Morgunblaðið - 16.12.2011, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
Ný stendur sýning á verkum
Bjargar Atla í Menningarsal
Hrafnistu í Hafnarfirði. Á sýn-
ingunni eru 19 nýleg akrýl-
málverk, litrík verk og ljóðræn
í óhlutbundnum expression-
ískum stíl. Sýningin stendur til
3. janúar og er öllum opin frá
kl. 14.30 til 19.
Björg útskrifaðist úr mál-
aradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1982. Hún hef-
ur verið með eigin vinnustofu síðan 1982 og
kenndi málun á námskeiðum í Myndlistaskólanum
í Reykjavík 1982-87. Þetta er fyrsta einkasýning
Bjargar á árinu, en hún hefur tekið þátt í þremur
samsýningum á vegum Grósku.
Myndlist
Björg sýnir á
Hrafnistu
Björg
Atla
Jón Svavar Jósefsson óperu-
söngvari og jazzkvartettinn
Ferlíki leika jazz- og dægurlög
úr ýmsum áttum á Café Haiti
næstkomandi laugardag.
Ferlíki kemur fram í nokkuð
breyttri mynd þar sem
trommuleikarinn Magnús
Tryggvason Eliassen á ekki
heimangengt, en í hans stað
kemur trompetleikarinn Ragn-
hildur Gunnarsdóttir. Aðrir
Ferlíkismenn verða á sínum stað; Ásgrímur Ang-
antýsson leikur á píanó, Jón Ómar Árnason á gít-
ar og Þórður Högnason á bassa. Skammt er síðan
Jón Svavar tróð upp með Ferlíki á Rósenberg.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Tónlist
Jón Svavar og
Ferlíki á Café Haiti
Jón Svavar
Jósefsson.
Ragna Sigurðardóttir mynd-
listargagnrýnandi og rithöf-
undur tekur þátt í spjalli um
sýningu Daða Guðbjörnssonar
Á slóðum Ódysseifs, en hún
skrifar texta um verk og feril
Daða í bók sem Opna gaf út
samhliða sýningunni.
Sýningin er tvískipt, annars
vegar verk sem Daði hefur
málað á undanförnum þremur
árum og hins vegar eldri verk
frá 1998-2008. Daði hóf feril sinn þegar „Nýja
málverkið“ svokallaða kom fyrst fram á Íslandi og
einkennast eldri verk hans af hrárri og sjálf-
sprottinni framsetningu, en stíll hans hefur þróast
í átt að mýkri og fágaðri tjáningarmáta.
Myndlist
Ragna spjallar um
Daða og Ódysseif
Ragna
Sigurðardóttir
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hef-
ur ákveðið að bjóða stjórnmála-
mönnum í Berlín styrk til náms við
stofnun sína um rýmistilraunir. „Ég
vil bjóða upp á annan námskost
vegna þess að ég tel að list eigi að
hafa áhrif á heiminn,“ segir Ólafur
um framtak sitt í samtali við þýska
vikuritið Der Spiegel. „Það er ekki
fyrr en við getum losað okkur við
hina ræktuðu fjarlægð hefðbund-
inna listháskóla á heiminn sem við
getum komið á raunverulegu sam-
bandi við hann. Það á vitaskuld
einnig við um stjórnmálin og for-
vígismenn þeirra.“ Hann segir að í
náminu sé áhersla lögð á gagnrýna
hugsun, tilraunir og umræður. Í
náminu séu gerðar sömu kröfur og
búast megi við í venjulegu há-
skólanámi. Síðan eigi stjórn-
málamennirnir rétt eins og lista-
menn, sem sæki námið, að búa yfir
sannfæringu um að hægt sé að
breyta heiminum. Ólafur er spurð-
ur hvort hann telji að skorti á list-
ræna menntun stjórnmálamanna.
Svar hans er stutt: „Já.“
Stofnun Ólafs tengist listaháskól-
anum í Berlín. Á heimasíðu segir að
þar sé ekki boðað rof við allt sem á
undan er komið. „Öllu heldur styðj-
um við hægfara byltingar. Þegar
afgerandi breytingar gerast á vett-
vangi hins smáa geta þær með tím-
anum breytt heilu samfélagi eða
heimssýn.“
Morgunblaðið/Þorkell
Styrkir Ólafur Elíasson vill opna
augu stjórnmálamanna í Berlín.
Býður póli-
tíkusum
námsstyrk
Ólafur Elíasson
býður styrk til náms
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Sagan upp á hvern mann nefnist bók
eftir Rósu Þorsteinsdóttur, rannsókn-
arlektor hjá Árnastofnun, sem nýverið
kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum. Í bókinni er fjallað
um heimssýn í ævintýrum og sagna-
sjóðum átta Íslendinga sem valdir voru
úr hópi þeirra fjölmörgu sem sagt hafa
ævintýri sín og sögur inn á segulbönd
sem varðveitt eru í þjóðfræðisafni stofn-
unarinnnar.
Að sögn Rósu hefur hún unnið við
þjóðfræðisafnið frá árinu 1994 og fékk
fljótlega áhuga á ævintýrum. „Við bú-
um svo vel hérlendis að eiga upptökur
af ævintýrum, en í flestum nágranna-
löndum okkar hafa fræðimenn skoðað
ævintýrin einvörðungu sem ritaða
texta,“ segir Rósa og bendir á að lengi
hafi verið talið að ævintýri væru í afar
föstum skorðum og alltaf sögð með
sama hætti. „En þegar þjóðsagna-
fræðingar fóru að beina sjónum sínum
að sagnafólkinu sjálfu kom í ljós að svo
er ekki og íslensku upptökurnar stað-
festa að sögurnar taka breytingum í
hvert sinn sem þær eru sagðar.“
Útrás fyrir drauma og þrár
„Önnur tilgáta erlendra fræði-
manna gengur út á að ævintýri séu
sagnagrein fátæka fólksins, sem fái
útrás fyrir drauma sína og þrár í æv-
intýrunum,“ segir Rósa og tekur
fram að rannsókn hennar hafi ekki
staðfest þetta nema að hluta. „Þannig
kom það mér á óvart að allar kon-
urnar sex sem ég valdi voru aldar upp
á vel stæðum sveitaheimilum og hlutu
meiri menntun en algengt var með
stúlkur sem fæddar voru um alda-
mótin nítjánhundruð. Karlarnir tveir
voru hins vegar aldir upp í mikilli fá-
tækt og gafst ekki færi á skólagöngu.
Það er ljóst að öll hefðu þau viljað
mennta sig meira ef tækifæri hefði
gefist, þannig að kannski má segja að
ævintýrin séu sagnagrein þeirra sem
hefðu viljað verða eitthvað meira en
aðstæður þeirra buðu upp á,“ segir
Rósa. Tekur hún fram að val hennar
á sagnafólki hafi stjórnast af því
hversu mörg hljóðrituð ævintýri voru
til með viðkomandi, en oftast voru 10-
20 ævintýri til hljóðrituð með hverj-
um og einum sagnamanni bók-
arinnar.
Meðal þess sem Rósa leitar svara
við í bók sinni er hvort náttúrlegt eða
félagslegt umhverfi endurspeglist í
ævintýrunum sem sagnafólkið velur
að segja. Æviskeið fólksins var því
kannað og sagnasjóður hvers og eins
gaumgæfður. „Niðurstaðan er sú að
ævintýrin geta endurspeglað lífs-
viðhorf, gildismat og lífsreynslu
fólksins sem segir þau og til þess að
komast nær merkingu ævintýranna
skiptir verulegu máli að þekkja ævi
sagnafólksins sem segir þau og um-
hverfið sem það bjó í,“ segir Rósa.
Spurð hvort ævintýrin beri þess
merki að vera sögð af Íslendingum
segir Rósa að þó yfirleitt megi tengja
ævintýrin við alþjóðleg sagnaminni
þá hafi þau langoftast fengið á sig ís-
lenskan blæ. „Þannig minnir kon-
ungsríkið á stórbýli þar sem kotið er
hjáleigan og umhverfið verður allt
mjög kunnuglegt,“ segir Rósa og tek-
ur fram að allir hafi gott af því að lesa
og hlusta á ævintýri. Þess má geta að
úrval sagnanna er prentað í bókinni,
en einnig er hægt að hlusta á sög-
urnar á vefnum:www.arnastofnun.is/
saganuppahvernmann.
Ævintýraheimur Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor við Árnastofnun.
Ævintýrin
endurspegla
lífsreynsluna
Þjóðfræðisafnið
» Í ársbyrjun 2008 mátti finna
475 upptökur af ævintýrum í
þjóðfræðisafni Árnastofnunar.
» Ævintýrin voru í frásögn 155
einstaklinga.
» Alls voru 396 ævintýri sögð
af konum og 79 sögð af karl-
mönnum.
» Hallfreður Örn Eiríksson,
Jón Samsonarson og Helga
Jóhannsdóttir söfnuðu stærst-
um hluta safnsins á árunum
1963-75.
Sagnasjóður átta Íslendinga skoð-
aður í bókinni Sagan upp á hvern mann
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju
verða haldnir nú um helgina og með-
al annars frumflytur Eivør Páls-
dóttir nýtt jólalag sitt á tónleik-
unum. Ásamt Kór Langholtskirkju
syngur Gradualekór Langholts-
kirkju. Jón Stefánsson stjórnar.
Lag Eivarar, sem hún nefnir Jóla-
minnir, vitraðist henni í draumi fyrir
stuttu og hún tileinkar það öllum
sem ekki eru með okkur lengur og
við söknum sérstaklega á jólunum.
Hún hefur sérstaklega í huga föður
sinn sem lést á árinu.
Kórar Langholtskirkju flytja jóla-
lög hvor fyrir sig og einnig saman.
Gestakór verður Táknmálskórinn.
Hljóðfæraleik annast Hallfríður
Ólafsdóttir og Arna Kristín Ein-
arsdóttir á flautur, Monika Abend-
roth á hörpu og Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir á orgel. Einnig leika þeir
Kjartan Valdemarsson á píanó,
Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur
Grétarsson á trommur.
Einsöngvarar eru Andri Björn
Róbertsson, Eivør Pálsdóttir, Guð-
rún Matthildur Sigurbergsdóttir og
Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig
syngja kórfélagar úr Gradualekór
Langholtskirkju einsöng.
Alls verða fernir tónleikar að
þessu sinni, hinir fyrstu í kvöld kl.
23, þá á morgun, laugardag, kl. 20 og
23 og loks á sunnudag kl. 20.
Jólasöngvar í Langholtskirkju
Jólalög Kór Langholtskirkju heldur Jólasöngva sína í þrítugasta og fjórða
sinn í kvöld, annað kvöld og á sunnudag.
Frumflutt nýtt jólalag Eivarar Pálsdóttur
Fyrir stuttu kom út bókin Stórlaxar
eftir Þór Jónsson og Gunnar Bend-
er. Í bókinni er rætt við sjö lands-
þekkta veiðimenn, karla og eina
konu, sem Gunnar segir eiga það
sameiginlegt að vera veiðimenn en
sum hafi meiri áhuga á silungs- en
laxveiðum. Hann segist hafa gert
áþekka bók með Eggerti Skúlasyni
fyrir tuttugu og fimm árum og tími
til kominn að gera aðra slíka enda
hafi margt breyst frá þeim tíma.
„Bæði er sportveiði orðin meiri al-
menningsíþrótt og svo eru líka kon-
ur jafnt sem karlar að veiða í dag,
en það voru eiginlega bara karlar
áður fyrr.“ Einnig segir Gunnar að
sumir viðmælendur þeirra séu
þekktir fyrir annað en veiðiskap og
nefnir Kristin Sigmundsson og
Njörð P. Njarðvík sem dæmi um
það. „Við reyndum að hafa sem
ólíkasta viðmælendur í bókinni og
einnig að ræða við veiðimenn sem
stunda jafnt silungsveiði sem lax-
veiði þó að bókin heiti Stórlaxar.“
Rætt við lands-
þekkta veiðimenn
Viðtöl um silungs- og laxveiði
Stórlaxar Gunnar Bender ræddi við
lax- og silungsveiðimenn.
Í söngleiknum verður
forsaga Powers tekin
fyrir, sögusviðið Lundúnir á
sjöunda áratugnum39
»