Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 15

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 15
Bjarni Aðalgeirsson mun vera frægastur þeirra skíðamanna, er á Bifröst hafa dvalið — enda gekk hann á skíðum, þótt aðrir sæju engan snjó nema á efstu tindum Grábrókar og þar fyrir ofan. Bjami stendur nú í ströngu við húsbyggingu, og eru því sólarhringar hans lengri en annarra manna. Svipuð eru örlög Guðmundar Bjarnasonar, sem byggir við hlið Bjarna, enda mennimir samrýmd- ir. Atvinna Guðmundar er annars sú að telja pen- inga Samvinnubankans, það litla sem eftir var, þegar Einar Njálsson flutti suður. . Þriðji Bifrestingurinn í ,,Snobbhill“ Húsavíkur er Jónína Málfríður Sigtryggsdóttir. Hefur hún helgað sig eiginkonuhlutverkinu og fjölgað þjóð- inni um 4. Annar fulltrúi veika (sterka) kjmsins í þessum hópi er Helga Karlsdóttir. Starfar hún á bifreiða- verkstæði og innheimtir greiðslur fyrir brotin drifsköft, sprungna hjólbarða, bensínstíflur o. þ. h. Tómstundaiðja hennar er langlínusamtöl við Suð- urland. Á Laugavöllum í Reykjadal á Halldóra Aðal- steinsdóttir heima og stýrir búi með föður sínum. Þar gróa grös fyrr og betur en annars staðar. Oft má sjá Volkswagenbifreið brima í bæinn um níuleytið á morgnana. Hreiðar Karlsson heitir stjórnandinn og kemur úr Kvennaskólanum að Laugum. Þar verður hann að hafa annan fótinn, en hinn hér á Húsavík. Á milli þessarra staða eru 42 kílómetrar. Hreiðar er sveit sinni trúr og trygg- ur og hefur við þriðja mann tvívegis tekið þátt í spurningakeppni Héraðssambands S-Þing., en varð nú fyrir skömmu að bíta í það súra epli, að menn úr Köldukinn vissu betur. Flatey á Skjálfanda hefur margan hraustan sjó- mann alið. Einn slíkur er Guðmundur A. Hólm- geirsson, sem trúlega hefur stýrt fleiri fleytum og Gott fyrir ísbirni, ekki satt? drepið fleiri þorska en aðrir Bifrestingar. Nú er hann lagztur við landfestar á Húsavík og sinnir þýðingarmiklum störfum við lágreista fjárhirzlu Húsavíkurkaupstaðar. Og ekki megum við gleyma tengslum Mývetn- inga við heimsmenninguna. Þar er framleiddur kís ilgúr og gufurafmagn — þangað smýgur sjónvarps- geislinn gegnum Ljósavatnsskarð og þar selur Jón Illugason þreyttum ferðalöngum harðfisk, kók og vargskýlur. Auk þess situr hann í hreppsnefnd og semur við erlent auðvald um hinn mývetnska leir. Stormasamt er nú í þjóðfélaginu, veðurfar rysj- ótt og hafís fyrir Norðurlandi. Þó má sjá, að sam- vinnuandi þrífst enn meðal Þingeyinga og að ekki er allur vindur úr þeim horfinn. Með samvinnukveðju Þórhallur Björnsson Haukur Logason Hreiðar Karlsson

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.