Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 11

Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 11
eysku útgáfunni. „Ég er að vinna annað verkefni sem verður fram- haldsbók af þessari og ætluð fyrir eldri krakka, það verða lengri sögur og meiri texti. Þá sögu ætla ég að byggja á vættum og þjóðtrú Íslands, Noregs, Danmerkur.“ Vill vekja til umhugsunar Eftir Huginn hafa komið út fjöl- margar barnabækur, ýmist frum- samdar eða sem hann hefur þýtt. „Þrettán þrautir jólasveinanna er ein þeirra bóka sem ég er með í almennri dreifingu núna og svo þýddi ég Sí- gildu ævintýrin, sem er stór og veg- leg bók og hefur selst gríðarlega vel. Eldingaþjófurinn er þýdd bók sem er stóra bókin þessi jólin, það er fram- haldssaga fyrir börn og þekkt um víða veröld.“ Huginn neitar því ekki að það geti verið ákveðin glíma að flétta saman boðskap og skemmtun í bók- um fyrir börn. „Margar þeirra bóka sem ég hef samið eru með boðskap, eins og til dæmis bókin Kýrin sem kunni ekki að baula, í henni er mikill texti og mikill boðskapur. Ég held reyndar að börn hafi gott af því að við ýtum þeim út í meiri lestur og meiri pælingar. Ég vil vekja fólk til um- hugsunar með bókunum mínum. Barnabækur þurfa ekki alltaf að vera með léttum stuttum texta og miklum myndum, þó svo þær séu ætlaðar fyr- ir krakka sem eru fjögurra til fimm ára.“ Hefur svo gaman af þessu Huginn hefur líka verið með fyr- irtækjaþjónustu og hann vann meðal annars stórt verkefni fyrir Iceland Express. „Ég vann fyrir þá barnabók til að bjóða börnum í flugi. Þessi bók er um Skoppu og Skrítlu og er allt í senn, saga, þrautir og litabók. Í henni er ljósmyndum og myndskreytingum blandað saman. Ég hef líka verið með þessa fyrirtækjaþjónustu fyrir Dom- inos og American Style. Sem betur fer er veltan alltaf að aukast hjá Óð- insauga, enda er ég að reyna að gera þetta að atvinnu. Ég hef svo gaman af þessu.“ Börn og fullorðnir geta með bókinni lært ný tungumál. www.huginnthor.com Ekki verður annað sagt en hugmyndir um hártísku og greiðslur hafi verið teknar skrefi lengri á hár- sýningu í Seúl á dögunum. Það hefur sennilega ekki verið sérlega þægilegt eða auðvelt að bera sumt af því skrauti sem þar sást á tískusýningapöllunum. Rúllurnar virðast hafa gleymst í einu módelinu og stutt í að marg- litur haugurinn beri hana yfirliði. Svo sýnist sem önnur hafi brugðið sér í hlutverk trés og beri krónu þess á höfðinu. Sú þriðja er skrýdd því er líkist helst ægimiklum fuglsham. Svona er hægt að leika sér að ýmiss konar útfærslum í hári og klæðnaði. Þessar eru sannarlega skraut- legar og skemmtilegar fyrir augað. En um leið helst til íburðarmiklar og óþægilegar til lengdar. Það gæti þó verið flott að skreyta sig með nokkrum fjöðrum yfir hátíðarnar þegar maður vill skarta sínu fegursta. Heill hellingur af rúllum og fjöðrum Hártíska Reuters DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs • Lán til íbúðarkaupa • Lán til endurbóta og viðbygginga • Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) • Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda Varúð! Kæru aðdáendur í Heimi Maríu, aðþessu sinni verður ekki fjallað um svaðilfarirí borg óttans, samskiptareglur kynjanna eðanokkuð sem tengist skemmtanalífi eða áfengi. Nei. Hér verður skrifað um börn. Já, þið heyrðuð rétt og nú megið þið missa andlitið. Partý- pæjan Mæja ætlar að skrifa heilan heim um börn og hvað þau eru yndisleg og sæt. (Nema þegar þau öskra en þá má bara skila þeim aftur í fang framleiðanda). Í júlí á síðasta ári varð ákveðin breyting á lífi mínu þegar fyrsta barnið kom í vinahópinn. Ég viðurkenni að í fyrstu fannst mér þetta dálítið „end of an era“. Nú yrði ekkert eins og áður. Vissulega reyndist það rétt en ég sá fljótt að þessar breytingar höfðu já- kvæðar afleiðingar. Ég gat t.d. farið að kaupa lítil og sæt dúlluföt sem var mjög ánægjulegt. Svo er líka fínt að æfa sig dálítið enda litlu systkinin orðin fullorðin og maður löngu kominn úr æf- ingu. Eftir langt hlé barneigna í nánustu fjöl- skyldu er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með litlu kríli vaxa og dafna. Nú eru litlu stúlkurnar í vinahópnum orðnar tvær. Önnur er aðeins rétt rúmlega fimm mánaða en hin eins og hálfs árs. Sú eldri end- urtekur orðið allt sem maður segir svo nú má maður fara að vara sig. Sú yngri er meðfærilegri og maraþonið ekki hafið sem fylgir því þegar börnin byrja að ganga. Ég fæ öðru hvoru að máta þær og kjassa, knúsa þær og passa. Ég geri mér grein fyrir því að ég er dálítið eins og amman í hópnum. Þessi sem fær að dekra þær alveg eins og ég get og þarf ekki að takast á við svefnlausar nætur eða agalegar kúkasprengjur. Það er einmitt þetta sem fyllir mig stolti. Stolti yfir þessum duglegu vinkonum mínum (sem eru alveg jafn ungar og ég, finnst ég enn 25 ára) sem hefur tekist að ganga með barn inni í sér í nærri heilt ár. Það, nota bene, án eins einasta kokteils og jafnvel gubbu upp í háls. Koma síðan barninu í heiminn og ganga með heilt mjólkurbú framan á sér. Á meðan hef ég rassakastast á milli bara og hegðað mér eins og versti unglingur á köflum. Um leið gegnt mik- ilvægu hlutverki sem sendiboði slúðurs og skemmtisagna. Ég hef ekkert haft á móti þessu hlutverki en frá og með hausti tók lífið nýjan lit. Hann var bleikur og lífið eftir því. Bar- inn má að mestu eiga sig og sófinn hef- ur tekið við. Lífið er gott í rólega- heitagír og um daginn í krílakaffi sá ég enn betur hvað þau gefa lífinu fal- legan og skæran lit. Sjálf ætla ég nú samt bara að halda mig við þann bleika í bili. Ég tími nú ekki að láta af dýrmæta svefntímanum mínum og rauðvínsglasinu alveg strax ... »Eftir langt hlé barneigna í nánustufjölskyldu er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með litlu kríli vaxa og dafna. Heimur Maríu María Ólafsdóttir maria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.