Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 4
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Búslóð Skafta Jónssonar, sendi- ráðunautar við sendiráð Íslands í Washington, og konu hans, Krist- ínar Þorsteinsdóttur, skemmdist mikið í apríl á þessu ári í flutningi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Bú- slóðin var tryggð fyrir á sjöttu milljón króna, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Á grund- velli mats var búslóðin hins vegar bætt af ríkinu fyrir 75 milljónir króna samkvæmt aukafjárlögum sem samþykkt voru fyrir skemmstu. Fram hefur komið að hluti um- ræddrar tryggingar hafi verið keyptur af Skafta sjálfum til við- bótar við þá tryggingu sem ríkið keypti vegna flutninganna. Pétur Ásgeirsson, sviðstjóri rekstrar- og þjónustusviðs utanríkisráðuneyt- isins, segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að svo hafi ekki ver- ið heldur hafi einungis verið um að ræða tryggingu sem tekin var af hálfu ríkisins. Þá hafi trygg- ingin ekki verið hugsuð sem al- trygging heldur einungis vegna mögulegs tjóns af hnjaski og skrámum. Mikið tjón í hafi Á leið sinni til Richmond í Virg- iníu-ríki í Bandaríkjunum í apríl varð gámaflutningaskip Eimskips, Reykjafoss, fyrir ólagi sem reið yfir skipið með þeim afleiðingum að sjór komst inn í 20 feta gám með búslóð Skafta og Kristínar sem var neðst í lest skipsins. Ástand búslóðarinnar kom hins vegar ekki í ljós fyrr en gámurinn var opnaður til tollskoðunar en þá hafði hann beðið þess í nokkra sól- arhringa í miklum hita. Reyndist búslóðin þá hafa orðið fyrir miklum skemmdum af völd- um vatns og myglu en hluti henn- ar var nokkur fjöldi málverka og ýmsir aðrir listmunir auk meðal annars fatnaðar og húsgagna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var í kjölfarið farið í gegnum búslóðina með nákvæm- um hætti, að Skafta og Kristínu viðstöddum, með það fyrir augum að leggja mat á ástand hennar og því hent sem talið var gjörónýtt. Þá var bandarískt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í að reyna að bjarga verðmætum sem orðið hafa fyrir skemmdum, fengið til þess að fara í gegnum málverkin og listmunina ásamt þeim hjónum og leggja mat á það hvort hugsanlega væri hægt að lagfæra þær skemmdir sem orðið höfðu á þeim. Niðurstaða þeirrar vinnu var, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, sú að nokkur fjöldi verka mun hafa verið lagfærður af umræddu fyrirtæki. Fyrirtækið lagði hins vegar ekki sérstakt mat á það fjárhagstjón sem orðið hefði á búslóðinni. Tryggð fyrir á sjöttu milljón en 75 bættar Morgunblaðið/Golli Tjón Bandarískt fyrirtæki skoðaði búslóðina en lagði ekki mat á fjártjónið.  Búslóð sendi- ráðunautar og konu hans skemmdist mikið 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Umræðum um frumvarp fjármála- ráðherra um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, bandorminn, var frestað að- faranótt fimmtudags en haldið áfram í gærmorgun. Ætlunin er að hlé verði gert á þingstörfum í dag vegna jólanna en óvíst er hvort sú áætlun gangi eftir. Þótt bandorminum væri hleypt í gegnum fyrri umræðu án málþófs eru meira en tveir tugir ann- arra mála enn óafgreiddir, oft er um mikilvæg mál að ræða. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sagði í gær að vonir stæðu til að takast myndi að standa að mestu við starfsáætlunina. „En það á bara eftir að koma í ljós. Þing- menn eru tala saman, hafa verið að því í gær og í nótt, þannig gengur þetta yfirleitt fyrir sig, menn eru að fikra sig að samkomulagi,“ sagði Ásta Ragnheiður. Hún sagði aðspurð að stundum hefðu horfurnar fyrir jólafrí verið verri en núna. Oft verður nokkur urgur meðal stjórnarandstæðinga ef þeim finnst að ekki sé tekið nægilegt tillit til sjónarmiða þeirra. Og svo virðist vera núna. Hvað segja þingmenn andstöðunnar? „Það er búið að svíkja svo mörg loforð að sumir eru farnir að nota nýtt hugtak, raðsvik,“ sagði einn þeirra. Heimildarmenn segja að það verði nánast ómótstæðileg freisting fyrir þá að egna upp deilur meðal stjórnarliða og tjá sig ítarlega um til- lögu er gengur út á að gerðar verði hljóðupptökur af öllum ríkisstjórn- arfundum. Um var að ræða mikið hjartans mál Hreyfingarinnar en einnig Þrá- ins Bertelssonar, þingmanns VG. Hann gerði samþykkt tillögunnar að skilyrði fyrir því að samþykkja fjár- lögin. En nú hafa stjórnarflokkanrir heykst á að framkvæma hugmynd- ina, af ýmsum ástæðum. Bent hefur verið á að verði hug- myndin að veruleika sé líklegt að ráðherrar muni forðast að ræða ýmis viðkvæm trúnaðarmál á sjálfum fundunum. Það verði gert á leynileg- um fundum á göngunum. Langur og umdeildur ormur Bandormur Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra er að venju langur og umdeildur. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að tekjuöflun rík- issjóðs verði í samræmi við forsend- ur fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár. Þessum breytingum má skipta í fjóra meginflokka. Í fyrsta lagi breytingar sem tengj- ast yfirlýsingu stjórnvalda sem ætl- að var að liðka fyrir gerð kjarasamn- inga í maí á þessu ári. Í öðru lagi eru sérstakar tekjuöflunaraðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst nota til að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á næstu árum. Í þriðja lagi er svo um að ræða hækkanir á krónutölusköttum og gjaldskrám í takt við verðlagsfor- sendur frumvarpsins og í fjórða lagi breytingar af ýmsu öðru tagi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður sjálfstæðismanna, sagði erfitt að spá um framhaldið og ekki hefðu verið gerðir neinir samn- ingar við stjórnarflokkana um að tryggja að þingfrestun yrði á tilsett- um tíma í dag. „Allt getur gerst en mér finnst stjórnarliðar ekki alltaf átta sig á því að það þarf tvo til að semja þótt við séum sveigjanleg og viljum greiða fyrir þingstörfum. Við fengum nokkrar breytingar á band- orminum í gegn og þær fara í nefnd og við erum enn að reyna að vinna í þessu. En skattaumræðan heldur áfram og fjársýsluskatturinn er afar umdeildur.“ Óljóst um þingfrestun  Stjórnarandstaðan gagnrýnir fjár- sýsluskatt og vill frekari umræður Morgunblaðið/Golli Alþingi Mörður Árnason og Oddný G. Harðardóttir fylgjast með. Rúmt ár er síðan alþingismenn greiddu atkvæði um hvort höfða skyldi mál fyrir landsdómi á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Alþingismenn undirbúa nú þings- ályktunartillögu um að fela saksókn- ara Alþingis að draga tilbaka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrver- andi forsætisráðherra. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í fyrra var sú að samþykkt var með 33 atkvæðum gegn 30 að ákæra yrði gefin út á hendur Geir. Athygli vakti við atkvæðagreiðsl- una að Samfylkingarmenn tóku mis- munandi afstöðu til ákæranna. Níu Samfylkingarmenn samþykktu að höfðað yrði mál gegn Geir. Þetta voru Jónína Rós Guðmundsdóttir, Magnús Orri Schram, Mörður Árna- son, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason. Af þessum níu þingmönnum Sam- fylkingar greiddu hins vegar fjórir atkvæði gegn því að höfðað yrði mál gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, fyrrv. utanríkisráðherra. Tillaga um málshöfðun gegn Ingi- björgu Sólrúnu var felld með 34 at- kvæðum gegn 29. Munaði því fjórum atkvæðum á því að tillaga um hana var felld og samþykkt um Geir. Þingmenn Framsóknar skiptust í tvennt. Þrír þeirra greiddu atkvæði á móti öllum tillögunum en sex með. Það voru Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Huld Aðalbjarnar- dóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauks- dóttir. Þingmenn annarra flokka studdu annað hvort allar tillögur um málshöfðun á hendur ráðherrunum eða greiddu atkvæði gegn þeim. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, 16 talsins, greiddu atkvæði gegn málshöfðun á hendur ráðherrunum fjórum. Þingmenn VG og Hreyfing- arinnar vildu að höfðað yrði mál gegn ráðherrunum fjórum. sigrunrosa@mbl.is Atkvæði Samfylkingar- innar réðu úrslitum Ertu alltaf í spreng? Sprengur.is Spurður um lagaskyldu ríkisins til þess að bæta tjón eins og það sem varð á búslóð Skafta Jóns- sonar og Kristínar Þorsteins- dóttur í flutningi til Bandaríkj- anna í apríl síðastliðnum segir Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs utan- ríkisráðuneytisins, að ábyrgð rík- isins byggist á því að starfsmenn utanríkisráðuneytisins séu lög- um samkvæmt skyldugir til þess að flytja þangað sem starfs- krafta þeirra sé óskað innan ut- anríkisþjónustunnar. Pétur segir að ríkinu beri á móti að flytja búslóðir þeirra þangað sem þeir flytjast starfs síns vegna og á meðan þær séu í vörslu þess sé það ábyrgt fyrir þeim. Spurður hvað hafi verið lagt til grundvallar því að meta búslóð- ina á 75 millj- ónir króna segir Pétur að fyr- irtækið Könnun hf. hafi fram- kvæmt matið á grundvelli ná- kvæmrar skrár yfir það sem hafi verið í búslóðinni, ljósmyndum af henni fyrir og eftir tjónið og matsskýrslu frá bandarísku matsfyrirtæki. Um sama fyr- irtækið er að ræða og rætt er um í meginmáli fréttarinnar. Ríkið ábyrgt fyrir búslóðum SVIÐSSTJÓRI Í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU Pétur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.