Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 39

Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 39
Vefurinn Hollywood Reporter greinir frá því að leikarinn Mike Myers sé að vinna að söngleik um breska njósnarann Austin Powers, persónuna sem hann lék í þremur gamanmyndum. Í söngleiknum verður forsaga Powers tekin fyrir, sögusviðið Lundúnir á sjöunda ára- tugnum, og ljósi varpað á hvernig Powers öðlaðist „mojo“-ið. Myers mun ekki leika í söngleiknum og fylgir ekki sögunni hver muni fara með hlutverk Powers. Stuð Myers í hlutverki njósnarans skemmtanaglaða, Austin Powers. Austin Powers söngleikur MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 -10 (Power) ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (700kr.) - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 4 (950kr.) - 6 BLITZ Sýnd kl. 8 -10:15 RUM DIARY Sýnd kl. 8 -10:30 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 4 (950kr.) ÞAR SEM LÖGIN TAKA ENDA HEFST RÉTTLÆTIÐ HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH ÍSLENSKT TAL88/100 -CHICAGO SUN TIMES TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! ÍSLENSKT TAL -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 12 THE RUM DIARY KL. 8 - 10.10 12 MONEYBALL KL. 8 - 10.20 L JACK AND JILL KL. 6 L -F.G.G., FBL. ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 - 8 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L TROPA DE ELITE KL. 8 - 10 6 IMMORTALS 3D KL. 10.30 16 JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ELDFJALL KL. 5.45 L Sjáðu nýja myndbandið með JUSTIN BIEBER í þrívídd á undan myndinni! ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 - 8 L MISSION IMPOSSIBLE 4 KL. 6 - 8 - 10.50 16 MISSION IMPOSSIBLE 4 LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 16 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM KL. 3.40 L IMMORTALS 3D KL. 10.10 16 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 9 - 10.10 7 JACK AND JILL KL. 8 L 92% ROTTENTOMATOES JÓLAMYNDIN 2011 Mission Impossible: Ghost Protocol Fjórða kvikmyndin í Mission: Imp- ossible-syrpunni. Ethan Hunt, sá sem fer fyrir sérþjálfuðu liði innan bandaríku leyniþjónustunnar, IMF ( Impossible Missions Force ) er bendlaður ásamt fylgismönnum sínum við mannskæða hryðjuverka- árás í Moskvu og ákveða bandarísk stjórnvöld að leggja IMF niður þar til botn fæst í málið. Hunt og menn hans eru alsaklausir og takast á hendur nær ómögulegt verkefni, að koma í veg fyrir að brjálæðingur sendi kjarnorkusprengju á Banda- ríkin. Gagnrýni um myndina má finna á bls. 40 í blaðinu í dag. Leikstjóri myndarinnar er Brad Bird og með helstu hlutverk fara Tom Cruise, Jeremy Renner, Josh Holloway og Paula Patton. Metacritic: 75/100 Alvin og íkornarnir 3 Íkorninn Alvin og félagar hans Símon og Theódór eru hér mættir í þriðja sinn. Að þessu sinni halda þeir með Davíð, manninum sem tók þá að sér, í siglingu á skemmti- ferðaskipi. Íkornarnir fara að leika sér með flugdreka en verða fyrir því óhappi að dragast með honum frá borði og enda þeir á eyju. Eru þá góð ráð dýr. Myndin er sýnd með íslensku tali og með helstu hlutverk í talsetningunni fara Orri Huginn Ágústsson, Atli Rafn Sig- urðarson, Víðir Guðmundsson, Ólafur S.K. Þorvaldz og Bjartmar Þórðarson. Aðalleikarar i mynd- inni, þeir sem leika á móti hinum teiknuðu íkornum, eru Jason Lee, Amy Poehler, Justin Long og Ann- ar Faris. Leikstjóri er Mike Mitch- ell. Metacritic: 11% Í Bíó Paradís verða engar kvik- myndir frumsýndar í dag en sýn- ingar hefjast á kvikmyndinni Eld- fjall og Rare Exports verður endursýnd. Bíófrumsýningar Úrvalslið og íkornar í klípu Íkornastuð Úr kvikmyndinni Alvin og íkornarnir 3 sem sýningar hefjast á í dag. Íkornarnir komast í hann krappan og lenda fyrir slysni á eyju. Geturðu lýst þér í fimm orðum? Hress, hugmyndarík, ástríðufull, sérvitur og ákveðin. Hvort eru móálótt eða bleikálótt hross fallegri? (spyr síð- asti aðalsmaður, Kristján Bjarki Jónasson) Bleikálótt, ég er svo veik fyrir svartri mön í faxi. Hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? Ég les ekki bækur, kannski seinna. En hver er uppáhaldstónlistarmaðurinn þinn? Þetta er nú heldur ósvaranleg spurning en þeir sem hafa haft áhrif á mig eru t.d. Ro- gers Waters, Claude Debussy, Jón Nor- dal, Bob Dylan, Ozzy Osbourne, Chet Baker, Frank Zappa … ég gæti haldið endalaust áfram og er eflaust að gleyma þeim mikilvægustu. Hver er tilgangur lífsins? Það fer nú eftir því hvernig á það er litið. Tilgangurinn með mínu lífi er að læra, kenna öðrum, hafa áhrif á aðra einstaklinga og auðvitað að hafa gaman. Hver er sætasti með- limurinn í Sykri? Kristján. Ef þú værir ekki í músíkbransanum, hvað værir þú þá að gera? Í myndlist eða eig- andi óþekkts flug- félags í Suður- Afríku. Færðu þér sykur í kaffið? Ég vil mitt kaffi svart og sykurlaust. Ég innbyrði minn sykur á annan hátt. Getur þú lýst dansstíl þínum á djamminu? Fer eftir því hvort ég sé á sveittu djammi eða fínu djammi. Á sveittu djammi þá hoppa ég og skýt hönd- unum á bjánalegan hátt út í loftið í takt við áherslur í textanum sem ég reyni að garga með en á fínu djammi þá nota ég jafnvægið milli axla og mjaðma til að dilla mér pent frá hægri til vinstri. Hvað finnst þér um sætuefni? Helvítis kjaftæði, hreinan sykur, takk. Ertu rokkstjarna? Já. Hvað nærðu mörgum armbeygjum? Eins mörgum og ég vil. Hvað færðu ekki staðist? Bleika molann í Mackintosh. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Já, get sungið eins og Shaggy og Anastacia. Múm eða Sigur Rós? Múm á veturna en Sigur Rós á sumrin. Sushi eða mexíkóskt? Mexíkóskt, fílaða sterkt og sveitt. Hvað fær þig til að skella upp úr? Sér- stakar týpur og fyrir- sjáanlegar aðgerðir þeirra. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Hvert væri töku- nafn þitt ef þú vær- ir heimsfrægur rappari? Hreinan sykur, takk Aðalsmaður vikunnar er Agnes Björt Andradóttir, söngkona hljómsveitarinnar Sykur, sem kemur fram á Jólaplöggi Record Records á Nasa í kvöld, ásamt fleiri hljómsveitum. Hæfileiki Agnes Björt getur sungið eins og Shaggy og Anastacia. Ekki amalegt það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.