Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 ✝ Jón Stein-grímsson fæddist í Reykja- vík 20. mars 1928. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 9. desember 2011. Foreldrar Jóns voru hjónin Lára Margrét Árnadótt- ir, f. 13.10. 1892 á Ísafirði, d. 19.7. 1973 í Reykjavík, og Stein- grímur Jónsson rafmagns- stjóri, f. 18.6. 1890 í Gaul- verjabæ, d. 21.1. 1975 í Reykjavík. Systur Jóns eru Guðrún Sigríður, f. 1920, d. 2006, gift Klemensi Tryggva- syni; Sigríður Ólöf, f. 1922, d. 2004, gift Othari Ellingsen; Þóra, f. 1924, gift Sigurði Þor- grímssyni; og Arndís, f. 1933. Jón kvæntist hinn 11. ágúst 1950 Sigríði Löve, f. 10.2. 1929 á Ísafirði, d. 10.9. 2011 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jóns- dóttir, f. 10.12. 1888, d. 4.5. 1972, og Sophus Carl Löve, f. 31.1. 1876, d. 2.8. 1952. Börn Sigríðar og Jóns eru: 1) Stein- grímur, cand.mag. í sagnfræði og bókavörður við Linköping háskólabókasafnið í Svíþjóð, f. 9.9. 1951, kvæntur Guðrúnu Olgu Einarsdóttur; börn þeirra er Ragnheiður og Árni. Ragnheiður er í sambúð með tveggja ára skeið í Stálsmiðj- unni, síðan sem deildarverk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1956-66, uns Landsvirkjun var stofnuð og hann fluttist þangað. Um mið- bik áttunda áratugarins vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og varð einn fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. Þar lauk hann starfsferli sínum sem aðstoð- armaður framkvæmdastjóra. Jón var um áratuga skeið virkur í starfi Oddfellowhreyf- ingarinnar og gegndi trún- aðarstörfum fyrir regluna. Hann söng með karlakórnum Fóstbræðrum um hríð og í Grundartangakórnum. Hann hafði unun af klassískri tón- list, einkum píanókonsertum, enda nam hann píanóleik á unglingsárunum. Þá var Jón mjög áhugasamur um per- sónusögu og ættfræði, og má þar sérstaklega nefna Kjarna- ætt sem hann safnaði til af miklum móð um langt árabil. Jón hélt góðu sambandi við marga vestur-íslenska ætt- ingja sína, tók á móti þeim er þeir komu til Íslands og fór með þá á slóðir sameiginlegra forfeðra og -mæðra í upp- sveitum Borgarfjarðar. Jón verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 16. desember 2011, og hefst athöfnin klukk- an 15. Jonasi Brunner, þau eiga tvo syni, Hannes Ísar og Einar Nils. Sonur Steingríms er Stefán Hlynur; dætur Stefáns eru Eygló Bylgja og Harpa Hrönn. Sonur Hörpu er Tristan Máni. 2) Þóra, geislaeðl- isfræðingur og starfandi verkefnisstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, f. 14.1. 1955, gift Júlíusi Lennart Friðjónssyni. Börn þeirra eru Hrólfur, Þórhildur og Friðjón. Sambýlismaður Þórhildar er Maxwell Burton. 3) Vigdís Löve, félagsráðgjafi á Land- spítalanum, f. 16.1. 1957. Hún var gift Lofti Hlöðver Jóns- syni, þau skildu. Börn þeirra eru Jón Hlöðver og Sigríður Halldóra Löve. Jón ólst upp í foreldra- húsum að Laufásvegi 73 í Reykjavík. Jón lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948. Eftir eins árs verkfræðinám við Háskóla Ís- lands fór Jón til náms í véla- verkfræði við Worcester Poly- technic Institute í Massachusetts í Bandaríkj- unum og síðan við Massachu- setts Institute of Technology, M.I.T., og lauk M.Sc.-prófi þaðan 1954. Jón starfaði um Það er skammt stórra högga á milli. Fyrir þremur mánuðum dó tengdamóðir mín, Sigríður Löve, og nú er tengdafaðir minn, Jón Steingrímsson, horfinn á vit feðr- anna. Jón ólst upp í Reykvík. Hann hlaut góða menntun, lauk námi í verkfræði í Bandaríkjunum og heim kominn starfaði hann sem verkfræðingur allan sinn starfs- aldur. Síðasti vinnustaður Jóns var Járnblendifélagið en þar var hann frá upphafi til ársins 1997. Á þeim árum voru Hvalfjarðargöngin ekki komin svo daglegar ferðir heim í Fossvog var ekki valkost- ur. Hann reisti sér lítið timburhús á Hagamel, stutt frá Grundar- tanga, og sló þar tvær flugur í einu höggi. Hann eignaðist íveru- stað í útlegðinni og tómstunda- iðju. Húsið átti eftir að nýtast honum og Siggu vel og einnig áttu börn þeirra og sérstaklega barna- börn eftir að njóta þess að dvelj- ast hjá þeim á Hagamel á sumrin. Og ætíð var Jón fús að miðla mér af smíðareynslunni. Jón var ýmsum öðrum hæfi- leikum búinn en að smíða, m.a. hafði hann ágætt vald á tónlist. Á bernskuheimili hans var mikið tónlistarlíf en móðir hans, Lára, var ágætur píanóleikari og mús- íkant. Jón söng í kórum eins og Fóstbræðrum og Grundartanga- kórnum. Fór það orð af honum að hann væri ágætlega tónviss. Eitt af því sem hreif mig við Jón var hvað hann var mann- blendinn. Það var ekki aðeins að hann væri í kór og Oddfellow heldur bar allt hans hátterni það með sér. Mér er það minnisstætt þegar við hjónin fórum í ferðalag með tengdaforeldrum mínum norður í land. Í hvert skipti sem við áðum og einhver manneskja sást í nánd, hverrar þjóðar sem hún var, þá var Jón fljótlega kom- inn á tal við hana. Í byrjun árs 2003 fluttu Nonni og Sigga í fjölbýli á Laugarnes- vegi. Jón tók að sér formennsku í húsfélaginu og hentaði það hon- um vel. Þar með hafði hann ým- islegt að sýsla og var alltaf reiðubúinn að aðstoða sambýlis- fólk sitt og það út yfir verksvið formannsins. Og eftir að hann hætti í stjórn húsfélagsins hélt hann áfram að rétta sambýlisfólki sínu hjálparhönd. Smíðarnar í Brúnalandi og á Grundartanga reyndust honum gott veganesti. Helsta áhugamál Jóns seinni hluta ævinnar var ættfræði og kemur þar aftur áhugi hans á fólki. Einkum grúskaði hann í ættartölu vestur-íslenskra skyld- menna sinna. Þann áhuga mun hann í einhverjum mæli hafa erft frá föður sínum Steingrími, en afi Steingríms og amma fóru vestur um haf með öll börn sín nema eina dóttur og einn son. Sá sonur varð faðir Steingríms og þar með afi Jóns. Flest barnanna komust upp og eignuðust stóra fjölskyldu. Jón skráði ættartölu vestur-íslenskra ættingja sinna og ættfræðiskjal hans hefur farið víða. Margir Vestur-Íslendingar höfðu sam- band við Jón, komu í heimsókn og vildu fá að vita meira um rætur sínar á Íslandi. Vestur-íslenska gesti fór Jón gjarnan með í Borg- arfjörð á slóðir sameiginlegra for- feðra. Að lokum vil ég þakka fyrir samskipti okkar Jóns sem í alla staði voru ánægjuleg. Sérstak- lega þykir mér vænt um hvað Nonni og Sigga voru barnabörn- um sínum ávallt góð. Megi Guð blessa tengdafor- eldra mína og styrkja aðstand- endur þeirra í sorginni. Júlíus Lennart Friðjónsson. Ég held að við afi höfum bara haft nokkuð gott samband. Hann sótti mig í skólann þegar foreldr- ar mínir gátu það ekki og keyrði mig í sjúkraþjálfun. Hann og amma voru mjög náin þangað til amma flutti á elliheimilið. Það var mjög sjaldan að ég sá þau ekki saman. Hann var eins hraustur og gamlir menn geta verið þar til amma dó. Hann hugsaði alltaf skýrt þar til amma dó. Ég held að ef hann hefði dáið á undan ömmu hefði hann hugsað skýrt til ævi- loka og amma hefði farið að hugsa óskýrt öðru hverju. Þau héldu hvort öðru gangandi. Ég man að það voru margar fjölskylduveislur sem hann mætti í. Mamma bauð honum stundum í kvöldmatinn á sunnudögun þar sem við borðuðun annaðhvort bakaðar pítsur eða kjötsúpu. Mamma segir að honum hafi þótt kjötsúpur mjög góðar. Eins og amma gaf hann mér oftast föt í af- mælis- og jólagjöf. Þegar ég var yngri buðu þau amma okkur alltaf í matarboð um jólin og buðu okkur búðing í eftirrétt. Hann átti nokkra bíla í gegnum árin en þeg- ar bílarnir hjá okkur voru að verða ónýtir gaf hann okkur alltaf bílinn sinn. Við mamma fórum stundum í kaffiboð til hans. Hann hjálpaði ömmu í veislur þegar hún fór að eiga erfitt með að labba. Hann var góður maður og ég sá hann aldrei reiðast, hann var alltaf glaður. Jón Hlöðver Loftsson. Með söknuði kveðjum við nú góðan vin, Jón Steingrímsson. Fyrir þremur mánuðum fylgdum við eiginkonu hans og elskaðri föð- ursystur minni, Sigríði Löve til grafar. Það snart mig að sjá hann við athöfnina klæddan smókingnum sínum, kannski þeim sama og hann klæddist þegar þau útskrif- uðust úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1948 og opin- beruðu trúlofun sína. Ég minnist ekki bernsku minnar án þess að Sigga og Nonni komi þar við sögu. Sigga var mér dýrmætari en nokkur stóra systir getur orðið. Hún var fyrirmynd mín, henni vildi ég líkjast, svo falleg, góð, skemmtileg og umhyggjusöm. Þegar Nonni kom til sögunnar þótti mér strax vænt um hann og var alveg sátt við að hann ætti Siggu með mér. Ég man þegar ég fór með Siggu að heimsækja Nonna á heimili for- eldra hans á Laufásvegi 73. Dyra- stafir forstofunnar voru skreyttir útskornum laufblöðum og bæn fyrir og hvatning til íbúa hússins, í bundnu máli eftir húsbóndann skorin út í höfðaletri meðfram veggjum forstofunnar, allt unnið af Ríkarði Jónssyni: Elja, hugur, dáð og dugur djörf og sterk að hverju verki ryðja leið um rán og heiðar, reisa höll og kljúfa fjöllin. Húsið standi, hverfi vandi höpp því sendi drottins hendi. Forðist grand á feðra landi, funa gandur, ís og sandur. Heilsan góð og gull í sjóði gefist manni í þessum ranni, veitist skjól þótt veðra sjóli víki sól um kalda njólu. (S.J.) Ég undraðist hrjúfa og sér- staka rödd föður Jóns, Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra. Frú Lára sýndi mér píanóið í stofunni. Ég hafði aldrei séð píanó. Afi minn og amma áttu orgel en það þurfti að stíga svo úr því næðust tónar. Adda, yngsta systir Jóns, kenndi mér að spila „Gæsam- amma gekk af stað“ með einum putta. Seinna átti ég oft eftir að koma í þetta hús eftir að erfingjar Steingríms og Láru seldu það Jakobi, mínum kæra föðurbróður, og Margréti konu hans. Það var dimmur dagur þegar við pabbi fylgdum Siggu um borð í Dettifoss árið 1950 en Jón var við nám í verkfræði við M.I.T. há- skólann í Boston. Ég gerði mér grein fyrir að ég sæi hana ekki í mörg ár og söknuðurinn var sár. Þá var ég ekki eins sátt við Nonna. Jón var félagslyndur og fróður, skemmtilegur og viðræðugóður. Hann var félagi í Oddfellow-regl- unni og söng nokkur ár með Fóst- bræðrum. Eftir að starfsævi hans lauk sinnti hann af áhuga ýmis konar fræðistörfum einkum á sviði ættfræði. Sigga og Jón ferðuðust mikið, oft vegna starfs hans hjá Járn- blendifélaginu. Eftir ferð til Jap- ans sögðu þau frá því að eiginkon- ur þar yrðu alltaf að ganga í humáttina á eftir mönnum sínum og gæta þess að stíga ekki á skugga þeirra. Með Siggu og Jóni ríkti alla tíð jafnræði, gagnkvæm ást og virðing. Hvorugt stóð í skugga hins. Þegar hún kvaddi slokknaði lífslöngun hans. Börn Jóns og Siggu hafa annast og hlúð að foreldrum sínum eins og best verður á kosið eftir að heilsu þeirra tók að hraka. Megi það verða þeim huggun í sorginni. Við Jóhann sendum öllum ást- vinum Siggu og Jóns innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Löve. Jón Steingrímsson ✝ Anna Sig-urbjörg Tryggvadóttir fæddist í Gröf í Eyjafjarðarsveit 12. ágúst 1927. Hún lést 3. desem- ber sl. Foreldrar henn- ar voru Tryggvi Stefánsson frá Eyr- arlandi í Öngul- staðahreppi, f. 1887. d. 1968, og Guðrún Sig- urrós Jónsdóttir, f. í Lauga- landi á Þelamörk 1889, d. 1966. Systur Önnu voru þrjár, elst þeirra var Ingibjörg, f. 1916, d. 1992, hennar maður var Jón Bjarnason, f. 1910, d. 1991, bóndi í Garðsvík. Þau eignuðust sex börn. Hrefna f. 1918, d. 1996. Hennar maður var Stein- þór Egilsson, f. 1920, d. 1966. Þau eignuðust fjögur börn. Sig- ríður, f. 1923, d. 2007. Hennar maður var Ragnar Pálsson, f. 1923, d. 2011. Þau eignuðust 12 börn. Anna Sigurbjörg sleit barnsskónum í Gröf, þar sem hún ólst upp við þeirra tíma aðstæður, í torfbænum á Gröf, og naut þar leið- sagnar og kennslu sem þá bauðst. Þegar hún var 12 ára flutti fjöl- skyldan til Akur- eyrar og þar lauk hún sinni skólagöngu og út- skrifaðist sem gagnfræðingur þar í bæ. Eftir skólagöngu starfaði hún hjá Kaupfélagi Ey- firðinga alla sína starfsævi, fyrstu árin í blómabúðinni en eftir það í vefnaðarvörudeild- inni. Anna bjó á Akureyri alla tíð frá 12 ára aldri, hélt heimili með foreldrum sínum, þar til þau létust, en ein eftir það, lengst af á Sólvöllum 17. Hún var ógift og barnlaus. Útför Önnu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 16. desem- ber 2011, kl. 13.30. Anna móðursystir mín er látin 84 ára að aldri. Þegar hún fékk heilablóðfall fyrir röskum tveim- ur árum breyttist líf hennar mik- ið. Í einni svipan þurfti þessi dug- lega og sjálfstæða kona á umönnun að halda og eftir dvöl á sjúkrahúsi lá leiðin á dvalarheim- ilið Hlíð á Akureyri. Hún náði aldrei fyrri heilsu eftir þetta og dvaldist hún á Hlíð þar til yfir lauk. Hún var yngst fjögurra systra sem allar eru látnar. Þegar systir hennar Sigríður, sem var móðir mín, lést í apríl 2007 missti Anna mikið. Þær syst- ur voru mikið samvistum, ekki síst síðustu árin, og tóku oft í spil sér til mikillar ánægju ásamt Tryggva bróður mínum sem lést í apríl 2010. Anna sagði oft eftir lát mömmu: „Mikið óskaplega sakna ég hennar Siggu systur.“ Allar voru þær systur yndis- legar, glaðværar og sómakonur í hvívetna. Anna var stórglæsileg kona og ávallt vel klædd, skapgóð, létt í lund og stutt í hláturinn. Gestris- in með afbrigðum og alltaf jafn ánægjulegt og gaman að hitta hana og spjalla. Ég minnist henn- ar með hlýju, væntumþykju og virðingu. Elsku Anna mín, þín verður sárt saknað, en ég held líka að þú hafir verið hvíldinni fegin og að vel verði tekið á móti þér á nýjum stað af foreldrum, systrum og öðrum ástvinum sem og vinkon- um þínum sem farnar eru. Hafðu þökk fyrir allt og blessuð sé minn- ing þín. Erling Ragnarsson. Þá er hún Anna frænka farin frá okkur. Hún kvaddi þegar jóla- ljósunum fór að fjölga og ég fór að hugsa um síðustu jólaheimsókn okkar fjölskyldunnar til hennar. Við höfðum þann sið síðustu árin að færa henni jólakortið á að- fangadag. Það var allt svo fágað og fínt hjá henni og jólaskrautið á sínum stað. Við sátum um stund yfir kaffi, konfekti og í notaleg- heitum. Það var sería uppi við loftið, allt eins og hefði verið not- uð reglustika við uppsetninguna, og jólaóróarnir með jöfnu milli- bili; svo jafnt var það. Þegar spurt var hver hefði hjálpað henni við að hengja allt upp varð hún bara hissa. „Nú ég fór bara með eld- húsborðið inn í stofu og stóð uppi á því,“ sagði þessi 81 árs gamla elska. Það fór nú reyndar svo að skrautið tókum við niður eftir jól- in því skömmu síðar lærbrotnaði hún og við tók næstum þriggja ára ferli með veikindum og heilsu- leysi. Hún tók því með miklu jafn- aðargeði sem að höndum bar, kvartaði aldrei og var þakklát allri aðstoð sem hún fékk eftir það, hvort sem það var á Krist- nesspítala, FSA eða á Dvalar- heimilinu Hlíð. Anna hafði oft orð á því hvað allt þetta starfsfólk væri yndislegt og því var ég sam- mála. Deildin hennar, Beykihlíð, varð hennar heimili í tæp tvö ár. Þar er einstakt fólk við störf sem öllum sýnir hlýju og virðingu og hafi það þökk fyrir. Anna frænka var yngsta systir mömmu minnar Ingibjargar, en á milli þeirra voru tvær aðrar syst- ur, Hrefna og Sigríður. Alltaf var mjög hlýtt á milli þeirra systra allra. Þær höfðu mikið yndi af spilamennsku og tóku í spil ef færi gafst. Anna var engin und- antekning þar og spilaði við Siggu systur sína og Tryggva son henn- ar daglega eftir að hún hætti að vinna. Þær eru óteljandi minning- arnar um þessa yndislegu konu, sem alltaf var svo fín og vel til höfð. Allt sem hún gerði var af ná- kvæmni og vandvirkni og hún tal- aði svo fallega um alla. Heimilið var hlýlegt og hún þurfti aldrei aðstoð við þrif. „Þetta er líkams- ræktin mín,“ sagði hún; aldrei rykkorn þar. Jólakortin hennar voru listaverk, saumuð með silki og svo fallega skrifuð. Tvisvar fór hún með okkur stórfjölskyldunni til Danmerkur að heimsækja Bjarna bróður, þegar hann varð fimmtugur og síðar á fjölskyldumót þar sem líka var fólkið okkar frá Noregi. Með okkur var líka Dodda systurdóttir hennar, sem var henni mjög kær. Anna fylgdist ótrúlega vel með okkur öllum, börnum og barna- börnum systra sinna og átti líka vini í langömmubörnum þeirra. Anna átti nokkrar afbragðsgóðar vinkonur sem hún hafði alltaf gott samband við, sumar frá unglings- árum. Anna átti heima í sama húsinu í 50 ár og að eigin sögn átti hún heimsins bestu nágranna, sem sumir fluttu um leið og hún í húsið. Nú er hún farin frá okkur og ég sakna hennar. Að geta ekki sest niður hjá henni á Hlíð með kaffibolla og heyra öll fallegu orð- in hennar þegar hún kvaddi mig um leið og ég fór. Hvíl í friði elsku frænka og guð geymi þig. Þórey (Tóta), Guðmundur, Sigríður Íris og Sigrún Björg. Í huga okkar systkina er aðeins til ein Anna frænka og nú hefur hún kvatt þennan heim. Við minn- umst Önnu frænku með mikilli hlýju og það er auðvelt að rifja upp fallega brosið hennar og smitandi hláturinn. Anna ólst upp með systrum sínum þremur sem allar voru jafnelskulegar og það var kært á milli þeirra. Anna flutti með foreldrum sínum á Sólvellina og þaðan eigum við öll góðar minningar. Heimili Önnu var snyrtilegt og notalegt, hún átti heilmikið af blómum og á miðju stofugólfinu stóð lengi risastórt pálmatré sem hafði þann mátt að þegar setið var undir því var auð- velt að ferðast í huganum til fjar- lægra landa. Annað á heimilinu vakti athygli barnsaugans en það var ótrúlega falleg kristalsljósa- króna sem var lengi vel það feg- ursta sem við systurnar höfðum augum litið. Já, það voru sko ekki svona flott demantaljós í Skaga- firðinum. Okkur þótti Anna vera mjög veraldarvön, hún hafði ferðast út fyrir landsteinana og fylgdist með tískunni. Það var gaman að heim- sækja Önnu frænku, hún var við- ræðugóð og fylgdist með fréttum og öllu sínu fólki. Í gegnum tíðina var hún mjög dugleg að koma og gleðjast með okkur við öll mögu- leg tækifæri og tók alltaf með sér góða skapið og fallegan varalit. Anna fór ung að vinna hjá Kaup- félaginu og starfaði þar í 49 ár. Þegar við áttum erindi til Akur- eyrar var alltaf gaman að kíkja í vinnuna til Önnu og kasta á hana kveðju. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum í rúllustiganum í Kaupfélaginu á meðan Anna sýndi mömmu ýmsan varning sem var þar til sölu. Fyrir rúmum þremur árum var haldið lítið ættarmót í Dan- mörku. Anna var þar aldursfor- setinn og hrókur alls fagnaðar og erum við þakklát fyrir góðar minningar frá dvöl okkar ytra. Við eigum eftir að sakna Önnu frænku. Hafðu þökk fyrir allt elskulega frænka okkar. Jón Ingi, Anna Elísabet, Ólafur Gunnar, Inga Heiða og fjölskyldur. Anna Sigurbjörg Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.