Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 8

Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Hátíð í bæ Verslanir miðborgarinnar okkar eru opnar frá: 10-22 Jólamarkaðurinn Ingólfstorgi er opinn frá: 14 - 20 Velkomin þangað sem jólahjartað slær! ÓHUGNANLEG OG HJARTNÆM holabok.is/holar@holabok.is Ævisaga Elfríðar Pálsdóttur er í senn óhugnanleg og hjartnæm. Það tók mjög á hana að rifja upp æsku sína í Þýskalandi og lesendur munu skilja af hverju svo var. 2. prentun komin í verslanir! Forsætisráðherra sagði á þingi ígær að tekið yrði á refsiaðgerð- um Evrópusambandsins gegn Íslandi „af mikilli festu“ ef sambandið ákvæði að grípa til slíkra aðgerða.    Tilefnið var fyrir-spurn frá Ein- ari K. Guðfinnssyni, sem vildi vita til hvaða aðgerða yrði gripið af hálfu ís- lenskra stjórnvalda og hvort ekki væri óeðlilegt að eiga í aðildarviðræðum við ESB á sama tíma og sambandið undirbýr mögulegar refsiað- gerðir á hendur okk- ur.    Jóhanna taldi slíkar hótanir ekkifrekar en annað gefa tilefni til að hætta við umsóknina, en eins og áður sagði ætlar hún að taka á mál- inu „af mikilli festu“.    Þeirri festu kynntust landsmennvel í grjótharðri afstöðu stjórn- valda í Icesave-málinu, þegar sér- hver óbilgjörn og ólögmæt krafan á fætur annarri var samþykkt mögl- unarlaust.    Áhyggjur af því að losaralegaverði haldið á málstað Íslands gagnvart ESB í þessu máli eru þess vegna alveg óþarfar.    Og með sama hætti væri óþarfi aðhafa áhyggjur af stöðu Íslands í samningaviðræðum um makríl eða aðra flökkustofna ef Jóhönnu tækist að þvinga Ísland inn í ESB.    Þá væri staða Íslands engin, Ís-landi yrði skammtað það sem ESB hentaði og Jóhanna mundi verja íslenska hagsmuni af mikilli festu. Jóhanna Sigurðardóttir Festa að hætti forsætisráðherra STAKSTEINAR Einar K. Guðfinnsson Veður víða um heim 15.12., kl. 18.00 Reykjavík -4 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -5 snjókoma Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað Vestmannaeyjar -2 heiðskírt Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 3 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 3 léttskýjað Glasgow 3 léttskýjað London 7 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 skúrir Hamborg 5 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 5 skúrir Moskva 2 þoka Algarve 16 léttskýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 heiðskírt Winnipeg -11 snjókoma Montreal 6 skúrir New York 11 léttskýjað Chicago 7 alskýjað Orlando 18 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:18 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:03 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:48 14:35 DJÚPIVOGUR 10:56 14:50 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gestir á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves voru í heild 23% fleiri í haust en í fyrra, fjölgunin var hlut- fallslega enn meiri meðal erlendra ferðamanna eða 26%, að því er fram kemur í könnun sem Tómas Young gerði fyrir Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar, Útón. Alls komu hingað gestir frá um 50 löndum, að sögn Gríms Atlasonar, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Fram kemur að erlendu gestirnir dvöldust að þessu sinni einum degi lengur á landinu en í fyrra eða sex daga. Þeir eyddu alls um 450 millj- ónum króna hér á landi meðan há- tíðin stóð yfir, veltuaukningin var um 44% milli ára. Næst verður Airwaves nokkru seinna á árinu en áður. „Hún hefur alltaf verið um þriðju helgina í október en verður næst 31. október til 4. nóvember,“ segir Grímur. „Aðsóknin er orðin svo mik- il og núna ætlum við að reyna að losa okkur við alla aðra túrista, þetta er orðið of mikið! Þá sitjum við nærri ein að svo mörgu, flugvélasætum og öðru. Við getum auðvitað ekki tekið mikla áhættu, m.a. vegna veðurfars- ins, þess vegna seinkum við bara um tvær vikur. En í ár var veðrið eig- inlega betra í byrjun nóvember.“ Gestir koma víða að Gestir Airwaves koma víða að, flestir frá nágrannalöndunum en sumir frá Austur-Evrópu, aðrir alla leið frá Mexíkó og Japan. Hann seg- ir að fólkið sé af öllu tagi en yfirleitt þó í yngri kantinum, líklega sé með- alaldur útlendinganna um þrjátíu ár en lægri hjá innlendum gestum. Alls séu tónleikar á 12 stöðum og venjulega sé röð á einum eða tveim- ur stöðum. „En oft er engin röð þar sem það besta er í boði, það er ekki enn orðið frægt en verður það. Eftir tvö ár hafa svo allir verið á þeim tón- leikum sem voru stærstir og bestir! Við höfum fengið mikla umfjöllun út um allt, síðast var það Spin Magaz- ine, eitt stærsta lífsstíls- og tónlist- arrit í heimi, og Rolling Stone hefur birt greinar um okkur.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stuð Frá Airwaves-tónleikum á Nasa í október. Airwaves-hátíðin stöðugt vinsælli  Veltuaukning frá því í fyrra um 44% - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.