Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 30

Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 Í dag, 16. desember, hefði góður vinur minn Gunnlaugur G. Björnsson orðið 79 ára en hann dó 31. okt. síðastliðinn. Það er öruggt mál að það er eitt sem ég sakna í dag og það er það að eiga ekki ánægjulega stund í símanum að tala við Gulla eins og hann var ávallt kallaður. Ég hafði það fyrir sið Gunnlaugur Grétar Björnsson ✝ GunnlaugurGrétar Björns- son fæddist í Tjarn- arkoti í A-Land- eyjum 16. desember 1932. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Kjarnalundi við Akureyri 31. október 2011. Útför Gunnlaugs fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 7. nóvember 2011. eftir að ég fluttist suður á Akranes að ég hringdi alltaf í hann á afmælisdag- inn hans. Alltaf var hann jafn undrandi á því að ég skyldi gefa mér tíma til að hringja í hann en þetta spjall okk- ar var hluti af því að jólin væru að koma. Hann þurfti alltaf að vera viss á því að við hefðum það gott og sérstaklega vildi hann vita hvernig börn- unum mínum vegnaði. Þegar ég talaði við hann í fyrra var ég að undirbúa smá veislu í tilefni af því að dóttir mín var að verða stúdent. Það fannst honum að gæti nú bara ekki staðist því ég hefði verið smástelpa í Hólum fyrir smástund. Ég held að ég hafi verið sex ára þegar ég kynntist Gulla en þá fluttist hann ásamt Auð- björgu móður sinni í Hólakot, næsta bæ við mig. Og þar sem það var mjög stutt á milli bæj- anna kynntumst við fljótt og ekki leið á löngu þar til ég fór að hlaupa ein á milli bæjanna til að heimsækja þau. Alltaf var manni tekið eins og sjálfur kóngurinn væri að koma í heim- sókn og Gulli hafði ótrúlega þol- inmæði að hafa mann á hæl- unum á sér þegar hann var að gefa kindunum og hænsnunum. Hann var óþrjótandi að segja manni sögur af skepnunum sín- um, og ekki veit ég hvað hann var búinn að segja mér margar sögur af þeim og ýmsu öðru meðan hann var að gefa kind- unum heyið. Svo komst ég fljótt að því að hann hafði gaman að vísum því pabbi minn var alltaf með vísur á takteinunum þegar hann hitti Gulla og þá hristi Gulli höfuðið og leit á mig eða einhvern ann- an nærstaddan og benti á pabba og spurði: „Hvað kann þessi maður eiginlega margar vísur“. Þetta greip ég vitaskuld á lofti og fór að semja vísur til að geta sagt Gulla, og reyndi að semja vísur sem var hægt að syngja við eitthvert ákveðið lag. Síðan var kvæðið, ef kvæði skyldi kalla, skrifað niður og farið í heimsókn suður í Hólakot til Gulla, og hann söng og söng kvæðið með mér. Þetta finnst mér sýna vel hve Gulli var mik- ill ljúflingur því örugglega hef- ur þetta ekki verið auðvelt verkefni en með þessu tókst honum að gleðja barnssálina. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá og reyndi alltaf að gera hvað hann gat til að bæta hag annarra ef eitthvað amaði að. Þakklátur var hann og það var alltaf eins og maður væri að gera honum stóran greiða hversu lítið það var sem maður gerði fyrir hann. Ég heyri í huga mér orðin sem hann kvaddi mig ávallt með þegar ég hringdi í hann. „Elsku Gilla mín, þakka þér fyrir að hringja og hafðu þökk fyrir allt og allt í gegnum árin og sérstaklega ár- in mín í Hólakoti og hafðu það ætíð sem best“. En elsku Gulli minn, það er miklu frekar mitt að þakka og því segi ég: Hafðu þökk fyrir allt og allt. Geirlaug Jóna Rafnsdóttir. ✝ Hörður Sveins-son fæddist í Reykjavík 15. mars 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. nóv- ember 2011. Foreldrar Harð- ar voru Sveinn Guðbrandur Björnsson póst- fulltrúi, f. 1897, d. 1966, og Stefanía Einarsdóttir húsfrú, f. 1897, d. 1993. Systk- ini Harðar eru Jón Einar, f. 1924, d. 1924, Birna Muller, f. 1925, Jóna, f. 1927. Hörður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ásdísi S. Sig- urðardóttur, 1957. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Magnús vél- tæknifræðingur, f. 1959, kvæntur Þórunni Kristjáns- dóttur forstöðuþroskaþjálfa, f. 1959. Börn þeirra eru Kristján Fann- ar, Stefán Steinn og Ásdís. 2) Anna María listmeðferð- arfræðingur, f. 1963, gift Konráði Gylfasyni kvik- myndagerð- armanni, f. 1962. Börn þeirra eru Hörður Sveinn og Helena. Hörður útskrifaðist í hópi fyrstu símvirkja á Íslandi árið 1955. Hann vann við símvirkj- un hjá Landsímanum til 1960, en þá réðst hann til starfa hjá Flugmálastjórn. Hörður starf- aði sem aðflugshönnuður til margra ára og síðar sem deildarstjóri kortadeildar. Útför Harðar fór fram í kyrrþey. Höddi. Nýbónaður bíll, 5050, bros, vinnusemi, glansandi skór, glett- inn, ákveðinn, hjálpsamur, ljúf- ur. Sýndi mér kjallarann í bú- staðnum í sumar, er að innrétta geymslu, koma fyrir ljósum, „flott undir verkfærin“, ánægður með verkið. Halldór minn vantar bók, hún er til í Fellsmúlanum, Höddi kominn að vörmu með bókina, hjálpar mér að losa lista. Svo allt í einu, farinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast vinkonu þriggja ára og fékk foreldrana með, vin- áttu þeirra og umhyggju. Með auðmýkt þakka ég Herði samfylgdina þessi 45 ár. Söknuðurinn er mikill en minningin yljar. Hugurinn er hjá Ásdísi, Önnu, Konna, Sigga, Þórunni og afa- börnunum. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur. Bára og Halldór Stefán. Hörður Sveinsson ✝ Hreinn Gunn-laugsson fædd- ist 24. apríl árið 1931 á Siglufirði. Hann lést á dval- arheimilinu Felli 4. desember 2011. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ágústa Guðmunds- dóttir, f. 30. nóv- ember 1906, d. 22. október 1984, og Gunnlaugur Sigurvin Ein- arsson, f. 21. janúar l901, d. 24. júlí 1981. Þau skildu. Hreinn ólst upp í Eyjafirði hjá föðursystur skipstjóri og útgerðarmaður úr Hrísey í Eyjafirði. Hreinn var ókvæntur og barnlaus. Hann átti eina alsyst- ur og tvö hálfsystkini sam- mæðra: Svafa Gunnlaugsdóttir, f. 11. október 1928. Guðmundur Ragnar Ragnarsson, f. 20. sept- ember 1942, látinn 11. apríl 2007. Þuríður Ragnarsdóttir, f. 9. apríl 1949. Hreinn lauk minna vélstjóra- prófi á Akureyri 1949 og var eft- ir það mikið á sjó, á togurum mest framan af, lengst á togar- anum Úranusi, en síðar mest á fiskibátum. Hann lauk einnig meiraprófi bifreiðarstjóra og ók um langt skeið vörubifreiðum og einnig leigubifreiðum. Útför Hreins verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 16. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. sinni, Kristínu Björgu Ein- arsdóttur, f. 15. september 1894, og manni hennar Guð- mundi Rögnvalds- syni, f. 24. október 1891. Föðurforeldrar Hreins voru Rann- veig Guðmunds- dóttir og Einar Bjarnason. Þau bjuggu í Eyjafirði. Móðurfor- eldrar hans voru Sigríður Sig- urðardóttir úr Skarðdal í Siglu- firði og Guðmundur Jörundsson, Ég var á gangi með systur minni, Margréti, í miðborg Reykjavíkur í miðnætursól og mikilli veðurblíðu þann 18. júní 1968 — og nánast enginn á ferli. Leiðin lá niður á höfn, eins og svo oft áður. Við röltum í áttina að gömlu togarabryggjunni. Skyndilega sáum við mannþyrp- ingu og marga bíla á bryggjunni við einn af togurunum okkar. Togarinn var greinilega að bú- ast til brottferðar. Og allt í einu horfist ég óvænt í augu við Hrein frænda í miðri þyrpingunni. Ég byrja strax að spyrja hann í þaula hvort hann sé um borð og hvert sé verið að fara og var þá mikið niðri fyrir, enda var ég að leita mér að góðu plássi eftir strangan námsvetur. Við Hreinn Gunn- laugsson, sem nú er kvaddur í hinsta sinn, erum systrasynir. Kristín móðir hans og Helga, móðir mín, báðar Guðmundsdæt- ur, voru systur frá Siglufirði, síldarbænum magnaða fyrir norðan. Jú, Hreinn var þarna á bryggj- unni orðinn vélstjóri á togaranum Úranusi, einum Tryggva-togar- anna svonefndu, sem var að búast til brottferðar í siglingu með afla á erlendan markað. „Og hvenær farið þið,“ spurði ég og var þá orðinn uggandi um að ég væri kannski að missa af góðu tæki- færi. „Viltu að ég tali við kallinn fyrir þig?“ spurði Hreinn skyndi- lega. Og ég hélt það nú. Og hann hvarf léttur í spori um borð. Ég beið í ofvæni, sagði ekki aukatek- ið orð. Hreinn kom von bráðar og sagði mér að sækja dótið mitt, sem ég gerði á methraða. Þetta hafði mig dreymt um, að sigla til annarra landa oft og lengi og þéna vel. Og þetta gekk allt eftir. Svona var Hreinn frændi. Allt- af tilbúinn til að greiða götu þeirra sem leituðu ásjár hjá hon- um. Hann var og með eindæmum góður við börn, góður við okkur öll yngra frændfólkið sitt, með einstaklega ljúft og gott skap, varkár í orðum og aldrei að flýta sér. Þó gat hann verið fastur fyrir og ákveðinn, og jafnvel byrst sig ef þess þurfti með. Og það var svo merkilegt með Hrein að hann talaði við okkur börnin í stór-fjölskyldunni sem jafningja og af virðingu. Hann hafði einkakáetu á Úranusi þar sem við sátum oft og spjölluðum sem jafningjar um lífið og til- veruna. Hreinn var vinsæll um borð. Hann var víðlesinn og fróður um ótrúlega margt. Hann hafði góða frásagnargáfu og talaði vandaða íslensku með norðlenskum hreim. Við Hreinn frændi urðum nán- ir skipsfélagar og vinir sumarið 1968, þrátt fyrir mikinn aldurs- mun. Hreinn var góður frændi alla tíð og er ég þá einnig að tala fyrir hönd systkina minna. Hann var lífsglaður, andlega þenkjandi maður og mikill húmanisti — mannvinur. Eftirlifandi frænkum mínum og systrum Hreins, þeim Svövu og Þuríði og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Fjölskyldu Guðmundar, „Mugga“ frænda á Vopnafirði, bróður þeirra systkina, votta ég einnig dýpstu samúð, en Muggi frændi lést fyrir nokkrum árum. Ég minnist Hreins með virð- ingu, hlýju og þökk fyrir vinátt- una, lífsstuðninginn og leiðsögn- ina á mínum mótunarárum og æ síðan. Blessuð sé minning Hreins frænda. Jón Börkur Ákason. Hreinn Gunnlaugsson Við erum mörg sem minn- umst af þakklæti Vilhjálms Grímssonar úr kirkjustarfinu í Hallgrímskirkju. Þar var hann skemmtilegur og trúfastur félagi í messuþjónahópi, við árdegis- messur á miðvikudögum og á mörgum námskeiðum á vegum Starfs- og leikmannaskóla þjóð- kirkjunnar. Þá mætti hann manna fyrstur hvern einasta mánudag á stundir um biblíu- lega íhugun í kapellu Grensás- kirkju, jafnvel eftir að veikindin fóru að setja mark sitt á líðan hans. Vilhjálmur gaf óhikað af sjálf- um sér og trú sinni. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd og vitnaði gjarnan um reynslu sína, öðrum til mikillar uppörvunar á göngu trúarinnar. Það var gaman að ræða við hann um Biblíuna og kristna trú enda Vilhjálmur Grímsson ✝ VilhjálmurGrímsson tæknifræðingur fæddist í Færeyjum 3. ágúst 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. nóv- ember 2011. Vilhjálmur var jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju 18. nóv- ember 2011. var Vilhjálmur af- burða vel gefinn maður og víðlesinn. Orð sr. Björns Halldórssonar úr sálmi 454 í sálma- bók þjóðkirkjunnar lýsa vel trúaraf- stöðu og iðkun Vil- hjálms Grímssonar: Mín innsta hjartans iðja og unun sé það nú að vaka vel og biðja í von á þér og trú, og svo í friðarfaðminn þinn að fela allan lífshag minn. Þá skal ég óttast eigi, þinn engill fylgir mér og þótt í dag ég deyi, þá djörfung samt ég ber til þín, ó, Guð, að gull í mund mér geymi þessi morgunstund. Fjölskylda Vilhjálms var hon- um afar hjartfólgin. Þeim bið ég blessunar Guðs og varðveislu um ókomna tíð. Minningin um góðan dreng lifir, og ekki aðeins minningin því „sáð er forgengi- legu, en upp rís óforgengilegt… Sáð er í veikleika, en upp rís í styrkleika. Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur lík- ami“, (1Kor. 15.42-44.) Í þeirri kröftugu upprisutrú er líf hans fólgið. María Ágústsdóttir. Kæri frændi minn og jafnaldri er látinn. Við ólumst upp öll saman systkinabörnin á Minnibakka, feður okkar byggðu saman par- hús, við vorum öll Jónsbörn, faðir minn Jón og móðir Sævars voru systkin, Emma með sín sex börn og Jón tvö. Það var oft fjör í hús- inu hjá okkur, mæður okkar voru miklar handavinnukonur, það voru saumuð á öll börnin ný föt, náttföt, rúmföt og gardínur fyrir hver jól. Feður okkar máluðu öll herbergi fyrir hver jól, þeir byggðu sjálfir húsið okkar frá a-ö enda báðir þúsundþjalasmiðir að vestan. Við áttum góð uppeldisár á Nesinu, allir krakkar vinir, skólinn í næsta húsi, skíðabrekka við hinn endann, skautasvellið í Mýrinni, sjórinn við túnfótinn og Holtið með öllum kríunum. Um áramót til 6. janúar vorum við upptekin við að fylgjast með Sævar Líndal Jónsson ✝ Sævar LíndalJónsson fædd- ist í Reykjavík 17. júní 1939. Hann lést á heimili sínu 28. nóvember 2011. Útför Sævars fór fram frá Graf- arvogskirkju 9. desember 2011. álfunum flytja sig um set í Esjunni, við vissum það síðar að þetta voru bílljós. Það voru góð ár á Nesinu þar til dró til tíðinda, þegar Jón faðir Sævars lést 34 ára gamall á sjúkra- húsi í Danmörku, þá voru yngstu börnin, tvíburarnir, 9 mán- aða og elsta barnið 12 ára. Aldrei gleymi ég því þeg- ar við börnin horfðum á föður minn skrúfa stofurúðuna úr til þess að koma kistunni inn, hún átti að standa þar í eina viku. Aft- ur horfðum við á Jón föður minn taka rúðuna úr þegar átti að jarð- setja Jón Líndal. Þetta voru erf- iðir tímar fyrir ekkjuna ungu með öll börnin sín sex, það var styrkur að hafa bróður sinn og mágkonu í hinum endanum enda voru þær góðar vinkonur og börnin öll samrýmd, þetta var eins og ein stór fjölskylda. Sævar lærði til stýrimanns og bætti við sig Lordinum. Hann sigldi hjá SÍS, Eimskip, Jöklum og Ríkisskipum þar til hann fór í land vegna veikinda. Sævar lætur eftir sig tvær dætur, barnabörn og eitt langafabarn. Hvíl í friði, elsku frændi. Dagný Jónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra FRIÐRIKS AXELS ÞORSTEINSSONAR, Markarvegi 4. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki blóðlækningadeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Helga Þ. Einarsdóttir, Inga Ísaksdóttir, Matthías Örn Friðriksson, Svafa Grönfeldt, Bjarki Hrafn Friðriksson, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir, Gunnar Hafsteinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR PÉTURSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 17. nóvember. Sigurður Ólafsson, Örn Ólafsson, Ólafur Þ. Ólafsson, Valur Ólafson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.