Hermes - 01.04.1963, Qupperneq 23

Hermes - 01.04.1963, Qupperneq 23
Þegar upplestrinum var | lokið, hvæsti yngri fanginn útá milli tannanna: — Gefðu mér sígarettu, helvítis hundurinn þinn. Herdómarinn og lautinant- | inn leituðu í miklum flýti í vösum sínum að vindlingum og réttu honum, báðir í einu. Formælingar hins dauða- dæmda virtust aðeins auka greiðasemi þeirra. Lautin- antinn flýtti sér að kveikja á eldspýtu, og meðal herlög- reglunnar heyrðust eldspýtna- stokkar einnig opnaðir. Hver og einn beið þess í ótta- kenndri spennu að uppfylla jafnvel lítilvægustu óskir hinna dauðadæmdu. Lautinantinn var á báðum áttum. Atti hann að lofa mönnunum að ljúka við | vindlingana, eða átti hann að hefjast handa án tafar? Bið- in var kvalræði. Líklega var J best að koma sér í þetta eins fljótt og mögulegt var. Þetta | var enganveginn fyrsta aftak- an hans, en í fyrri skiftin hafði annaðhvort verið um að | ræða kommúnista eða njósn- J j ara óvinarins, og þesskonar | fólk er engum vorkunn að skjóta. En hann hafði aldrei | áður þurft að lífláta sína eig- in hermenn. Yngri fanginn hjálpaði hon- um tilað ákveða sig. — Jæja, slátrararnir ykk- ar. Reynið þið þá að hafa ykkur að þessu. Það er farið að kólna. Lögreglumennirnir hrukku við er þeir heyrðu stuttan, J skerandi hláturinn, sem orð- unum fylgdi. Hinn fanginn hélt áfram að skjálfa einsog lauf í vindi. Hann sagði ekk- ert og greinilega sá ekkert né J heyrði heldur. — Bindin, sagði lautinant- inn við menn sína. Þeir hikuðu. — Ger þú það. — Nei, ég hreyfi mig ekki. — Þið þurfið fjandann ekki að slást um þetta. Ég kæri mig ekkert um að deyja með druslu fyrir augunum. Ég býst við að ég hafi oftar horft inní byssuhlaup að J framan en þið að aftan, djöf- uls böðlarnir ykkar. — Og þér? Viljið þér hafa . . . ? spurði lautinantinn og sneri sér að hinum. Maðurinn hristi höfuðið. Þvínæst gekk sá yngri hröð- um skrefum að baðstofu- veggnum og stillti sér uppvið hann. Hinn fylgdi honum eft- ir. Herlögreglumennirnir skip- uðu sér í raðir með byssurn- ar til taks. Skipunarorðin gullu við. Byssum var brugðið upp. — Eldri maðurinn leit til hliðar og lágt kjökur heyrðist frá honum. Hinn yngri starði j beint inní byssuhlaupin, óbif- anlegur einsog hann væri ) dómarinn en ekki sá dæmdi. Örskammt var síðan hann var aðeins venjulegur ungur mað- ur; það var ekki lengra síð- an en í gær, að hann hálfveg- is í vanhugsaðri þvermóðsku hafði neitað að hlýða lautin- anti sínum, hrokagikk, sem hann, einsog öll herdeildin, hafði andstyggð á. Þennan morgun, eftir ellefu klukku- j stundir í myrkri baðstofunn- | ar í samfélagi við dauðann, var hann orðinn þroskaður maður með mikla lífsreynslu. Skotin kváðu við. Mennirn- ir við baðstofuvegginn hnigu niður í snjóinn. Herlögreglu- liðarnir báru þá á brott; þeir flýttu sér en fóru þó varlega. Enn einn nýr hlekkur hafði tengst keðju atburðanna. Dagur Þorleifsson þýddi.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.