Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 4
reynsla, sem maðurinn upplifir við að bera saman gjörðir sínar og hugmyndir um rétt líferni, kemur, að áliti Kierkegaards, með kristninni, samt sem áður er Kierkegaard trúaður maður. Sérhver einstakling- ur á, að áliti Kierkegaards, að finna guð sjálfur og fyrir eigin tilverknað. En vegna þess að það er víst, að guð mun ekki birtast, þá eru það örlög mannsins að lifa í óvissu. Og það er óttinn við þessa óvissu, sem hann undirstrikar sem ráðandi afl í lífi nútíma- mannsins; hvert augnablik, sem líður í gegnum vit- und einstaklingsins, krefst fullrar árverkni hans og siðferðisstyrkleika. Það stoðar ekki að varpa ábyrgð- inni á fjöldann eða á guð. Maðurinn verður að horf- ast í augu. við hið óþekkta og yfirbuga ótta sinn. A þessu veltur lífshamingja hans. Þessi skoðun Kierkegaards um ábyrgð mannsins og stöðu ein- staklingsins er grundvallarhugsun existentialismans á tuttugustu öldinni. Ritverkum Kierkegaards var ekki mikill gaum- ur gefin á meðan hann lifði, en í byrjun þessarar aldar, þegar ritum hans var snúið á þýzku, létu áhrifin ekki á sér standa. Venjulega er tuttugstu aldar existentialistum skipt í tvennt, annars vegar trúaðir existentialistar með Frakkann Gabriel Marcel (1877) og Þjóðverj- ann Karl Jasper (1883) í fararbroddi, hins vegar trú- lausir existentialistar með þýzka heimspekinginn Martin Heidegger (1889) og Frakkann Jean-Paul Sartre (1905) sem aðalspámenn. Hér á eftir verður ekki gerð grein fyrir hverjum þessara spámanna fyrir sig. Það væri efni í nýja biblíu. Hér verður aðeins reynt að nálgast eina meg- inhugsun existentialismans, því að þeim sem hugsar nægir ein vísbending. Rithöfundurinn Albert Camus segir í bók sinni Sisyfosar Goðsögnin: „Ég kem að lokum að dauðan- um og þeim tilfinningum, sem hann vekur hjá okk- ur. Um þetta er allt sagt og það sæmir svo sannar- lega ekki að vera hátíðlegur. Maður getur aldrei furðað sig of mikið á því, að allir menn lifa eins og enginn viti neitt." Hér furðar Camus sig á, að menn skuli lifa eins og þeir viti ekki af dauðanum. Annars er bók þessi um enn merkilegri hlut, sem sé hið absurda (fárán- lega): „Dýpst í allri fegurð liggur eitthvað ómann- legt: hæðirnar, trén, sem bera við rólegan himin, missa á einu augnabliki hina óraunverulegu merk- ingu, sem við höfum íklætt þau, og verða fjarlæg- ari en týnd paradís. Upprunalegur fjandskapur jarð- arinnar stígur upp til okkar í gegnum árþúsundin." Og Camus heldur áfram að lýsa hinu absurda: „Al- veg eins og það geta komið dagar, þar sem maður bak við þekkt konuandlit sér skyndilega ókunnuga veru, hana sem maður elskaði fyrir mánuðum eða ári síðan, þannig munum við jafnvel koma til með að þrá það, sem fær okkur til að finna okkur svo ein. Aðeins þetta: þessi óhagganleiki, þessi ókunn- ugleiki hjá heiminum er hið absurda. Omenskan birtist líka i manninum sjálfum. Á vissum skýrum augnablikum koma í Ijós vélrænar handahreyfingar þeirra, tilgangslaus látbragðsleikur þeirra, allt, sem fær þá til að líta kjánalega út. Mað- ur talar í síma bak við rúðu, maður heyrir ekki hvað hann segir, en maður sér tóm látbrögð hans og mað- ur spyr sjálfan sig, hvers vegna hann lifir. Þessi óþæg- indi við að sjá ómannlegleik mannsins sjálfs, þetta svimandi fall, þegar við sjáum utan frá okkar eigin mynd, þessi velgja eins og einn nútíma rithöfundur kallar það, er einnig hið absurda." Ef ég geng út frá, að flestir skilji nú, hvað átt er

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.