Hús & Búnaður - 01.06.1968, Page 11

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Page 11
MYNDAVÉLA UMHIRÐA Myndavél er viðkvæmur hlutur, sem þarfnast nærgætni og góðrar umhirðu; skorti þar á, er voði vís, árangur Ijósmyndarans verður lak- ari en þurft hefði að vera og end- ing vélarinnar verri Hér á eftir verður reynt að gefa leiðbeiningar, sem að gagni mega koma byrjanda. Þetta eiga ekki að vera tæmandi reglur, einungis ráð- leggingar sem geta firrt ykkur mörgu leiðindavafstri og sparað drjúgan skilding. (1) Berið leðurfeiti á tösku og ól- ar myndavélarinnar. Gerið þetta strax. Með þessu verjið þið leðrið fyrir raka og gerið það ónæmara fyrir rispum. (2) Versti óvinur vélarinnar er ryk. Forðizt að leggja vélina frá ykk- ur í sand eða mold. Ef þið eruð með myndavél í sand- eða moldroki, berið hana þá undir yfirhöfn; reyndar gildir sama regnveður. Að afloknu dags- verki skuluð þið hreinsa vélina með ryksugu og þurrka vel af henni. (3) Forðizt að vera með myndavél- ar of nálægt hverum og þá a.m. k. ekki lengi í senn, því að efni í hveragufunni geta setzt á lins- ur og spegilgler véla og eyði- lagt, a.m.k. getur orðið afar erf- itt að ná þessum efnum af. Svipuðu máli gegnir reyndar um særok. Margir af þeim sem fóru út í Surtsey á bátum komu heim með skemmdar vélar vegna þess að sjávarselta hafði komizt inn í verk myndavélanna eða á linsur þeirra. (4) Við snöggar hitabreytingar t.d. ef þið komið með myndavél úr frosti og inn í stofuhita, sezt móða á linsuna. í þessu ástandi megið þið ekki ganga frá vélum ykkar í töskur, og skiptilinsum í hulstur, og láta síðan upp í skáp. Ef þið gerið þetta, slaga þessir hlutir og geta stór- skemmzt. í stað þess skuluð þið lofa þeim að standa um stund, þar til öll móða er horfin af glerjunum. Þá skuluð þið þurrka vandlega rakann af stálinu, og síðan megið þið pakka þessum hlutum inn. (5) Linsan er sá hlutur sem þýðing- armest er að halda vel hreinum og óskemmdum. Til þess þurf- um við ýmsa hjálparhluti, sem þó kosta ekki mikið fé. Tilvalið er að eiga litla gúmblöðru-dælu, en þær fást í lyfjabúðum. Með henni getum við blásið ryki af linsu, sjóngleri, speglum og öðr- um hlutum vélarinnar. Ef dælan dugar ekki, notum við mjúkan linsubursta eða sérstakan papp- ír, sem hvort tveggja fæst í Ijós- myndavöruverzlunum. (6) Aldrei skal koma við linsuglerið með fingrum eða nokkrum að- skotahlutum öðrum en hér hafa verið nefndir. Linsu verður reyndar bezt hlíft við hnjaski og ryki með því að hafa þá reglu að nota ævinlega einhverskon- ar Ijóssíu (filter), eftir því sem við á. (7) Fyrir alla muni verjið vélina fyrir höggum. Leggið vélina aldrei lausa frá ykkur í bíl. Ekki þarf annað en bíllinn hemli snögg- lega, að maður tali ekki um á- rekstur eða veltu, og vélin getur stórskemmzt. Gangið einnig úr skugga um, að ólar séu sterkar og festingar þeirra öruggar. (8) Ef þið eruð með skiptilinsur í sérstökum plast- eða leður- hulstrum er hætta á, að hulstrin séu það rúm, að linsurnar skrölti innan í. Þetta ber að varast, og er ágætt að fylla upp með svampi eða frauðplasti. (9) Gætið þess, ef vélar eða lins- ur eru ekki í notkun, að setja til- heyrandi lok yfir glerið; og ef um lausar linsur er að ræða, þá lok á báða enda þeirra. Þcssi mynd hlaut 1. verðlaun í ljósmyndasamkcppni Félass áhugaljósmyndara s.l. vetur. Höfundur er OTTI PÉTURSSON

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.