Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 7

Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 7
Bo Setterlind: " rímnalestur Sigurðsson Jesús negldur á lcrossinn Áður en lengra er haldið, þykir mér rétt að ræða nokkuð, hvað orðið ríma merkir, því ég er satt bezt að segja ekki sannfærður um, að allir geri sér það fullkomlega ljóst. I því sambandi ber það fyrst og fremst að hafa í huga, að nálega án undantekninga ► eru rímurnar söguljóð. Það felur í sér, að þær eru að efninu til frásagnir af tilteknum sögupersónum og því, sem á daga þeirra drífur, með öðrum orðum, í þeim er yfirleitt áframhaldandi söguþráður, og getur þar ýmist verið um sannar frásagnir að ræða eða skáldskap að mestu eða öllu leyti. Til er það, að rímnaskáldin búi söguna til jafnframt því sem þau yrkja, en hitt er þó langtum algengara, að þau yrki eftir eldri sögu, sem þau hafa þá víst oftast haft fyrir sér ritaða eða prentaða. Sögur þær, sem rímur hafa verið ortar út af, skipta hundruðum ef ekki þúsundum og mynda saman hinn sundurleitasta hóp. ■ Islendingasögur, fornaldarsögur og riddarasögur eru þó meðal vinsælustu yrkisefnanna, en einnig tíðkað- ist hitt, að erlendar sögur eða ævintýri legðu til efni í rímur og rímnaflokka. Einnig má nefna, að til er talsvert af rímum, sem ortar eru út af Biblíunni og einstökum bókum hennar, svo fjarstæðukennt Frjóls skal hann aldrei verða, alltaf skal hann hanga einsog fórnarlamb ó grimmdartré okkar. Deyja skal hann aldrei, alltaf skal hann lifa sem burðarmaður skammar okkur og niðurlœgingar. Því er lokið. Framseldur er hann okkur, nöglum okkar, þvermóðsku okkar. Því er lokið. Negldur er hann við okkur og mó ei losna! Þýð.: dþ.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.