingfulltrúa til þeirra.
Venjan er að á fyrsta landsþingi eftir sveitarstjórnarkosningar fari fram ítarleg stefnumótun
sambandsins fyrir komandi kjörtímabil. (framhaldinu er gerð aðgerðaáætlun til að ná settum
markmiðum á vegum stjórnar, framkvæmdastjóra og sviðsstjóra hjá sambandinu. Á árlegum
landsþingum er síðan farið yfir stöðuna. í sumum tilfellum hafa aðstæður breyst. Ekki er unnt
að ná markmiðum, eldri stefnumið verða úrelt eða ný koma upp. Landsþingið er sá vettvangur
sem um slíka þróun fjallar og tekur nýjar ákvarðanir ef þurfa þykir.
Þau fimm meginumfjöllunarefni sem hér er getið verða tekin fyrir í umræðuhópum á lands-
þinginu. Mikilvægt er þingfulltrúar undirbúi sig vel fyrir þessar umræður og láti skoðanir sínar
í Ijós. Umræðustjórar munu síðan gera grein fyrir því helsta sem fram kemur í hverjum hópi og
í einhverjum tilvikum leggja fram tillögur.
Ljóst er að landsþing sambandsins er sá vettvangur þar sem sveitarstjórnarmenn ákveða
áherslur og þau stefnumið sem sambandinu ber að vinna eftir. Landsþingið leiðir sveitar-
stjórnarmenn saman til lýðræðislegrar umræðu og sameiginlegra ákvarðana sem allar miða að
eflingu sveitarstjórnarstigins til að auka og bæta þjónustu við íbúana.
Karl Björnsson
framkvæmdastjóri
Frá Danfoss færðu allan
stjórnbúnað fyrir hitakerfi
frá virkjun til heimilis
Danfoss er leiðandi í framleiðslu
stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi
Danfoss hf
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími 510 4100
www.danfoss.is