Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 25
Vestfirðir
Fréttir
Rætt um sameiningu þriggja sveitarfélaga
Hátt í fjögur þúsund manns búa í Isafjarðarbæ. Myndin er tekin á
þjóðhátíðardaginn 2008.
Kristján Möller, samgönguráðherra og ráð-
herra sveitarstjórnarmála, hvetur sveitar-
stjórnir þriggja sveitarfélaga á Vestfjörðum
að huga að sameiningu. Þessi sveitarfélög
eru; Isafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður
og Súðavíkurhreppur. Alls búa liðlega fimm
þúsund manns ( þessum þremur sveitar-
félögum, þar af hátt I fjögur þúsund I ísafjarð-
arbæ en innan marka þess bæjarfélags eru
auk (safjarðar þéttbýlisstaðirnir Flateyri, Suð-
ureyri og Hnífsdalur.
I bréfi sem ráðherra sveitarstjórnarmála
hefur sent sveitarstjórnum sveitarfélaganna
þriggja leggur hann til að forráðamenn
þeirra láti kanna hvaða ávinningur myndi
nást af sameiningu þeirra. I bréfinu er vísað
til fundar bæjarstjórna Isafjarðarbæjar og
Bolungarvíkurkaupstaðar frá því I febrúar þar
sem rætt var um sameiningu þeirra sveitar-
félaga I Ijósi vilja til þess að efla sveitar-
stjórnastigið á Vestfjörðum. Hvatning sam-
gönguráðherra byggist á jákvæðum um-
ræðum á þeim fundi auk þess sem hann
leggur til að sveitarstjórn Súðavíkurhrepps
verði boðin þátttaka I þeirri könnun og við-
ræðum sem af henni gætu spunnist.
Oft verið rætt
Oft hefur verið rætt um frekari sameiningu
sveitarfélaga á Vestfjörðum og hefur Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði og formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, m.a.
lagt til að Vestfirðir verði gerðir að einu sveit-
arfélagi. Samgöngumál setja Vestfirðingum
nokkrar skorður hvað sameiningu varðar en
með tilkomu jarðganga á milli ísafjarðar og
Bolungarvíkur verður helstu hindrun samein-
ingar þeirra þriggja sveitarfélaga sem hér um
ræðir rutt úr vegi.
Kópavogsbær
Samstarf við OR
Kópavogsbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa gengið frá samkomulagi
um samstarf við sameiginlegar framkvæmdir, götulýsingu og raf-
magnskaup fyrir stofnanir sveitarfélagsins af Orkuveitunni. Með samn-
ingunum er komið á samræmdu verklagi sem tryggja á að við nýlagnir
og viðhald verði rask sem minnst og vari sem skemmst.
Samningurinn er mikið framfaraspor þar sem ekki þarf lengur að
semja um hvert verk fyrir sig og um mörg atriði frá grunni. Samn-
ingurinn mun því spara tíma beggja aðila og munu íbúar Kópavogs-
bæjar njóta góðs af samstarfinu með því að sá tími sem rask stendur
yfir verður skemmri og upplýsingar aðgengilegri. Kópavogsbær er
fjórða sveitarfélagið sem Orkuveita Reykjavlkur semur við um sam-
ræmt verklag og samskipti I tengslum við framkvæmdir. Samkomu-
lagið nær til samstarfs og upplýsingagjafar vegna verkefna á skipu-
lags- og áætlanastigi sem og hönnunar- og framkvæmdastigi.
Um leið og skrifað var undir samstarfssamninginn var undirritaður
samningur um raforkukaup Kópavogs af Orkuveitu Reykjavíkur ásamt
samkomulagi um viðhald og eftirlit með götulýsingu I bænum. Þá
tekur Orkuveita Reykjavíkur að sér eftirlit og vöktun með vatnsvernd-
arsvæði Kópavogs I Heiðmörk en báðir aðilar taka þar vatn fyrir vatns-
veitur sínar og er því gagnkvæmt hagræði af þessu samstarfi.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri
Orkuveitu Reykjavikur, takast í hendur að lokinni undirritun samningsins.
AUDB ORGEHF.
K
audbjorg@audbjorg.is
<%>
TÖLVUMIÐLUN
www.h3.is
25