Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Blaðsíða 14
Byggðamál Byggist á hagkvæmni, umhverfi og félagslegu jafnræði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að grunnþættir hinnar nýju byggðastefnu byggist á hagkvæmni, um- hverfi og félagslegu jafnræði. Hann segir að hið opinbera nái yfir bæði ríki og sveitarfélög. Þessir aðilar verði að vinna betur saman og að samvinna á milli ráðuneyta þurfi að vera nánari og betri. Þetta kom fram í setningarerindi hans á ráðstefnu um íslensk byggðamál á kross- götum sem haldin var í Borgarnesi 20. febrúar sl. Ráðstefnan var hald- in á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytisins, samgönguráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga. Höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði Halldór sagði í setningarerindi sínu að fjárlög (slenska rlkisins og rammaáætlanir í rfkisfjármálum skiptu miklu máli við þær aðstæður sem nú ríktu. Einnig skipti samningurinn við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn verulegu máli auk þeirra áætlana sem unnar væru af hinu opinbera. ( þvi sambandi nefndi hann sérstaklega áætlanir sem snerta sveitar- félögin með einum eða öðrum hætti. Hann nefndi byggðaáætlun, samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun sérstaklega en einnig áætlanir ráðuneyta um uppbyggingu þjónustu i landinu. Hann gat einnig um vinnu við skipulag miðhálendisins, rammaáætlun um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði en þau eru í vinnslu auk þess sem ekki hefur náðst samstaða um frumvarp um svonefnda landsskipulagsáætlun. Halldór ræddi um samþættingu sem flestra áætlana - áætlana á borð við landsvæðaáætlanir, byggðaáætlun, svæðisskipulag, sam- gönguáætlun, fjarskiptaáætlun, rammaáætlun um auðlindanýtingu, áætlanir ráðuneyta um þjónustuuppbyggingu og áætlanir um breytta verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Hann sagði að nokkrar land- svæðaáætlanir mynduðu hina nýju byggðaáætlun er nær til alls lands- ins, bæði landabyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Tryggja yrði Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps og Hrefna B. Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á ísafirði og Ari Hafliðason, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð. Vinstra megin við Halldór situr Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands samkeppnisgetu höfuðborgarsvæðisins gagnvart útlöndum og leggja þyrfti aukna áherslu á þjónustu- og vaxtarsvæði á Eyjafjarðarsvæðinu auk annarra landshlutakjarna, með áherslu á svæðabundið hlutverk auk þess sem treysta yrði þau svæði sem nýta grunnþjónustu lands- hlutakjarna. Halldór telur nauðsynlegt að sveitarstjórnarmál, byggða-, skipu- lags- og byggingarmál verði sameinuð í eitt ráðuneyti; ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála, sem hafi umsýslu með öllum mála- flokkum sem sveitarfélögin annast um. Einnig að stækka verði sveitar- félögin og efla til að þau ráði betur við núverandi verkefni og einnig önnur verkefni sem þau kunna að taka að sér í framtíðinni. Jöfnunarsjóður og Byggðastofnun Halldór benti á að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga væri stærsti byggða- sjóðurinn í landinu og sagði að efla þyrfti lánastarfsemi Byggða- stofnunar. Ýmis sóknarfæri væru í samskiptum við Evrópusambandið og stórefla þyrfti atvinnuþróunarfélögin með það í huga að nýjar atvinnugreinar geti tekið við af þeim eldri og einnig stutt við þær. Hann sagði að ekki mætti hindra um of „eðlilega" þróun i atvinnu- lífinu og nefndi fækkun fólks í frumvinnslugreinum sérstaklega í því efni. Þess í stað yrði að horfa til aukinnar sérhæfingar og hagkvæmni verkaskiptingar. Halldór sagði þá staðreynd að atvinnuleysi hafi stóraukist að undan- förnu auk þess sem samsetning atvinnulausra hafi breyst verulega, kalli á ný viðfangsefni. Þá hamli skortur á fjármagni atvinnuþróun og uppbyggingu verulega. Hann ræddi sérstaklega um að nýta þurfi auðlindir hvers svæðis heima fyrir eins og kostur er. Til að svo megi verða þurfi að stuðla að jöfnun grunnþátta, s.s. aðgengi að menntun, menningu, opinberri þjónustu og nægri orku með afhendingaröryggi. Hver sveitarstjórn verði i því efni sem öðrum að líta út fyrir sitt þrönga umráðasvæði og hugsa um allt landsvæðið og heildina. SFS 14 TÖLVUMIÐLUN www.tolvumidlun.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.