Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 18
Sigurður Geirdal: MÝKTIN SIGRAR KRAFTINN Lögmáli Júdóglímunnar má líkja við eðli vatnsins. Vatnið myndar alltaf láréttan flöt, er alltaf í jafnvægi. Það hefur enga ákveðna lögun, heldur lagar sig eftir aðstæðum. Oldur þess eru ómótstæðilegar og það smýgur alls staðar, það hefur verið til og mun verða til jafnlengi tíma og rúmi. Það getur breyzt í gljúpa gufu en einnig í kristalharðan klett. Það getur birzt okkur sem lognslétt tjörn á vordegi og kröft- ugt sem Niagarafossarnir. Þann- ig er eðli Júdó. Ef við viljum athuga málið frá sögulegu hliðinni rekum við okkur strax á að um upprunann er allt í óvissu og þoku. Þó vit- um við það að Jújitsú er til orðið löngu fyrir Krists burð og frá þeirri íþrótt stafar hin kerfis- bundna júdóglíma. Jújitsú var upprunalega japönsk hernaðar- íþrótt og iðkuð á marga mismun- andi vegu sem slík. Þannig stóðu málin allt fram á seinni hluta nítjándu aldar, og hver kennari eða skóli hafði sína stefnu og kenningar og voru mjög ófúsir að láta sinn hlut, að mynda nokkrar sameiginlegar reglur. Það er fyrst með tilkomu Jigoro Kono og skóla hans, sem hann opnaði árið 1882, að nokkur regla kemst á hlutina, og mynd- að er og byggt upp vísindalegt kerfi, sem einnig beindist að sið- ferðilegu hliðinni. Jigoro Kono lagði niður Jújitsú nafnið og kallaði glímuna í þess stað Júdó. „Jú", sem þýðir mýkt, undan- látssemi, að gefa eftir og „dó" sem þýðir grundvallaratriði eða regla. Regla Jigoro Kono, en hún er nefnd Kedokan Judo, náði brátt miklum vinsældum og voru yfirburðir hennar auðsæir. Iþrótt- in breiddist nú skjótt út fyrir Japan og til annarra þjóða og er nú stunduð af hinni mestu natni og nákvæmni um allan heim. Arið 1952 var íþróttin orðin svo vinsæl og almenn að tímabært þótti að stofna alþjóðasamband um hana og eru í því m. a. Banda- ríki N.-Ameríku og öll helztu ríki Evrópu. Fyrsta heimsmeistarakeppnin í Júdó var haldin árið 1956. Og mun nú Júdó verða keppnisgrein í næstu Ólympíuleikum. Sem líkamsrækt er glíman frábær sem sést bezt af því hversu aldraðir menn stunda íþrótt þessa af kappi og halda krafti sínum og lipurð, jafnvel fram yfir 70 ára aldur,t.d.er einn af leiðandi Júdó- mönnum Japana, Kyuzo Mifuna, nú 73 ára, en um hann og tækni

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.