Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 4

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 4
ur öll met í aðsókn, þar mætti á þriðja hundrað manns úr öllum árgöngum, allt frá 1957 og upp- úr. Á þessum dansleik náðist það langþráða tak- mark, að jafnt yngri sem eldri nemendur mættu og skemmtu sér konunglega saman. Er enginn vafi á því, að án aðstoðar fulltrúaráðsins hefði þetta ekki verið mögulegt. Þeir höfðu samband við fóikið innan síns árgangs og út frá því tóku ár- gangarnir að hópa sig saman á dansleikinn. Full- trúaráðið er að mínum dómi ómissandi hjálpar- tæki í starfseminni í þessu efni og einnig á öðrum sviðum, svo sem viðhaldi spjaldskrár, innheimtu árgjalda o. fl. Þann 30. marz sl. fór valinn hópur félaga NSS að Bifröst í hina árlegu kynningarferð á starfsemi Nemendasambandsins. Héldu þeir kvöldvöku með mesta sóma á laugardagskvöldið, en að sunnu- deginum var keppt í skák, sem endaði með jafn- tefli, og síðan var háð æsispennandi körfubolta- keppni, sem endaði með eins stigs mun gestunum í vil. Var hópnum tekið af alkunnri gestrisni að Bifröst, og komu menn heim aftur mörgum árum yngri. I apríl efndi Nemendasambandið síðan til dans- leiks í skíðaskálanum í Hveradölum. Það hljóp heldur skrekkur í okkur, þegar við lögðum af stað í rútunni, en með henni fóru aðeins 15—20 manns. Óttinn reyndist þó til allrar hamingju ástæðulaus, því þegar til kom bættist við í hópinn með einka- bílum og alls komu á dansleikinn 40—50 manns, og stemningin í bezta lagi. Þann 1. maí fóru tveir fulltrúar úr stjórn Nem- endasambandsins að Bifröst og sátu skólaslitin, en að þeim loknum afhentu þeir útskrifuðum nem- endum hring NSS og spjald með kveðju Nemenda- sambandsins og árnaðaróskum með daginn. Voru þeir útskrifuðu margir fölir og teknir í andliti eftir prófin, en þegar kom á dansleikinn í Tjarnar- búð, færðist roði í kinnarnar, og var dansað af hjartans lyst xrndir músikkinni frá Krystal en með- limir þeirrar hljómsveitar eru flestir gamlir Bif- restingar. Gerð var tilraun til sumarferðalags, en hún rann út í sandinn, eins og því miður fleiri til- raunir með sumarferðalög undanfarin ár. Virðist tæplega grundvöllur fyrir þeim. Sumarið er stutt og fólk dreift um allt í sumarleyfum, og svo er eins og allar helgar séu ásetnar af hvers konar mótum og samkomum, sem draga til sín, en frá okkur. Síðasta verkefni stjórnarinnar var að sjálfsögðu þetta nemendamót, en henni til aðstoðar var skip- uð sérstök skemmtinefnd, sem sá um undirbún- ing kvöldvökunnar, skráningu þátttakenda o. fl. Svo sem kunnugt er, verður Nemendasamband samvinnuskólans 10 ára á þessu ári, eða nánar tiltekið 14. september n. k. Mun Nemendasam- bandið á þessu 10. afmælisári hefja sölu á fánum Nemendasambandsins, sem þið hafið séð skreyta borðin hér á þessu nemendamóti. Spjaldskrárritari Nemendasambandsins, Guð- mundur Jóelsson, sem er kominn til útlanda til náms, getur því miður ekki verið með okkur hér, en flytur ykkur kveðju sína og biður ykkur um leið að muna nú eftir að tilkynna til spjaldskrár- ritarans nýja breytingar á heimilisfangi, svo við getum haft spjaldskrána í góðu lagi á hverjum tíma. Eg þakka meðstjórnendum mínum gott starf og ánægjuleg kynni á starfsárinu, ég þakka full- trúunum í fulltrúaráðinu fyrir þeirra góða skerf og ómissandi þátttöku í starfseminni og auk þess þakka ég þeim fjöldmörgu félögum, sem hafa létt undir og gert starf okkar í stjórninni ánægjulegt.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.