Hermes - 01.04.1963, Síða 4
Svefnpokinn var reyrður ofan
á bakpokann og hann átti í
mestu erfiðleikum með að
koma öllu saman á herðarn-
ar. Svo voru það skíðin á
öxlina, stafirnir í hendina og
hann var tilbúinn.
Gáskinn var horfinn úr
krökkunum, það hafði hver
nóg með sig. Loks, þegar all-
ir voru tilbúnir, var haldið af
stað. Þau gengu fyrst í ein-
um hóp, en hann smálengdist
og varð að lokum að einfaldri
röð, sem leið áfram inn í
hríðina. Hann var síðastur.
Klyfjarnar sigu í. Hann
verkjaði í axlirnar undan
bakpokanum og skíðin voru
ótrúlega fljót að þyngjast.
Hann óskaði þess, að mamma
hans hefði ekki sett svona
mikið af mat og fötum í bak-
eftir honum, — hviss, og allt
í einu rauk allur mökkurinn
í háaloft og hann varð að
passa sig að vindurinn feykti
honum ekki um koll. Svo
datt allt í dúnalogn, þá heyrði
hann marrið í snjónum þegar
hann steig í hann, en skyndi-
lega var eiturgasið komið
aftur og sauð og þaut í kring-
um hann.
Hann var orðinn þreyttur,
þó höfðu þau áreiðanlega ekki
gengið lengur en í tíu mín-
útur. Hann passaði þó að
ganga alltaf rétt á eftir næsta
manni. Stundum fannst hon-
um að hann væri að dragast
aftur úr, og þá herti hann
sig. Hann setti skíðin yfir á
hina öxlina, en hafði næstum
misst þau, því vindurinn
kippti þeim til, þegar hann
úr f jallinu
pokann. Hann horfði á vind-
inn leika sér að snjókornun-
um, hann feykti þeim til eins
og gufumekki, eins og eitur-
gasi, sem lægi með jörðinni
og reyndi að lykjast um fæt-
urna á honum og læðast upp
flutti þau yfir. Veðrið var að
aukast. Þau höfðu verið í
skjóli, þegar þau lögðu af
stað, en höfðu nú vindinn í
fangið. Hann mátti hafa sig
allan við að hanga í röðinni.
Skíðin og bakpokinn særðu
hann í axlirnar og fæturnir
voru orðnir blýþungir. Hann
beit á jaxlinn, hallaði sér
áfram, upp í veðrið og tók
þéttar um skíðastafina. Nú
var ekkert draumkennt eitur-
gas lengur, heldur ein iðandi
hríð. Snjókornin smugu inn-
undir hálsmálið, bráðnuðu og
runnu svo niður eftir heitum
líkamanum. Fingurnir voru
orðnir ískaldir og kuldaverkir
í andlitinu.
Hann hugsaði heim. Hlý
sængin í uppbúnu rúminu,
heitur matur á disknum.
Hann gæti borðað og lagzt
svo upp í rúm og lesið og
farið að sofa og dregið hlýja
sængina uppfyrir höfuðið. Svo
myndi hann bara dreyma að
hann væri gangandi uppi á
fjöllum, í öskrandi stórhríð,
með þungar klyfjar og að-
fram kominn af þreytu, vakna
í rúminu sínu og draga sæng-
ina enn betur yfir sig og
sofna aftur. Og svo myndi
hann dreyma að hann lægi í
hvítum sandi út við bláan