Morgunblaðið - 16.12.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.12.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Hjálparstarf kirkjunnar tók á mið- vikudag við safndiski með þremur útgáfum af laginu Hjálpum þeim. Jóhann G. Jóhannsson, annar höf- unda lagsins, afhenti diskinn. Lagið hefur aflað mikilla fjármuna til neyðarstarfs Hjálparstarfs kirkj- unnar. Það er von allra sem tengj- ast málinu að nú safnist vel fyrir neyðaraðstoð í A-Afríku. Um hana snýst einnig jólasöfnun Hjálp- arstarfsins enda þörfin mikil og ástand gríðarlega erfitt, segir á vef Hjálparstarfsins. Safndiskur með lag- inu Hjálpum þeim Hjálparstarf Jónas Þórir Þórisson og Jó- hann G. Jóhannsson. Morgunblaðið/Golli Karlar á Akureyri og nágrenni verða fyrstir til að njóta aukinnar þjónustu við karla sem vilja losna úr vítahring ofbeldisbeitingar og mun Kristján Már Magnússon sálfræð- ingur hafa umsjón með meðferðinni. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er sérhæft meðferðartilboð fyrir karla sem beita maka sinn ofbeldi. Sál- fræðingarnir Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson hafa byggt með- ferðarúrræðið upp og notið til þess handleiðslu frá Alternativ til vold í Noregi. Frá því að verkefnið var endurvakið árið 2006 hafa 140 karl- ar komið í viðtöl á höfuðborg- arsvæðinu og fullt hefur verið í hóp- meðferð sem er einnig í boði. Karlar til ábyrgðar STUTT Í haust auglýsti Krabbameins- félag Íslands eftir umsóknum um styrki til vísindarannsókna á krabbameinum hjá körlum. Ákveðið var að veita fimm styrki, samtals að upphæð 2,5 milljónir króna, sem skiptast þannig að einn styrkur er ein milljón króna, tveir styrkir eru 500.000 krónur og tveir styrkir 250.000 krónur. Átta umsóknir bárust. Sigríður Klara Böðvarsdóttir sameindalíffræðingur hlýtur 1.000.000 kr. styrk til sameinda- líffræðilegrar greiningar á skæðu blöðruhálskirtilskrabbameini. Jón Þór Bergþórsson sameinda- líffræðingur hlýtur styrk til rann- sókna á þroskun og krabbameins- myndun blöðruhálskirtilþekju. Stefán Þ. Sigurðsson sameinda- líffræðingur hlýtur styrk til að rannsaka áhrif stökkbreytinga ákveðins gens á framvindu blöðruhálskirtilskrabbameins. Jó- hanna E. Torfadóttir doktorsnemi hlýtur styrk til rannsókna á nær- ingu, lífsháttum og hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Tryggvi Þorgeirsson læknir hlýt- ur styrk til að rannsaka hvort magn ákveðins próteins í vefj- asýnum við greiningu geti sagt fyrir um horfur í blöðruhálskirt- ilskrabbameini og bætt ákvörðun um meðferð. Styrkur (f.v.) Ásgerður Sverrisdóttir, formaður vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, Tryggvi Þorgeirsson, Stefán Þ. Sigurðsson, Jón Þór Bergþórsson, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Jó- hanna E. Torfadóttir og Jakob Jóhannsson, varaformaður Krabbameinsfélags Íslands. Styrkir til rannsókna á karlakrabbameini Byggingarnefnd hjúkrunarheimilis á Ísafirði hefur ákveðið að fara í tveggja þrepa samkeppni um hönn- un á hjúkrunarheimili sem fyr- irhugað er að byggja á Ísafirði. Sam- keppnin verður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Á heimilinu eiga að vera 30 rými og er áætlað að hjúkrunarheimilið rísi frá grunni á næstu tveimur árum. Húsið á að standa að ofanverðu við sjúkrahúsið á Ísafirði. Undirbúa hönnun hjúkrunarheimilis Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Sparaðu með Miele kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.530 Tango Plus er vinsælasta ryksugan frá Miele Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Care Collection ryksugupokar og ofnæmissíur eru sérstaklega framleidd fyrir Miele ryksugur Farðu alla leið með Miele Karl Blöndal kbl@mbl.is Ryiad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, kvaðst á opnum fundi í Norræna húsinu síðdegis í gær fagna ákvörðun íslenskra stjórn- valda að viðurkenna sjálfstæði Pal- estínu og sagði að með henni væri þrýstingur settur á grannríkin. Al-Maliki og Össur Skarphéðins- son, utanríkisráðherra Íslands, stað- festu fyrr um daginn formlega í Þjóðmenningarhúsinu upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Ég vona að þessi ákvörð- un muni verða til þess að önnur lönd á þessum slóðum geri slíkt hið sama,“ sagði hann. „Ég veit að ásetn- ingurinn er til staðar, en hins rétta tíma er beðið.“ Al-Maliki vísaði þar til hinna Norðurlandanna. Hann ítrekaði þó að þrátt fyrir að ekki væri um stjórnmálasamband við þau að ræða veittu Norðurlöndin Palestínu- mönnum mikinn stuðning. Viðurkenning Palestínu hjá Unesco, menningarstofnun Samein- uðu þjóðanna, fyrir þremur dögum var al-Maliki hugleikin og lét hann þess getið að í dag héldi hann til Úrú- gvæ á fund um fríverslunarsamning við ríkjasambandið Mercosur. Gerðu könnun fyrirfram Al-Maliki sagði að Palestínumenn hefðu ekki í hyggju að hætta við um- sókn sína um viðurkenningu hjá ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Vissulega væri ljóst að Bandaríkja- menn hygðust beita neitunarvaldi ef til þess kæmi að meirihluti vildi sam- þykkja umsóknina. Fyrirfram hefðu Palestínumenn gert könnun meðal ríkjanna í öryggisráðinu og komist að því að þeir hefðu níu atkvæði og þar með meirihluta. Bandaríkja- menn vildu hins vegar allt til vinna til að þurfa ekki að beita neitunarvaldi því að það yrði neyðarlegt fyrir þá. Þeir hefðu því gripið til sinna ráða og veiki hlekkurinn reynst vera Bosnía Hersegóvína. „Bandaríkjamenn hafa drepið málið án þess að þurfa að beita neit- unarvaldi,“ sagði al-Maliki og bætti við: „En við munum endurtaka leik- inn aftur og aftur, í annað sinn, þriðja, fjórða, fimmta … allt þar til við sigrum.“ Morgunblaðið/Golli Ákveðinn Ryiad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, sagði í Norræna húsinu í gær að ekki kæmi til greina að draga til baka umsókn Palestínumanna um viðurkenningu sjálfstæðis hjá öryggisráðinu. Viðurkenning setur þrýsting á grannríki  Al-Maliki segir umsókn í öryggisráði verða haldið til streitu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.