Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 22

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 22
röst með því að leggja fyrir hann nokkrar spurn- ingar. — Hvernig hefur þér líkað vistin hér að Bif- röst? „Fósturlandsins Freyja" — Fró fegurðarsamkeppni karla 1968—1969. Frófarandi spókonungur drúpir höfði, eftir að hann hefur krýnt hin nýju konungshjón og tilkynnt að hann hyggist ganga í klaust- ur. Til vinstri er biskup, en hœgra megin mó sjó stallara konungs. Hin nýkrýndu konungshjón í hósœti. — Dável, ég hef braggazt mikið á þessum árum ef ég má nota það orð. Mér finnst ekki hægt að hugsa sér betri stað en þennan fyrir skóla, og kemur þar margt til. Hér er mikil náttúrufegurð, og hér gefst gott tækifæri til tómstundastarfa. — Hefurðu vinnu að námi loknu? — Nei, því er ekki að heilsa. Ætli ég verði ekki að fara á „styrkinn“, ef atvinnuhorfur breytast ekki. Hins vegar hef ég fullan hug á að vinna fyrir samvinnuhreyf inguna. — Hvað viltu segja um Grábrókarátökin, sem fræg eru orðin? — Það er fátt eitt um þau að segja. Þær réðust þarna á mig varnarlausan, en tókst ekki að fram- kvæma ætlunarverk sitt. Kom það mest til af því skipulagsleysi sem alltaf einkennir störf kvenna. —• Hver heldurðu að hafi verið ætlun þeirra með þessum aðgerðum? —• Ætlunin var fyrst og fremst sú, að „fórna“, svo ég noti þau orð sem þær sjálfar notuðu á fundinum, þegar þetta var ákveðið. Ég veit hvað þeim fór þar í milli, og var ekki að heyra, að þær hefðu neinar hugmyndir um það hvað ,,fórn“ í raun og veru er. — Eitthvað að lokum. — Ég vona að sem flest bekkjasystkina minna gerist félagar í Nemendasambandinu. Þessi sam- tök eiga og verða að starfa með blóma, en til þess að svo megi verða, verða allir að leggja eitthvað af mörkum. Ég tek undir þau orð Þorleifs, og sendi að end- ingu beztu kveðjur okkar Bifrestinga til lesenda Hermesar. Bifröst, 21. apríl Atli Freyr Guðmundsson.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.