Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 8
Re Knýjandi að búa til sam- keppnishæfa borg Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, segir að efnahagshrunið kalli á skýra forystu í borginni við að standa vörð um þjónustu og huga að skynsamlegri framtíðaruppbyggingu. „Hrunið kallar á nýja hugsun og nýjar að- ferðir í borgarstjórn ekki síður en annars staðar. Þegar kemur að því að veita borgar- búum þjónustu tel ég mikilvægt að við áttum okkur á hlutverki grunneininganna í borg- inni. Þjónustan á ekki að koma I staðinn fyrir fjölskyldurnar eða góða nágranna heldur styðja við fólk og hverfin I að vera góðir staðir til að búa í, eldast eða ala upp börn. Þau skref sem við höfum stigið í að styrkja hverfin og sjálfstæði þeirra hafa verið mjög farsæl. Þar á ég við stofnþjónustumiðstöðvarnar sem margir þekkja og þær áherslur sem lagðar hafa verið á samstarf, forvarnir og málefni barna og unglinga. Næsta mál er að þróa þessar áherslur lengra og efla sjálfstæði hverfanna enn frekar," segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi í Reykjavík og fyrr- verandi borgarstjóri. Stórfelldur verkefnaflutningur til sveitarfélaganna Dagur segir nauðsynlegt að færa völd og verkefni nær íbúum. Það þurfi að verða hinn rauði þráður í endurskipulagning Islensks samfélags. í því felist stórfelldur flutningur á verkefnum frá rfkinu til sveitarfélaganna. „Ég tel að velferðarþjónustan sem borgin annast eigi að vera samfléttuð heilsugæslunni og málefnum þjónustu við fatlaða. Ég get séð fyrir mér að borgin taki við rekstri stofnana á borð við framhaldsskólana og lögregluna. Þarna eru stór viðfangsefni á ferðinni sem geta styrkt hverfin og grenndarsamfélagið og þar með alla sem eru að vinna á þeim vett- vangi eins og æskulýðshreyfinguna, íþrótta- félögin, prestana og söfnuðina. Með þessu gæti myndast óformlegt net og samtaka- máttur. Það reynir mjög á hann núna en það er líka hluti af lausninni. Við eigum að styðja við þetta." Hverfisráöin í Reykjavik hafa lagt áherslu á tiltekt og fegrun borgarinnar. Hér eru þrjér athafnasamar konur við tiltekt á hreinsunardegi í einu af borgarhverfunum á liðnu sumri. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Öryggi er lykilatriði Öryggi borgaranna og öryggi ( hverfum þarf að vera forgangsmál að mati Dags. „Við höfum mjög góða reynslu af hverfalögreglu. Hverfalöggæslan hefur skilað góðum árangri og ég hef talað fyrir því að hún verðu stór- efld. Hverfalöggæslan elur af sér þekkingu á svæðunum þar sem hún fer fram og kunn- ingsskapur myndast sem auðveldar oft að leysa úr vanda sem getur komið upp. Reynsla okkar er líka sú að þeir einstaklingar sem hafa valist til starfa við hverfalöggæslu í Reykjavík hafa ekki aðeins reynst vanda sínum vaxnir heldur eru orðnir sannir leiðtog- ar (samfélaginu. Ég tel það vera ómetanlegt þegar kemur að unglingunum og þeim mörgu og flóknu viðgangsefnum sem geta komið upp að hafa góða þekkingu á um- hverfinu og góð tengsl við fólkið." Knýjandi að búa til sam- keppnishæfa borg Dagur segir meira knýjandi nú en áður að SFS 8 TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.