Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 12
Utanlandsferðir ráðuneyta
og stofnana þeirra
fyrstu níu mánuði ársins
Abú Dabí 1
Albanía 3
Andorra 1
Argentína 9
Aserbaídsjan 7
Austurríki 74
Álandseyjar 8
Ástralía 6
Bandaríkin 388
Bangladess 1
Belgía 348
Búlgaría 5
Síle 5
Danmörk 461
Bretland 374
Eistland 28
El Salvador 6
Finnland 263
Frakkland 171
Færeyjar 45
Grikkland 31
Grænland 17 Holland 127
Hong Kong 1
Indland 5
Írland 30
Ísrael 2
Ítalía 100Jamaíka 2
Japan 6
Kanada 59
Kasakstan 2
Kenía 4
Kína 6
Kosta Ríka 4 Króatía 12
Kýpur 4
Lettland 20
Liechtenstein 3
Litháen 12
Líbería 1
Lúxemborg 62
Makedónía 2
Malasía 4
Malta 12
Mexíkó 5
Mósambík 2
Mónakó 1
Noregur 371
Nýja-Sjáland 4
Portúgal 52
Pólland 54
Rússland 13
Singapúr 6
Spánn 88
Suður-Kórea 3
Svíþjóð 330
Taívan 2
Sádí Arabía 1
Tæland 1
Úganda 3
Víetnam 1
Skotland 50
Þýskaland 277
Sviss 72 Tyrkland 23
Slóvenía 6
Ungverjaland 61
Serbía 4
Rúmenía 7
Slóvakía 3
Tékkland 23
Heimild: ÁED
Fjöldi utanlandsferða
ráðuneyta og stofnana þeirra
og heildarferðakostnaður hvers
ráðuneytis fyrstu níu mánuði þessa árs
Fjöldi Heildarferða-
Ráðuneyti ferða kostnaður (kr.)
Efnahags- og viðskipta-
ráðuneyti 222 85.454.033
Forsætisráðuneyti 26 8.730.505
Fjármálaráðuneyti 199 49.747.273
Iðnaðarráðuneyti 174 42.300.375
Mennta- og menningar-
málaráðuneyti 1.404 313.461.735
Innanríkisráðuneyti 396 223.406.822
Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneyti 260 69.709.345
Umhverfisráðuneyti 333 52.102.211
Utanríkisráðuneyti 574 157.481.182
Velferðarráðuneyti 1.159 229.013.856
Samtals 4747 1.231.407.337
0-10 11-50 51-100 101-200 201-300 301-400 401-500
Heimsóknafjöldi:
(Skrifleg svör ráðuneyta)
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfsmenn ráðuneytanna og stofn-
ana sem undir þau heyra ferðuðust
meira en 23 milljónir kílómetra og
heimsóttu 76 lönd fyrstu níu mánuði
ársins. Ferðakostnaður, þ.e. fargjöld
og greiddir dagpeningar, námu um
1,2 milljörðum kr. á þessu tímabili.
Þetta má lesa úr svörum ráðuneyt-
anna við fyrirspurn Ásmundar Einars
Daðasonar alþingismanns um hve
margar utanlandsferðir hafi verið
farnar á þeirra vegum og stofnana
þeirra fyrstu níu mánuði þessa árs.
Einnig til hvaða landa hafi verið farið,
í hvaða erindum og hver heildar-
kostnaðurinn hafi verið vegna far-
gjalda og greiddra dagpeninga. En
hvers vegna lagði Ásmundur fram
fyrirspurnina?
„Við umræður um fjárlagafrum-
varpið var því jafnan haldið fram að
það væri ekki hægt annað en að skera
niður í heilbrigðismálum og velferð-
armálum. Ríkisstjórnin sagði að það
væri ómálefnalegt að gagnrýna nið-
urskurðinn,“ sagði Ásmundur. Hann
kvaðst hafa tekið eftir gríðarmiklum
ferðalögum á vegum hins opinbera
m.a. á fundi, ráðstefnur og sýningar.
„Manni sýnist þetta ekki hafa dreg-
ist saman eftir hrunið. Það er með
ólíkindum að horfa upp á miklar utan-
landsferðir vegna Evrópusambands-
umsóknarinnar. Mér finnst að um 350
ferðir til Belgíu fyrstu níu mánuði
ársins og fleiri ferðir vegna þessarar
umsóknar til annarra landa en Belgíu
staðfesti að sá kostnaður leggist á öll
ráðuneyti og stofnanir þótt hann sé
ekki tilgreindur sérstaklega í fjárlög-
um,“ sagði Ásmundur.
„Ég er ekki sáttur við að það sé
skorið harkalega inn að beini, t.d. í heilbrigðismálum jafnvel svo að ör-
yggi sé ógnað á ákveðnum landsvæð-
um. Þess vegna lagði ég fram þessa
fyrirspurn til að kanna hvort ekki
væri hægt að skera einhvers staðar
annars staðar en í velferðarmálunum.
Þetta varð niðurstaðan.“
Spurning um forgangsröðun
Ásmundur sagði að nú lægi það fyr-
ir að um 1,2 milljarðar hefðu farið í
flugfargjöld og dagpeninga fyrstu níu
mánuði ársins og utanlandsferðirnar
verið vel yfir fjögur þúsund á sömu
mánuðum.
„Þegar maður sér þessar upplýsing-
ar spyr maður sig hvort ríkisstjórnin
sé raunverulega að forgangsraða í
þágu velferðarinnar, eins og hún hefur
jafnan haldið fram. Svörin við þessari
fyrirspurn styrkja mig í þeirri skoðun
að þessi ríkisstjórn eigi lítið skylt við
velferð,“ sagði Ásmundur. Hann
greindi ferðalögin nánar og komst að
því að búið var að ferðast á vegum hins
opinbera fyrstu níu mánuði ársins
meira en 23 milljónir km sem samsvar-
ar þrjátíu ferðum til tunglsins og aftur
til jarðar. Þá kom í ljós að á þessu
tímabili voru heimsótt alls 76 þjóðlönd.
Oftast var farið til Danmerkur, eða 461
ferð. Næst komu Bandaríkin með 388
ferðir, þá Bretland með 374 ferðir og
Noregur með 371 ferð.
Ásmundur kvaðst hafa talið að
ferðalögin og ferðakostnaður hins op-
inbera væru miklu minni en upplýs-
ingar ráðuneytanna sýna. „Ég held að
það sé full ástæða hjá ríkisstjórninni til
að kanna hvort utanlandsferðum hafi
fækkað og ferðakostnaður lækkað eins
og haldið hefur verið fram. Mann grun-
ar að svo sé ekki,“ sagði Ásmundur.
Hann kvaðst hafa fullan skilning á
því að Ísland þyrfti að eiga samskipti
við erlend ríki, það væri hluti af því að
vera fullvalda þjóð. En það væri mik-
ilvægt á tímum harkalegs niðurskurð-
ar í velferðarmálum að horfa til þess
hvort ekki væri mögulegt að draga úr
þessum kostnaði, rétt á meðan mestu
erfiðleikarnir gengju yfir. „Það finnst
manni ekki hafa verið gert,“ sagði Ás-
mundur. Hann benti á að tækninni
hefði fleygt fram í tölvusamskiptum
og fjarfundatækni. Kanna mætti með
að nýta þá tækni til að draga úr ferða-
kostnaðinum.
Þrjátíu tunglferðir til 76 landa
Starfsmenn ráðuneyta og stofnana þeirra ferðuðust um 23 milljónir km fyrstu níu mánuði ársins
Heildarferðakostnaður um 1,2 milljarðar Þingmaður telur þetta of mikið á niðurskurðartímum
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
Svör ráðuneytanna má sjá á vef Al-
þingis. Framsetning þeirra er ekki
að öllu leyti samræmd. Sum til-
greindu hvað margir fóru í hverja
ferð en önnur skráðu ferð hvers og
eins sérstaklega, þótt fólk væri að
fara á sama fund eða ráðstefnu.
Ásmundur Einar Daðason lét leið-
rétta fyrir margtöldum ferðum og
þá fækkaði þeim í 4.195.
Í töflunni eru ferðir og ferða-
kostnaður Seðlabankans tekinn
með efnahags- og viðskiptaráðu-
neyti. Tekið skal fram að ferða-
kostnaður hinna ýmsu stofnana
kemur ekki eingöngu úr ríkissjóði.
Margar ferðir eru greiddar af öðr-
um, m.a. ferðakostnaður í Háskóla
Íslands upp á um 90 milljónir sem
er talinn með í kostnaði mennta-
málaráðuneytis. Eins ferðakostn-
aður upp á 265 milljónir á reikn-
ingi innanríkisráðuneytisins, m.a.
vegna þátttöku Landhelgis-
gæslunnar í landamæraeftirliti
ESB og er endurgreiddur eða
greiddur af sértekjum. Þá eru ráð-
stefnuferðir samkvæmt kjara-
samningum um 90% af ferðum á
vegum Landspítalans.
Ekki allar greiddar af ríkinu
FERÐAKOSTNAÐUR HINS OPINBERA Til allra heimshorna
» Flestar ferðir voru farnar
til Danmerkur, Bandaríkjanna,
Bretlands og Noregs. Evr-
ópuríki voru heimsótt einna
oftast þegar á heildina er lit-
ið.
» Fjarlægari heimshorn voru
ekki afskipt og var farið á
vegum hins opinbera m.a. til
Ástralíu, Nýja-Sjálands, Arg-
entínu, Bangladess, Síle, Kína,
Taívans, Víetnams, Hong
Kong, Suður-Kóreu, Japans,
Mósambík, Úganda, Abú Dabí
og Sádi-Arabíu svo nokkuð sé
nefnt.
Pakki á pakka
Fallegt pakkaskraut hannað af Arca
Design Island. Aðrir sem standa að
þessu eru Lógóflex og Markó- Merki.
Jólatréð verður selt á 500 kr.
hjá Arca design, Grímsbæ við
Bústaðaveg og fer öll upphæðin
óskipt til stuðnings
Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
17 ára
Verkfæralagerinn
Myndlista
vörur
í miklu ú
rvali
Strigar, ótal stærðir
frá kr.195
Olíu/Acrýl/
Vatnslitasett
12/18/24x12 ml
frá kr.495
Acryllitir 75 ml
kr.480
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr.480