Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 38

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 38
Nemendasamband Samvinnuskólans fyllir áður en langt um líður ellefta starfsár sitt. I grein, sem fyrrverandi formaður NSS, Júlíus K. Valdimars- son reit í afmælisblað Vefarans um sögu NSS stendur eftirfarandi: „Tilgangur sambandsins er að vinna að vexti og viðgangi Samvinnuskólans og efla kynni meðal jmgri og eldri nemenda." Því er vitað til þessa nú, „að við,“ félagar í NSS hljótum að verða að leggja fyrir okkur ýmsar Um- hugsunar- efni spurningar varðandi þessi atriði um tilgang NSS áður en langt um líður. Er reyndar orðið mjög brýnt, að við hyggjum þar alvarlega að ýmsu. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum, að margt er nú rætt varðandi framtiðarstöðu Sam- vinnuskólans að Bifröst. Ýmsir vilja flutning hans aftur til Reykjavíkur og jafnvel heyrast raddir um að leggja hann niður. Getum við látið slíkan gang mála afskiptalausan? Hver er reynsla okk- ar sem nemendur frá Bifröst og hverjar eru skoð- anir okkar um tilgang og áhrif Samvinnuskólans í nútíð og framtíð? Er það ekki tilgangur samtaka okkar að vinna að vexti og viðgangi Samvinnu- skólans? Slíkar og þvílíkar spurningar verðum við að leggja fyrir okkur. I mínum huga er Bifröst slíkur gróðrarreitur að þar má ekkert illgresi vaxa hvað þá auðn. Ég held að við Bifrestingar getuin öll sameinast um að leita beri annarra úrræða en að flýja á mölina. Ég hef oft velt því fyrir mér, hve gaman það væri af NSS ætti sumarhús í nágrenni Bifrastar og hefði þar aðstöðu til sumarstarfs. Því ekki að kanna þetta mál? Skemmtileg hugmynd væri líka ef NSS gæti boðið upp á ódýra dvöl á hótelinu á Bifröst t. d. ef til væri sjóður, sem verðlaunaði ný- gifta Bifrestinga eða þá, sem hefðu verið í NSS í 10 eða 15 ár með ókeypis dvöl á hótelinu. Margt fleira kemur í hugann varðandi starf NSS t. d. hjónaklúbbar og eiginkvennaklúbbar, sem gætu t. d. safnað fé í hótelsjóðinn með tilliti til mikilla hæfileika kvenna í söfnunarmálum. Þá fara barna- böll væntanlega að verða meðal fastra liða í fé- lagsstarfinu og þannig má lengi telja. Umfram allt: Stöndum saman um skólann okk- ar og sýnum með samtakamætti og félagshyggju að sitthvað höfum við lært á Bifröst. Reynir Ingibjartsson

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.