Hermes - 01.04.1963, Síða 22
Verk Vainös Linna eru enn sem komið er lítt
kunn íslenskum lesendum, enda þótt höfundur-
inn hafi um órabil verið í röð hinna fremstu í
sínu landi, en nú um skeið hefur nafn hans
verið ó hvers manns vörum, eftir að honum
féllu í skaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
róðs. Er því óstœðulaust að fjölyrða um hann
hér. — Þótturinn, sem hér birtist, er úr ní-
unda kafla Óþekkta hermannsins eftir Linna.
— Komið þið út.
Lautinant í herlögreglunni
J opnaði dyrnar og gaf skipun-
ina spenntri, óeðlilegri röddu. |
Varðmaðurinn við dyrnar
spurði taugaóstyrkur og |
hræðslulegur:
— Get ég farið núna? Það
| þarf væntanlega ekki frekar
á mér að halda?
— Farðu bara.
Varðmaðurinn hafði sig á J
j brott í miklum flýti, einsog
hann væri hræddur um að
verða lcallaður til baka. Laut- í
inantinn vék til hliðar fyrir |
j mönnunum tveim, sem komu
j útúr dyrunum. Þeir námu
j staðar á þröskuldinum, stein- I
j þögðu og biðu. Þeir sáu hálf- ;
rokkinn vetrarmorgun, sem
smámsaman varð bjartari. En
umfram allt sáu þeir nokkra
herlögreglumenn, er stóðu
lítið eitt afsíðis, auk lautin-
antsins og herdómara nokk-
urs. Presturinn var farinn,
því mennirnir höfðu afþakkað
heimsókn hans.
Annar mannanna var hár,
kraftalegur og beinn í baki.
Lokkur úr ljósu hárinu hékk
framá ennið, og hann strauk
hann aftur með hendinni.
Andlitsdrættirnir voru festu-
legir og karlmannlegir, en
markaðir áreynslu og spennu,
svo auðséð var þrátt fyrir
húmið. Hann leit á lautin-
antinn, sem horfði niður fyrir
sig, því hann megnaði ekki að
mæta brennandi tillitinu, til- j
liti, sem einungis vissan um
komu dauðans getur knúið
fram í mannlegt auga. Hinn |
maðurinn var minni vexti og
virtist taugaóstyrkur og jafn-
framt sljór. Líkami hans titr-
aði stöðugt einsog hann skylfi I
af kulda. Sá ljóshærði var
tuttugu og fimm ára að aldri,
hinn milli þrítugs og fertugs.
Báðir voru berhöfðaðir og
frakka- og beltislausir.
Herdómarinn las einusinni |
enn upp dóminn, sem þeir
höfðu þegar heyrt í skyndi- j
réttinum kvöldið áður. Hún |
hljómaði eitthvað svo undar-
lega, þessi opinbera tilkynn-
ing um að þeir hefðu yfir-
gefið varðstöður sínar og j
neitað að snúa til þeirra á [
ný; rétt einsog þeir vissu það
ekki. Og svo hafði þeim verið
stefnt fyrir rétt og þeir
dæmdir til dauða. Já, þannig j
var það. Síðustu ellefu tím-
arnir í myrkri baðstofunnar
höfðu verið nægur frestur til
að gera þeim Ijóst, hvað þetta j
þýddi. Nú voru þeir reiðu- j
búnir. I rauninni voru þeir
þegar dauðir, báðir tveir. Þeir
höfðu þegar þolað aftökuna
svo oft í anda, að sjálf fram- i
kvæmd verksins bauð þeim :
engan ótta framar.
Hinn eldri reyndi að drepa j
hugsunum sínum á dreif og
halda þeim í fjarlægð frá öllu-
saman. Sá yngri var hinsveg-
ar bólginn af trylltu hatri til
böðlanna. I herlögreglunni sá
hann óvininn, er svifta skyldi j
hann lífinu, og ósjálfrátt blés
hann að logandi glæðum hat-
ursins, einsog hann skynjaði
að það styrkti hann og gerði j
honum dauðann auðveldari.