Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Boðberi K.Þ. - 01.05.1997, Blaðsíða 11
Vísnahorn VII Þetta vísnahorn verður i'ir ýmsum áttum, en innihaldið vonandi býsna gott samt. A deildarfundi i Aðaldal fyrir allmörgum árum var rætt um tölvubókhald, ágæti þess og nauðsyn og sýndist sitt hverjum, eins og oftar. Kjartan á Hraunkoti og Sigurður á Búvöllum tóku til máls, en Hálfdán skráði með sínum hætti. Kjartan og Sigurður eru i efa um ágœti nýjunganna, og tölvunni hálfgert homauga gefa að hœtti gœtinna manna. Þeir trúa ekki að þjónustu betri hún bjóði né bókhaldið lagi í neinu. Þeir helst vilja tölvur úr holdi og blóði, eins og Hrefnu, Rakel og Steinu. Hálfdán Bjömsson í Boðbera KÞ þann 13.júni 1939 voru birt úrslit úr hringhendusamkeppni, sem Boðberinn hafði efnt til. Dómnefndin hafði úr 80 vísum að velja, en taldi þrjár þeirra "verðlaunahæfastar", eins ogþaðvarorðað. Þá voru þær birtar i stafrófsröð, en ekki gert upp á milli þeirra að öðru leyti. Þessar hringhendur langar mignú að hirta á nýjan leik, þótt sumarséu löngu þjóðkunnar. Mérfinnst ákaflega bjartyfirþessari visu, þótt ég viti ekki tildrög hennar, en trúlega er hún gerð á efri árum höfundarins. Þegar æskan átti völd, allt var þá með snilli. Sólskinsmorgnar, sólskinskvöld, sólskin þar á milli. Indríði Þórkelsson. Þvi siður veit ég deili á uppruna hinnar næstu, en handbragðið bregst ekki: Viti gamlir veðrín á sig, veturinn hér tekst að þreyja. En hvemig vorið verkar á mig vil ég ekki neinum segja. Höskuldur Einarsson. Margir hafa ort hlýlega um visnagerðina eða hina islensku stöku. Þetta sýnishom fann ég nýlega. Ferskeytlu sem fer um sal, fiutt afskáldi nýju, minnsta kosti meta skal móti sinfóniu. Vísa góð sem verður til um vorið eða fossinn, hún á að færa öllum yl eins ogfýrsti kossinn. Baldur Baldvinsson. Andans saga öld og dag er sem fagurt kvæði. Yrkja brag við lifsins lag list og hagnýtfræði. Steingrímur Baldvinsson. Eikin háa draup og dó, dauðinn máir alla. Það er stráum þessum fró þegar dáin falla. Kristján Karlsson. Þegar vindar þyrla snjá þagna og blindast álar; það eryndi að eiga þá auðar lindir sálar. Heiðrekur Guðmundsson. Mig langar að enda hér með vísu sem mér finnst einstaklega hlýleg. Oft mér veitir innrí frið yndi sólarlagsins, þó aldrei gæti ég oróið við öllum kröfum dagsins. Karl Sigtryggsson. Með sumarkveðju, Hreiðar Karlsspn. 11

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.