Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Hermes - 01.07.1965, Blaðsíða 8
sem það kann að virðast nútímamönnum, en þar munu þó að nokkru leyti a. m. k. hafa legið sérstak- ar ástæður til grundvallar. Það gefur því að skilja, að ýmis þau atriði, sem gjarnan verða rithöfundum og skáldsagnahöfundum einna mestur þrándur í götu, reyndust rímnaskáldun- um næsta auðveld viðfangs. Er í því sambandi helzt að nefna sjálfstæða persónusköpun og trausta upp- byggingu efnisheildarinnar, sem í frásögn í bók- menntalegu listaverki þarf helzt að vera svo traust, að ekkert vanti og jafnvel ekki hinu minnsta smáat- riði sé ofaukið. Þessi atriði voru rímnaskáldunum í flestum tilvikum lögð fullbúin upp í hendurnar af höfundum sagnanna. Samkvæmt þessu er augljóst, að það atriði list- sköpunarinnar, sem rímnaskáldin hlutu í flestum til- vikum að einbeita kröftum sínum að, var hið ytra form eða sá búningur, sem efnisþræðinum og frá- sögninni voru gefin í rímunum. Af þessu leiðir aft- ur, að í velflestum góðum rímum er það fyrst og fremst formið eða búningurinn, sem gefur þeim gildi sitt, en ekki endilega söguþráðurinn, þótt hitt geti vissulega einnig komið fyrir, að hann skili sínu hlutverki á sjálfstæðan hátt með hinni mestu prýði. Verður nú vikið stuttlega að nokkrum þeim tækni- legu atriðum, sem rímnaskáldin beittu mest í þess- ari formsköpun sinni. I því efni er fyrst að nefna það, að þegar um lengri sögur var að ræða, var það föst venja að hluta þær niður og endursegja efni hvers hluta út af fyrir sig í einni og greinilega afmarkaðri rímu. Voru þessar rímur síðan tölusettar í númeraröð (1., 2., 3. ríma o. s. frv.) og öll heildin nefnd rímnaflokknr. Oftast hefst hver ríma á ávarpi, svonefndum mansöng, þar sem skáldið ávarpar áheyrendur sína og rabbar við þá um daginn og veginn nokkra stund, áður en hann heldur áfram með söguna. Svo sem nafnið bendir til, er mansöngvum oft beint til kvenna, gjarnan ógefinna, en annars má segja, að mansöngv- ar geti fjallað um flest milli himins og jarðar og myndi það æra óstöðugan að ætla sér að gera nokkra grein fyrir því atriði hér. Þó má nefna, að skáldin hafa það mjög fyrir sið að kvarta þar undan getu- leysi sínu og vankunnáttu, en það má enginn láta blekkja sig, því slíkt virðist hafa þótt sjálfsögð hóg- værð, að oft eru það einmitt beztu skáldin, sem bera sig aumlegast. Þá er að nefna það atriði, sem einna líklegast er til að reynast rímnalesendum nútímans seigt undir tönn, en það er notkun skáldamáls eða heita og kenninga í rímum. Það væri ákaflega æskilegt að geta rætt þetta efni allítarlega í þessu sambandi, en því mið- ur leyfir rúmið ekki, að drepið sé nema á allra nauð- synlegustu atriðin. Eins og kunnugt er, eru sjaldgæf orð, sem nær einungis koma fyrir í kveðskap, nefnd heiti, en kenningar eru hins vegar samsetningar tveggja (eða fleiri) nafnorða, og er annað í nefnifalli en hitt í eignarfalli og takmarkar á einn eða annan hátt merkingu hins fyrra. Mjög er misjafnt, í hve ríkum mæli rímnaskáld nota heiti og kenningar, yrkja sum hartnær án þeirra, en hjá öðrum er þau að finna í því nær hverri vísu. Kunnáttu sína í með- ferð og nýsmíði kenninga virðast rímnaskáldin í öll- um aðalatriðum sækja beint eða óbeint til Snorra- Eddu, sem nú orðið mun vera til á flestum heimil- um, og sakar ekki að geta þess, að í þeirri bók má oftast með lítilli fyrirhöfn finna réttar skýringar á torskildum kenningum, sem ókunnugir myndu að öðrum kosti standa ráðþrota frammi fyrir. Að öðru leyti er ekki rúm til að ræða þessi efni nánar hér,

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.