Morgunblaðið - 16.12.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011
100/100
„MERRILY OUTRAGEOUS,
OVER-THE-TOP FUN“
-ENTERTAINMENT WEEKLY
88/100
„FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ
HASARATRIÐUM SEM MINNA
EINNA HELST Á LJÓÐLIST“
-CHICAGO SUN TIMES
80/100
„MISSION: IMPOSSIBLE 4 ER SVO VEL
GERÐ AÐ ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HANA
OFTAR EN EINU SINNI TIL AÐ NÁ AÐ
META HANA AÐ FULLNUSTU“
-BOXOFFICE MAGAZINE
NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á S
á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
3D
MÖGNUÐ
ÞRÍVÍDDARMYND
KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
Leikarinn Tom Cruise beraldurinn vel, verður fimm-tugur á næsta ári en djöfl-ast enn og hamast í has-
armyndum eins og hann sé á
þrítugsaldri. Karlinn er í fantaformi,
svo mikið er víst. Í fjórðu Mission:
Impossible-kvikmyndinni fer hann
enn og aftur með hlutverk Ethans
Hunts, forsprakka úrvalssveitar á
vegum bandarískra stjórnvalda sem
falin eru verkefni sem virðist
ómögulegt að leysa og heitir sveitin
því skondna nafni Impossible Mis-
sion Force, skammstafað IMF.
Í upphafi myndar er einn liðs-
manna IMF myrtur af leigumorð-
ingja á vegum huldumanns sem
nefndur er Cobalt. Víkur þá sögunni
að Hunt sem situr í rússnesku fang-
elsi (undir lok myndar kemur í ljós
af hverju) en er bjargað þaðan af fé-
lögum sínum í IMF með miklum
klækjabrögðum. Næsta verkefni
IMF er að komast inn í Kreml í
Moskvu og ná þaðan upplýsingum
um hver þessi Cobalt sé. Hunt og fé-
lagar lenda þar í miklum hremm-
ingum því engar eru upplýsingarnar
og Cobalt stelur tösku sem hefur að
geyma stjórnbúnað fyrir rússneskar
kjarnorkuflaugar. Því næst sprengir
hann Kreml í loft upp og lætur líta
út fyrir að Hunt og félagar standi á
bak við ódæðið. IMF þarf að fara
huldu höfði en hinn grjótharði Hunt
er ekki á því að gefast upp og tekst á
við enn eitt óleysanlega verkefnið
með félögum sínum, að koma í veg
fyrir að brjálæðingurinn Cobalt
hrindi af stað kjarnorkustyrjöld. Til
þess þarf hann skotkóða sem leigu-
morðinginn fyrrnefndi hefur í vörslu
sinni sem og aðgang að gervihnetti.
Cobalt reynist vera sænskur kjarn-
orkuvísindamaður og heldur tæpur
á geði þar sem hann telur kjarn-
orkustyrjöld nauðsynlega þróun
mannkyns. Hefst þá mikið kapp-
hlaup við tímann hjá Hunt og fé-
lögum, koma þarf í veg fyrir að
brjálæðingurinn fái kóðana í hendur
og beita þarf þá ýmsum brögðum.
Söguþráður myndarinnar er ekki
upp á marga fiska og illmennið ansi
klisjukennt, brjálæðingur sem
hyggst tortíma heiminum í James
Bond-stíl. Illmenni þetta er auk þess
tilkomulítið í höndum sænska leik-
arans Mikaels Nyqvist, hann er
gaddfreðinn í þau fáu skipti sem
honum bregður fyrir í myndinni.
Engu að síður er áhorfandanum
haldið við efnið með mögnuðum has-
aratriðum og fer Cruise mikinn í
þeim, klýfur menn í herðar niður og
hleypur eins og skrattinn sé á hæl-
unum á honum stóran hluta myndar.
Eitt hasaratriði ber sérstaklega að
nefna sökum glæsileika en í því klíf-
ur Hunt hæstu byggingu heims,
Burj Khalifa í Dubai. Cruise mun í
raun og veru hafa hangið utan á
byggingunni og leikið í atriðinu, ljóst
að hann þjáist ekki af lofthræðslu.
Myndatakan er hreint mögnuð í
þessu atriði og undirritaður fékk
hreinlega í magann við að horfa á
Cruise gallharðan á ystu nöf.
Inn í þennan mikla Mission: Imp-
ossible-hasarpakka er reglulega
skotið smágríni, Pegg sér einkum
um það enda leikur hann hlægilega
tækninördinn í sérsveitinni. Þá er
gert grín að föstum liðum mynd-
anna, t.d. því að skilaboð eyðist sjálf-
krafa og hátæknigræjurnar bila á
ögurstundu. Tilfinningasemi undir
lokin skemmir töluvert fyrir annars
fínni hasarmynd sem og fyrirsjáan-
legur og lítt spennandi endir. En
leikstjórinn Brad Bird á mikið lof
skilið, þetta er hans fyrsta leikna
kvikmynd sem er merkilegt í ljósi
þess hversu fagmannlega hún er
unnin og hasaratriðin lýtalaus. Bird
á að baki lofsungnar teiknimyndir,
m.a. The Iron Giant og Ratatouille,
og greinilegt að hasarmyndir liggja
jafn vel fyrir honum.
Ógnvekjandi Cruise utan á hæstu byggingu heims í fjórðu Mission: Impossible-kvikmyndinni. Cruise hékk í raun og
veru utan á byggingunni en öryggis var að sjálfsögðu gætt í hvívetna. Lofthræddir áhorfendur haldi sér fast.
Flottur hasar, þunn saga
Sambíóin
Mission: Impossible – Ghost Protocol
bbbmn
Leikstjóri: Brad Bird. Aðalhlutverk: Tom
Cruise, Simon Pegg, Jeremy Renner,
Paula Patton og Mikeal Nyqvist. Banda-
ríkin, 2011. 133 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Þessi „ljómandi“ góða jólaplata kom
eiginlega inn á borð til mín eins og
þruma úr heiðskíru lofti eða eigum
við kannski
frekar að segja
að hún hafi
fallið á það
ljúflega, líkt og
ókennileg en
býsna snotur
snjóflaga?
Hinn lítt
þekkti Ólafur Már Svavarsson legg-
ur hér upp með ljúfa og hátíðlega
jólaplötu sem skírskotar skamm-
laust og mjög svo meðvitað til for-
tíðarinnar. Þegar best lætur svífa
þeir kappar Bing Crosby og Nat
King Cole ljóslifandi yfir hátíðlegum
vötnum og Ólafi tekst að knýja fram
þessa indælu, hjúfrandi stemningu
sem við þekkjum úr þessum allra
klassískustu amerísku jólalögum.
Ólafur styðst þó við ný íslensk lög –
sem er svo rúllað inn í þennan for-
tíðarpakka – og hafi hann þökk fyrir
að koma með ný lög í stað þess að
rölta um þessi gamalkunnugu. Þetta
er plötunni mikill styrkur.
Platan dalar þó þegar þessari
stemningu sleppir, lög eins og
„María og Jósep“ sem hann syngur
ásamt Valgerði Guðnadóttur og
„Leiðin heim“ passa t.a.m. ein-
kennilega við þennan fortíðar-
ramma sem er utan um flest lögin
hérna.
Heilt yfir er þetta þó hið fram-
bærilegasta verk og vel það. Ekkert
er til sparað í hljóðfæraleik og um-
búnaði öllum og ég spái því að Ólaf-
ur eigi ekki eftir að vera svo lítt
þekktur í kjölfar hennar.
Manstu
gamla daga?
Ólafur Már Svavarsson
Ljómandi jól
bbbmn
Arnar Eggert Thoroddsen