Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 9
en treysti ég því, að lesendur þessara lína kunni enn eitthvað fyrir sér í skólalærdómi sínum um þessi efni. Aðeins skal þess getið, að algengar orðabækur, svo sem orðabók Sigfúsar Blöndals og nýlega út- komin orðabók Menningarsjóðs, geta oft reyn2t býsna gagnlegar, þegar um það er að ræða að ráða í gátur torskilins skáldamáls. Þá er að nefna bragarhætti rímna, sem ánægjulegt væri að geta gert nánari skil hér en rúmið leyfir. Bragarhættir rímna og afbrigði þeirra skipta hundr- uðum, og eru mjög misjafnlega dýrir sem kallað er, þ. e. a. s. gera mjög misjafnar kröfur til hæfni skáld- anna að því er tekur til stuðlasetningar og ríms, bæði endaríms og innríms. Getur verið hreinasta unun að lesa rímur eftir góð skáld, sem ortar eru undir dýr- um og erfiðum háttum, en annars er bragfræði rímna heil vísindagrein út af fyrir sig, sem engin tök eru á að gera nokkra grein fyrir hér. Þó er ekki úr vegi að benda á kver eftir Sveinbjörn Benteinsson: Brag- fræði og háttatal, sem kom út fyrir nokkrum árum og mun að því er ég bezt veit enn vera fáanlegt í bókabúðum. Er það mjög yfirlitsgott um þessi efni. Svo er talið af fróðum mönnum, að nú muni vera liðið nálægt sex öldum frá því að rímnagerð hófst á Islandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en eins og kunnugt er voru rímur lengi vel ákaflega vin- sælar meðal alþýðu manna, og lætur líklega nærri, að blómaskeiði þeirra hafi ekki lokið fyrr en á fyrstu áratugum þessarar aldar. Nú orðið munu þó aðrar listgreinir og bókmenntategundir hartnær algjörlega hafa ýtt vinsældum þeirra til hliðar. Saga íslenzkrar rímnagerðar verður ekki rakin hér, en þó þykir mér ekki úr vegi að benda á nokkur atriði til viðbótar. I því sambandi vil ég fyrst nefna, að hér í Reykjavík starfar félagsskapur, sem nefnir sig Rímnafélagið. Ég vil nota tækifærið og leiðrétta þann misskilning, sem ég hef sumstaðar orðið var við, að þar sé um einhvern sérvitringaklúbb að ræða, því þetta eru þvert á móti samtök áhugamanna, sem gert hafa sér Ijóst giidi ís- lenzka rímnakveðskaparins og vilja stuðla að sem beztri varðveizlu hans og rannsóknum á honum. Vinnur félagið að því að gefa út rímur á þann hátt, að þær séu aðgengilegar til lestrar hverjum sem hafa vill, en uppfylli jafnframt nauðsynlegustu ná- kvæmnikröfur vísindamanna og sérfræðinga á þessu sviði. Hafa þegar komið út á vegum félagsins níu væn bindi af rímum eftir valin skáld, og munu fleiri vera í undirbúningi. Eru þar m. a. prentaðar rxmur eftir Kolbein Grímsson Jöklaskáld, þann sem sagan segir að hafi kveðizt á við sjálfan kölska og borið sigur úr býtum svo sem alkunna er. Sömuleiðis hafa birzt þar rímur Hallgríms Péturssonar, en það hygg ég mörgum ókunnugt, að höfundur Passíusálmanna orti jafnframt rímur með ágætum árangri. Er þessi útgáfustarfsemi öll hin merkasta og mætti almenn- ingur gjarnan sýna henni meiri áhuga en verið hefur. Ég býst við, að flestir, sem þessar línur lesa, kann- ist við þessa ágætu vísu: Margt er sér til gamans gert, geði þungu kasta, það er ekki einskis vert að eyða tíð án lasta. Hitt er ég þó ekki jafnviss um, að allir viti, að þessi vísa er úr mansöng Tímarímu Jóns Sigurðs- sonar lögsagnara, magnaðs heimsádeilukvæðis, sem ort mun snemma á 18. öld og á sér skemmtilega sögu. Tímaríma var á sínum tíma allvinsæl, þótt hún hneykslaði suma, og hefur hún verið gefin

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.