Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 9

Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 9
efnahageskakkaföllum — frjálsum tryggingum. Ekkert knýr áhrifarík- ar en tjón til spurnarinnar: „Hvað má höndin ein og ein?“ Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi og þýðingu trygg- inga almennt. Stórfenglegasta vitn- ið í þeim efnum eru sjálf hin svo- kölluðu menningarþjóðfélög nútím- ans, eða nánar tiltekið valið for- ystulið þeirra — löggjafinn. Þar er ekki aðeins hægt að benda á almannatryggingar, sem í framkvæmd eru ómetanleg per- sónuvernd einstak- lingsins í þrengri merkingu orðsins, heldur einnig aðr- ar skyidutrygging- ar, er sjá fyrir möguleikum manna til fullra bóta handa öðrum. í báðum tilfellun- um lítur þjóðfél- agið þannig á, að viðkomandi trygg- ingar séu svo mik- ilvægar, að það sé ekki eigandi undir dómgreind og geðþótta þjóðfélagsborgaranna, hversu fer um fullnægingu þeirrar þarfar. Þess vegna fyrirskipar það í krafti valds síns aðild þegnanna. — Hér er mikil saga sögð í stuttu máli. En hún mætti samt verða áminning til allra, sem þurfa að taka afstöðu til frjálsra trygginga. Á fáum, ef nokkrum vettvangi við- skiptalífsins, kemur berlegar í ljós, hvað þessi orð Einars Benedikts- conar eru sönn: „Ein hreyfing, eitt orð — og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum.“ Það ber að tala af skilningi og fullri viðurkenningu um hvers kon- ar skyldutryggingar. Þær eiga all- ar meiri og minni rétt á sér og og hafa valdið aldahvörfum í lífi einstaklinga og þjóða. Þó verður í sannleikans nafni að segjast þetta tvennt, sem þó hvorugt er rök gegn skyldutryggingunum: I eðli sínu eru þær vantraust á hæfni ein- staklingsins til þess að sjá sjálfur hag sínum borgið á viðhlítandi hátt undir viðsjárverðum kringum- stæðum. Og, þótt ómetanlegar séu, eru skyldutryggingar yfirleitt að- eins lágmarkshjálp, sem löggjafinn telur óhjákvæmilega. Þetta hvort tveggja verður að marka afstöðu manna og aðgerðir gagnvart frjáls- um tryggingum, þar sem þeir sjálf- ir eru herrar gjörða sinna og þurfa að fella fyrirfram hina afdrifarík- ustu dóma varðandi afkomu og ör- yggi sitt og sinna. Á tímum frelsis og mannréttinda hlýtur það að móta viðhorf manna til trygginga- mála, hver munur er á lögþvingaðri hlýðni til lágmarks- athafna eða sjálf- stæðu og skilnings- ríku framtaki til eigin fyrirsagnar um tjónabætur og tryggingavernd. — Það markar reisn persónuleikans, hverjum tökum ein- staklingarnir taka þessi þýðingar- miklu mál. — Það leiðir að sjálfsögðu ekki til góðs að ana áfram í smá- smugulegri titt- lingatínslu í sam- skiptum við náungann, „með augun á hisminu, blind á hvern kjarna“. Menn verða að sinna því, sem mest er um vert, á hvaða vettvangi sem er, en sorgleg reynsla sýnir enn í dag, að ótrúlega margir eru viðj- aðir í lágkúruleg og gamaldags við- horf, sem voru skiljanleg og fyrir- gefanleg á tímum kúgunar, ófrels- is og niðurlægingar, en ekki í dag, á velmegunar- og lýðfrelsisöld. SMÁSAGNAKEPPNI I tilefni af útkomu Hermesar í nýjum búningi hefur verið ákveðið að efna til smásagnasamkeppni. Er öllum heimil þátttaka, bæði fyrr- og núverandi nemendum Samvinnu- skólans og öðrum. Við viljum hvetja sem flesta til þess að taka þátt í þess- ari keppni og senda okkur sögur. Sögur skulu vera merktar dulnefni en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 1. september n.k. Ákveðið hefur verið að veita tvenn bókaverðlaun fyrir þær sögur, er dómnefnd telur bera af. Ritstjórn dæmir sögurnar. Hermes áskilur sér rétt til birtingar á öllum þeim sögum sem berast kunna.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.