Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 3
Það er myrkur í bílnum.
Framljósin lýsa aðeins fram
á veginn, því það er mikill
skafrenningur. Hann lítur út
um gluggann, en sér ekkert
nema myrkrið. Það fer um
hann ónotahrollur, þau eiga
eftir að ganga smáspöl upp
að skálanum. — Krakkarnir
eru gáskafull, þau syngja og
hlæja, strákarnir gera sig lík-
lega við stelpurnar, en þær
skríkja og veina, og láta eins
og þær vilji ekkert með þá
hafa.
Hann lítur aftur út um
gluggann. Hann kann ekki við
sig í þessum hóp. Hugurinn
reikar heim, herbergið hans,
bækurnar á borðinu, mamma
hans myndi sjálfsagt vera að
syngja, gera að gamni sínu,
stríða hvort öðru, og hlæja
svo að öllu saman.
Hann lítur aftur út í
myrkrið. Skíðin. Þau gáfu
honum skíði í jólagjöf. Hann
hefði getað grátið, en hann
brosti og sagði takk, og
kyssti þau bæði. Það var erf-
itt. Hann vissi hvað skíðin
þýddu: Skíðaferð. Og allt sem
hann hafði óskað sér í jóla-
gjöf. Skíði! Honum lá aftur við
gráti, þegar hann rifjaði þetta
upp.
Færðin var að þyngjast.
Bíllinn kjagaði upp brattann,
hökti áfram, meter fyrir met-
er. — Svitadropar úr bráðn-
andi snjó runnu án afláts
niður hrukkulaust ennið á
stritandi ferlíkinu, en trufl-
uðust þó af og til af brokk-
ennþá eldri. En áfram mjök-
uðust þeir, þrátt fyrir að far-
þegarnir sýndu baráttu þeirra
lítinn áhuga. En ferðin gekk
stöðugt hægar. Að lokum
stöðvaðist bíllinn alveg. Það
var eins og lífið úr honum
hlypi í bílstjórann. Hann fór
allur að iða, stóð svo upp og
kveikti ljós í bílnum. Það sló
þögn á hópinn. Hann sagð-
ist ekki komast lengra. Þetta
væri nú stutt eftir og þau
hefðu bara gott af því að
rölta uppeftir. Það væri smá
skafrenningur, en leiðin auð-
rötuð upp að skálanum. Bara
fylgja fjallsrótunum, og þau
yrðu aldrei lengur en klukku-
tíma. Svo hneppti hann að
sér, opnaði hurðina og fór út.
Kaldur vindgustur stóð inn
um dyrnar, og sami ónota-
Smásaga eftir
Braga Ragnarsson
inspfrasjón
elda matinn. En hún vildi að
hann færi með öðrum krökk-
um, kynntist öðrum krökkum.
Hann langar ekkert til þess.
En þessir miskunnarlausu
hlátrar yfirgefa hann ekki,
skrækirnir, veinin, ópin. Þau
gengum vinnukonunum. Hann
lrorfði áhugasamur á þær um
stund, og gleymdi eigin
áhyggjum.
Bílstjórinn sat álútur og
rýndi út í sortann. Hann var
gamall, og bíllinn sjálfsagt
hrollurinn fór um hann. Hann
hneppti vel að sér og dró húf-
una niður fyrir eyru. Þegar
hann kom út, var bílstjórinn
kominn upp á þak og rétti
dótið niður. Hann fann strax
skíðin sín og bakpokann.