Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 16

Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 16
ið almenn meðal þeirra, sem liafa notað þessi tækifæri. Venjulega hef- ur verið’ farið tvisvar á sumri, ann- að sinnið í Þórsmörk, en hitt sinnið eitthvað annað. Eg komst aðeins í annað ferðalagið í fyrra, en hafði sanit nijög gaman af. Eg reyndi að fá ritstjórann til að segja mér frá Þórsmerkurferðinni, úr því að ég komst ekki sjálfur, en hann verður I>ara svo fjandi skrítinn þegar mað- ur talar um þetta ferðalag við hann. — Rétt eins og hann muni ekkert cftir því. Eg hef þó sannfrétt, að ferðalagið liafi tekizt prýðilega og skipulag stjórnar allt með ágætum. Grundvöllur fyrir auknum sumar- ferðuin virðist mér því vera mjög fyrir hendi, samkvæmt reynslu und- anfarinna ára. Þykir mér tími til kominn að fá skipulagningu og framkvæmd þeirra í hendur sér- stakri nefnd, sem hefði ekkert ann- að fyrir stafni. Það er mjög líklegt, að slík nefnd — hún yrði skipuð vönum ferðamönnum úr okkar hópi — næði betri árangri á þessu sviði en stjórnin sjálf, sem hefur nóg á sinni könnu fyrir. Og þá jafnt gagn- vart leiðavali og samningum við eigendur farþegahifreiða. Eg spurði ritstjórann um álit hans á þessu máli, og liann henti á, að það vantaði líka vana menn til að fylgjast með nesti fólks í þessi ferðalög. Það mætti ekki vera of lítið, — og enn síður of mikið. Eg reyndi að fá hann til að útskýra þetta nánar, einkum seinna atriðið, en hann var ófáanleg- ur til að tala meira uin ferðalög. Jæja. Eg verð víst að fara að koma mér upp í prentsmiðju nieð þetta greinarkorn, ef það á að komast í hlaðið. Eg þori ekki að láta ritstjór- ann sjá það því ég er viss um að hann strikar út alla hrandarana um sjálfan sig. Hann er svo hörundssár, greyið. Það er svo undir ganglipurð Hermesar og náð ritstjórans komið, hvort mér verður lengri lífdaga auð- ið á síðum blaðsins. Skriffinnur. HAFIÐ Votar götur án manna sofandi hús þögnin eflir daprar hugsanir úr fjarska grcinist niður hafs ólgandi en drungalegur Hafið: þrá — einmanaleiki gnauð þess drekkir hinu liðna eftir situr Ijúfsár minning hjúpuð þoku gleymskunnar Hve unaðslegt um dimmar nœtur að ganga niður i fjöru Fyrir dögun flytur hugurinn frá sorginni til hafsins.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.