Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fargjöld í innanlandsflugi hækka og rekstur Flugfélags Íslands verður erfiður þegar hækkanir á lendingar- og farþegagjöldum á Reykjavíkur- flugvelli verða að veruleika á næsta ári. Þetta segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands. Hækkanirnar nema 250 milljón- um, þær eru samkvæmt samgöngu- áætlun til næstu fjögurra ára og eiga að koma til framkvæmda í tveimur jafnstórum áföngum 2012 og 2013. Þetta verður nýtt í fram- kvæmdir og viðhald. Árni segir gjaldahækkunina ekki hafa verið kynnta forsvarsmönnum flugfélagsins. Hann segist hafa átt von á einhverjum hækkunum um áramótin, en að þær yrðu nokkru minni. „Við lásum í samgönguáætl- uninni að okkur ber að borga 250 milljónum meira til hins opinbera. Þetta mun augljóslega hafa áhrif á fargjöldin til hækkunar, það er al- veg ljóst. Það er ekkert óeðlilegt við að gjöld hækki í samræmi við verð- lag og annað slíkt. En að hækkunin yrði í þessum stærðarflokki; því átt- um við engan veginn von á. Þetta verða 125 milljónir á næsta ári og hefur veruleg áhrif á reksturinn.“ Margvísleg gjöld lögð á félagið Að sögn Árna hafa ýmis gjöld ver- ið lögð á félagið undanfarin ár. Erf- itt sé að sjá hversu lengi það geti haldið áfram. „Það er verið að tví- skatta okkur vegna kolefnisblásturs; bæði vegna útblásturs á eldsneyti sem við greiðum til ríksins og frá janúar 2012 þurfum við að borga samkvæmt evrópsku kerfi, ETS. Síðan hafa bæði lendingar- og far- þegagjöld hækkað á okkur og skatt- ar á eldsneyti og eldsneytisverðið sjálft hefur hækkað.“ Árni segir tak- mörk fyrir því hvað markaðurinn geti þolað í verðhækkunum. „Þetta fer beint út í verðið. Ef það verður of hátt, þá fáum við miklu færri far- þega. Það má heldur ekki gleyma að þetta hefur mikil áhrif á búsetu og verslun á landsbyggðinni.“ Margir þættir hafa áhrif á far- gjöld, að sögn Árna. „Allir kostn- aðarliðir hafa áhrif á verðmynd- unina; rekstrarkostnaður, eldsneyti, viðhald og opinber gjöld, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Undanfarin tíu ár, eða þar um bil, hefur félagið verið rekið án taps. „Þetta hefur verið gríðarlega erfitt, sérstaklega undanfarin þrjú ár í kjölfar hrunsins. Farþegum fækkaði verulega árin 2009 og 2010, en í ár hefur verið hæg aukning. En maður sér ekki fram á að það muni halda áfram ef kostnaður eykst svona mikið,“ segir Árni. »18 Hærri fargjöld og erfiður róður  Flugfélag Íslands þarf að greiða 250 milljónir í lendingar- og farþegagjöld á næstu tveimur árum  Áttu ekki von á hækkun í þessum stærðarflokki  Gjöldin hafa veruleg áhrif á rekstur flugfélagsins Flugfélagið Fargjald mun hækka. „Okkur hefur tekist að halda okkur réttum megin við núllið, en ekkert meira en svo, und- anfarin tíu ár. Þá gerðum við verulegar breytingar á rekstr- inum,“ segir Árni. „Við tókum út nokkrar leiðir sem voru ekki að bera sig og gerðum breytingar á söluferlinu, tókum upp netið sem helsta sölutæki og höfum hagrætt gríðarlega í rekstr- inum.“ Réttum megin við núllið FLUGFÉLAG ÍSLANDS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Auðvitað eru hræringar á markaðn- um og alltaf einhver áhætta í slíku. Við erum þeirrar skoðunar að hug- myndafræði eins og IKEA muni ganga í kreppu eins og góðæri,“ seg- ir Sigurður Gísli Pálmason sem ásamt Jóni bróður sínum hefur stofnað fyrirtæki í Litháen til að byggja upp og reka stórverslun und- ir merkjum IKEA í höfuðborginni Vilníus. Fyrirtæki Jóns og Sigurðar Gísla og móðurfyrirtækis IKEA, Felit, hefur keypt lóð undir starfsemina í útjaðri borgarinnar, nærri alþjóða- flugvellinum, og borgaryfirvöld hafa gengið frá skipulagi. Tilkynnt var um áform um uppbyggingu á sam- eiginlegum blaðamannafundi Art- uras Zuokas, borgarstjóra Vilníus, fjárfestingarstofu Litháen og Felit í gær. Fleiri verslanir á döfinni Áformað er að hefja framkvæmdir næsta vor og að verslun verði opnuð haustið 2013. Verslun IKEA verður um 25 þúsund fermetrar að stærð, heldur stærri en verslun IKEA í Garðabæ. Kostnaður við uppbygginguna er áætlaður um 45 milljónir evra sem svarar til um 7 milljarða íslenskra króna. Sigurður Gísli segir að verk- efnið sé fullfjármagnað, að öllu leyti frá útlöndum. Verslanir IKEA hafa víða dregið að sér aðrar smásöluverslanir. Gert er ráð fyrir því í skipulagi verslunar- svæðisins í Vilníus að svo geti orðið. Sigurður Gísli segir að það sé viða- mikið verkefni sem ekki sé víst að byggist upp á sama tíma. Markaðs- aðstæður ráði því. Tekur Sigurður Gísli fram að þeir bræður muni ein- beita sér að því að reisa og reka IKEA-verslun og hin framkvæmdin verði ekki beint á þeirra vegum. Sigurður Gísli og Jón eru rekstr- araðilar IKEA á Íslandi en sam- starfssamningur þeirra við IKEA nær einnig til Eystra- saltslandanna. „Við munum einbeita okkur að því sem við erum að gera í Litháen. Þegar sá rekstur hefur sannað sig munum við meta framhaldið. Ef allt gengur að óskum verður það grund- völlur fyrir fleiri verslunum,“ segir Sigurður Gísli um fram- haldið. Gengur í kreppu eins og góðæri  Rekstraraðilar IKEA á Íslandi byggja upp í Litháen Morgunblaðið/Eyþór IKEA Verslun sem IKEA opnaði í Kauptúni í Garðabæ 2006 var stærsta verslun sem opnuð hefur verið hérlendis. Magnús Ármann og Kevin Gerald Stanford þurfa hvor um sig að greiða Arion banka hf. 240 milljónir króna vegna skiptrar sjálfskuldarábyrgðar fyrir láni félags þeirra Materia In- vest ehf. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í janúar þar sem Materia Invest ehf. er gert að greiða Arion banka hf. tæpa 6,4 milljarða, en þar af greiði Magnús og Stanford fyrrgreindar upphæðir. Arion banki höfðaði mál til greiðslu skuldar aðilanna vegna lánasamn- ings sem forveri hans, Kaupþing banki, gerði með þeim 16. nóvember 2005, að upphæð 4,2 milljarðar króna til kaupa á hlutabréfum í FL Group hf., með handveði í þeim. Var lánið kúlulán sem skyldi greiðast í einni greiðslu í nóvember 2008. Gerðir voru viðaukar við lánið og ógreiddir gjaldfallnir vextir færðir til lokagreiðslu þess. Gjaldfallin skuld með vöxtum í byrjun árs 2009 nam því 6,4 milljörðum, sem er stefnufjár- hæðin. Féllst dómurinn ekki á varnir Magnúsar og Stanfords, sem sneru m.a. annars að því að greiðsla ábyrgðar væri umfram lánsfjárhæð, lánið hefði verið ranglega gjaldfellt, né að bankinn hefði vanrækt að beina greiðsluáskorun að þeim og greiðslu- skylda því ekki stofnast. Vísaði Hæstiréttur þar til forsendna hér- aðsdóms sem byggðust m.a. á skil- málum lánasamningsins. Materia Invest er fjárfestingafélag í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar. Félagið átti m.a. stóran hlut í Stoð- um. sigrunrosa@mbl.is Greiði 240 milljónir hvor  Materia Invest greiði 6,4 milljarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Niðurstaða Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um greiðsluskyldu. IKEA hefur verið á Íslandi í þrjá- tíu ár. Fyrirtækið tók í notkun núverandi verslunarhúsnæði í Kauptúni í Garðabæ 2006. Fyrsta verslun IKEA hér á landi var deild í Hagkaupum í Skeifunni. Fjórum árum seinna var opnuð verslun í Kringlunni og 1994 var flutt í Holtagarða. IKEA var stofnað í Svíþjóð af Ingvar Kamprad en er nú al- þjóðlegt fyrirtæki. Hátt í 300 verslanir eru reknar undir merkjum IKEA í á fjórða tug landa. IKEA er þekkt fyrir hönnun tiltölulega ódýrra hús- gagna í flötum pakkn- ingum og er nú einn helsti húsgagnafram- leiðandi heims. Marg- víslegar aðrar heim- ilisvörur eru til sölu í verslunum þess. 300 verslanir um allan heim IKEA Á ÍSLANDI Í 30 ÁR Sigurður Gísli Pálmason Góð sala var í minkaskinnum á fyrsta loðskinnauppboði sölu- tímabilsins í Kaupmannahöfn í gær og verð á svipuðu róli og í fyrra. Byrjunin þykir lofa góðu fyrir fram- haldið í vetur. „Þetta fer bara vel af stað, það er 100% sala og markaðurinn virðist vera í jafnvægi,“ sagði Einar E. Ein- arsson, ráðunautur Bændasamtak- anna í loðdýrarækt. „Verðið var svo hátt í fyrra að menn trúðu því ekki að það héldist svona hátt lengi. Þeir hafa frekar átt von á að verðið leiti eitthvað niður á við en eftirspurnin er gríðarleg.“ Uppboðið hófst í fyrradag með sölu á refaskinnum, chinchilla og öðrum sjaldgæfari skinnategundum. Í gærmorgun var byrjað að bjóða upp minkaskinn og verður því hald- ið áfram þar til í kvöld. Einar sagði að högnaskinn hefðu hækkað lít- illega en feldir af læðum lækkað lítið eitt. Segja megi að verðið sé stöðugt. Boðnar eru til sölu 1,4 milljónir minkaskinna á uppboðinu. Af þeim voru ekki nema tvö til þrjú þúsund íslensk minkaskinn, að því er Einar taldi. Þetta var fyrsta og jafnframt minnsta uppboð sölutímabilsins. Eft- ir er að halda fjögur uppboð hjá Co- penhagen Fur á þessu sölutímabili og má vænta þess að meira verði af íslenskum minkaskinnum á þeim uppboðum sem eftir eru. gudni@mbl.is Minkaskinn seljast vel Morgunblaðið/Ómar Minkaskinn Skinn seldust vel á fyrsta skinnauppboði vetrarins.  Verð á svipuðu róli og í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.