Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 4
Aðalfundur KÞ 1997 Árið 1997, sunnudaginn 13. apríl, var aðalfiindur KÞ haldinn í Félagsheimili Húsavíkur. Formaður Egill Olgeirsson setti fund og bauð fulltrúadeildannavelkomna. í upphafi fúndar minntist fúndurinn látinna félaga. 1. Dagskrá fundarins: Formaðurauglýsti eftirtillögumum fúndarstjóra, og bar fram tillögu um eftirtalda menn: Helga Jónasson frá Grænavatni og Þormóð Ásvaldsson frá Ökrum. Tillagan var samþykkt samhljóða. Helgi Jónasson tók þá við stjóm fundarins. 2. Skýrsla stjórnar: Egill Olgeirsson formaður sagði engin teikn á lofti um betri tíð fyrir samvinnufélögin, heldur væri enn uppi kröfúr um aukna hagræðingu i ff amleiðslu og úrvinnslu svo og lægra verð til neytenda. Félagsstjóm hefúrhaldið 14 formlega stjómarfúndi milli aðalfúnda '96 og '97. Heildarvelta félagsins eykst vemlega milli ára eðaum20,5%. Svartikaflinn í þessuuppgjöri erútreiðin í Miðbæ. Rekstur Mj ólkursamlagsins gekk vel á liðnu ári og hagnaður af starfsemi þess. Framtíðarsýn Egils um framtíð og skipulag KÞ. Sambandsins Kaupfélagið verði áfram samvinnufélag sem byggi á hugmyndum samvinnureglnanna "Lýðræði - Sannvirði - Þátttaka. Möguleikar KÞ í framtíðinni em miklir, ef það byggir á fyrmefndum samvinnureglum, setur sér skýr markmið sem félagsmenn geta stutt og staðið saman um, byggðalaginu til góða. Félagið verði rekið sem ein sterk heild, sem hafi styrk til að takast á við ný og krefjandi verkefni í nútíð og framtíð. Félagið leggi ríka áherslu á að hafa öflugt og fúllkomið upplýsingakerfí er nýti nýjustu tækni á hverjum tíma m.a. til að sérgreina einstök rekstrarsvið í bókhaldi og sérhæfingu (rekstrarþátta) samvinnufélagsins. Kostir upplýsingatækninnar verði nýttir til eflingar Samvinnufélagsforminu, og með því tengdir saman hagsmunir félagsins og félagsmanna. Samkeppni fer harðnandi á öllum sviðum - auknar kröfúr þarf að gera til stjómenda og starfsfólks KÞ. KÞ verði öflugt og traust samvinnufélag sem gegni forystuhlutverki í Þingeyjarsýslu á sviði afúrðameðferða, framleiðslu, verslunarogþjónustu svo og eflingar atvinnulífs og nýsköpunar. Félagið verði í fremstu röð fyrirtækja í matvælaiðnaði á í slandi fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. KÞ verði í framvarðarsveit samvinnufélaga landsins i því hlutverki að móta samvinnustarfið til framtíðar, þar sem öflug fjöl- og margmiðlun verði nýtt til að kynna stefnuna og nýjum kynslóðum leikreglur samvinnufélaganna. Þannig taki félagið virkan þátt í að efla samvinnustarfið í landinu og geri samvinnustefiiuna og samvinnufólkið að nýju afgerandi afli í íslensku þjóðfélagi. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Þorgeir Bj öm Hlöðversson kaupfélagsstj óri sagði mikið um að vera hj á hinu 115 ára gamla Kaupfélagi Þingeyinga. Veltuaukning á síðasta ári var rúm 20%. Hann þakkaði starfsfólki vel unnin störf. Þorgeir kynnti síðan niðurstöður ársreiknings, hagnaður KÞ varð 256 þúsund krónur. Helgi Jónasson frá Grœnavatni var fundarstjóri eins og svo oft áður. Mynd ÞA 4

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.