Morgunblaðið - 16.12.2011, Síða 18
Hótel Eldhestar í Ölf-
usi hlutu umhverf-
isverðlaun Ferða-
málastofu fyrir
markvissa umhverf-
isstefnu og sjálfbæran
rekstur en verðlaunin
voru veitt í 17. sinn í
gær. Í rökum dóm-
nefndar segir m.a. að
Eldhestar hafi lengi
verið í fremstu röð í
umhverfismálum í ís-
lenskri ferðaþjónustu en hótelið er
fyrsti íslenski gististaðurinn sem
fékk alþjóðlega umhverfisvottun,
Norræna umhverfismerkið Svaninn,
frá júlí 2002-2006 og svo aftur árið
2011. Með Svansvottuninni hafi hót-
elið uppfyllt öll nauðsynleg skilyrði
til að verðskulda umhverfisverðlaun.
Hótel Eldhestar fær
umhverfisverðlaun
Verðlaun Fulltrúum Eldhesta afhent verðlaunin.
Eru með markvissa umhverfisstefnu
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
Guðný
Kristmanns
Hafsteinn
Austmann
Hallsteinn
Sigurðsson
Jón Axel
Björnsson
Ragnar
Axelsson
Valgarður
Gunnarsson
Opið um helgina
hinrikssongallery er opið
laugardaginn 17. og sunnudaginn
18. desember milli klukkan 13:00
og 18:00.
Einnig er hægt að hafa opið
á öðrum tímum samkvæmt
samkomulagi.
Fyrir nánari upplýsingar:
www.hinrikssongallery.is
hinriksson@hinrikssongallery.is
Sími 618 3800
Fiskislóð 31,
101 Reykjavík
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Það blæs ekki byrlega fyrir innan-
landsflugi á Íslandi í samgönguáætl-
un sem Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra lagði fyrir Alþingi á
miðvikudag. Annars vegar er um að
ræða verkefnaáætlun með fjárhags-
ramma sem gildir fyrir árin 2011 til
2014 og hins vegar tólf ára sam-
gönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022
sem felur í sér stefnumótun í mála-
flokknum.
Í áætluninni til 2014 segir að
óverulegt svigrúm sé til viðhalds og
framkvæmda við innanlandsflugvelli
næstu árin og aðalviðfangsefnið
verði að viðhalda mannvirkjum sem
ella gangi úr sér. Þannig fær viðhald
flugbrauta, brýnasta flugöryggis-
búnaðar og flugbrautarljósa mestan
forgang. Stefnt er að hækkun lend-
ingar- og farþegagjalda á Reykja-
víkurflugvelli til jafns við gjöld á
Keflavíkurflugvelli. Gæti hækkunin
skilað 250 milljónum króna á ári sem
nýttar yrðu í nauðsynlegar fram-
kvæmdir og viðhald í innanlands-
fluginu. Farþegagjald í Keflavík er
1.200 krónur fyrir fullorðna en er
498 krónur í Reykjavík.
Óvíst er hvort sú hækkun dugi til
því í langtímaáætluninni til 2022
kemur fram að útreikningar Isavia
sýni að farþegagjöld í innanlands-
flugi þurfi að hækka verulega til að
flugvallakerfið geti staðið undir
æskilegum fjárfestingum og haldist
í óbreyttum rekstri. Ef gjald á
hvern farþega ætti að standa undir
rekstri og viðhaldi núverandi innan-
landskerfis í flugi yrði farþegagjald
5.560 kr. á hvern fullorðinn farþega.
Hækka vitagjaldið
Í siglingamálaáætlun í fjögurra
ára samgönguáætluninni kennir ým-
issa grasa. Heildarfjármagn til sigl-
ingamála á áætlunartímabilinu
2011-2014 nemur tæpum 6,8 millj-
örðum króna. Af því er rúmlega einn
milljarður í vitagjald sem innheimt
er eftir stærð skipa og á það að
standa undir rekstri Siglingastofn-
unar.
Gert er ráð fyrir að vitagjaldið
hækki um fimm prósent frá og með
1. janúar 2012 í samræmi við verð-
lagsbreytingar. Eins og er nemur
vitagjald 130,12 krónum á hvert
brúttótonn skips en þó aldrei lægra
en 4.900 krónur.
Búi sig undir sjávarflóð
Þá er kveðið á um að rúmum hálf-
um milljarði króna verði varið í sjó-
varnir. Víða séu sjóvarnargarðar
orðnir fimmtán til tuttugu ára gaml-
ir og þarfnist endurbyggingar og
styrkingar.
Við útdeilingu fjármagns til þess-
ara verkefna er stuðst við forgangs-
röðunarlíkan Siglingastofnunar og
er stærsta verkefnið sagt vera fyrsti
áfangi sjóvarnargarðs við Vík í Mýr-
dal sem unnið var að á þessu ári.
Það er þó varað við því að fram-
kvæmdaþörfin gæti aukist ef sjávar-
flóð verða en búast megi við stór-
flóðum á tíu til tuttugu ára fresti.
Um tuttugu ár eru frá síðasta stór-
flóði suðvestanlands en tólf til
fjórtán ár á Norðurlandi.
Frá því að Landeyjahöfn
var tekin í notkun hafa
dýpkunarskip átt annríkt
við að dýpka hafnarmynnið
til að Herjólfur geti siglt þar
inn. Gert er ráð fyrir
1,05 milljörðum í
framkvæmda-
kostnað á næstu
þremur árum og
að honum verði
að mestu varið
í viðhalds-
dýpkun.
Hærra gjald dugar skammt
Fé skortir í viðhald og framkvæmdir við innanlandsflugið Óvíst hvort hækkun farþegagjalds dugi
Hálfur milljarður í sjóvarnargarða á næstu þremur árum og vitagjald hækkað um 5% um áramótin
Morgunblaðið/Ernir
Farþegar Í samgönguáætlun er lögð til hækkun gjalda á Reykjavíkur-
flugvelli en tölur Isavia sýna að hún hrekkur ekki til fyrir kostnaði.
Samkvæmt 5. grein laga um
samgönguáætlun, nr. 33/2008,
á innanríkisráðherra að skila
skýrslu um framkvæmd sam-
gönguáætlunar næstliðins árs
til Alþingis. Það hefur enn ekki
verið gert en samkvæmt upp-
lýsingum frá innanríkisráðu-
neytinu var verið að leggja loka-
hönd á skýrsluna um fram-
kvæmd samgönguáætlunar
ársins 2009 í gær.
Stóð til að hún yrði send Al-
þingi í dag. Það er þó ekki víst
að henni verði dreift til þing-
manna strax í dag þar sem mik-
ið álag er á Alþingi þessa dag-
ana. Gæti það því frestast
fram yfir helgi að skýrslunni
yrði dreift.
Skýrsla ráðherra í fyrra var
sú fyrsta þar sem teknar
voru saman allar
samgöngu-
greinarnar þrjár;
flug-, siglinga- og
vegamál en áður
kom út ein skýrsla
fyrir hverja grein.
Send til Al-
þingis í dag
SKÝRSLA UM FRAMKVÆMD
Ögmundur
Jónasson
Morgunblaðinu hefur borist eftirfar-
andi tilkynning frá Arion banka:
„Arion banki hafnar alfarið þeim
aðdróttunum sem settar hafa verið
fram í fjölmiðlum í dag og lúta að
vangaveltum um ólögmæt innherja-
viðskipti í tengslum við nýyfirstaðið
úboð Haga.
Verðbréfaviðskipti innherja lúta
mjög ströngum skilyrðum skv. lög-
um um verðbréfaviðskipti. Verð-
bréfaviðskipti starfsmanna Arion
banka eru háð samþykki regluvarð-
ar bankans. Reglum samkvæmt úti-
lokaði regluvörður þá starfsmenn
bankans frá þátttöku í útboði Haga
sem hugsanlega gátu haft verðmót-
andi vitneskju sem ekki kom fram í
útboðslýsingu, þ.e. þá starfsmenn
sem töldust innherjar.
Útboðslýsing vegna útboðs Haga
var ítarleg og innihélt allar upplýs-
ingar sem lágu fyrir við útgáfu henn-
ar og voru fjárfestum nauðsynlegar
við mat á félaginu. Vissulega hefði
verið betra að þær viðbótarupplýs-
ingar sem komu fram síðar og gerð
var grein fyrir í viðauka hefðu legið
fyrir við útgáfu útboðslýsingarinnar.
Íslensk löggjöf inniheldur skýr
ákvæði um hvernig skuli brugðist við
ef verðmótandi upplýsingar koma
fram eftir birtingu lýsingar og var
þeim ákvæðum fylgt að öllu leyti.
Í viðaukanum kom fram að Hagar
ættu rétt á 510 milljóna króna end-
urgreiðslu vegna endurútreiknings
gengistryggðra lána sem gerð höfðu
verið upp árið 2009. Endurreikning-
ur lánanna er tilkominn vegna dóms
Hæstaréttar í máli Mótormax. End-
urgreiðslan jafngildir um 3% af and-
virði heildarhlutafjár Haga þegar
tekið er mið af endanlegu útboðs-
gengi. Um var að ræða jákvæðar
fréttir fyrir félagið.“
„Hafnar aðdróttunum
vegna útboðs Haga“