Morgunblaðið - 16.12.2011, Side 41
Yfirlit yfir
nýút-
komnar
íslenskar
barna-
bækur.
Fiðlan sem vildi verða fræg
bbnnn
Haraldur S. Magnússon
Myndir: Karl J. Jónsson.
Óðinsauga 2011.
Hér segir frá fiðlu
sem leitar að hin-
um eina sanna
listamanni til að
leika á sig. Hún
þráir að verða tal-
in besta fiðla í öll-
um heiminum.
Fiðlan ferðast milli eiganda í aldarað-
ir en enginn kann að ná því besta út
úr henni. Aumingja fiðlan verður
gömul en trúir samt sem áður á að
einn daginn birtist fiðlusnillingurinn.
Svo rennur örlagastundin upp og hin-
ir hljómþýðu tónar hrífa hvern þann
sem heyrir. Fiðlan nær því markmiði
sínu að verða fræg.
Sagan er í anda barnabóka eins og
Græna hattsins auk ævintýra þar
sem beðið er eftir riddaranum á hvíta
hestinum. Sagan er aftur á móti svo-
lítið einsleit, biðtími fiðlunnar er of
langur og lítið gert svo úr því þegar
hún loksins finnur sinn fiðlusnilling.
Myndirnar eru einfaldar en þær eru
svolítið „fullorðins“, á þeim sjást að-
eins eldri menn. Auk þess hefði mátt
sleppa því að hafa fiðluna með sítt hár
þó það sé líklega gert til að undir-
strika að fiðlan er kvenkyns. Á hana
leika aðeins karlmenn og fiðlusnill-
ingurinn hjúfrar sig að henni eins og
elskunni sinni, hann er prinsinn
hennar og fiðlan þráir að renna sam-
an við hann í eina sál.
Sagan er einföld, textinn ágætur og
boðskapur sögunnar, að fylgja
draumum sínum staðfastlega eftir,
hvetjandi fyrir börn.
Litla ljúfa Skrímsla
bbbmn
Huginn Þór Grétarsson
Myndir: Agung Wulandana
Óðinsauga 2011
Í Litla ljúfa
Skrímsla segir frá
Skrímslu, sem er
nú bara hún Anna
litla, sem lætur
stundum hafa svo-
lítið mikið fyrir
sér. Hún vekur
pabba sinn á nóttunni með allskonar
veseni, þá sullar hún matnum sínum
út um allt, lætur köttinn ofan í kló-
settið og grætur og bítur. Skrímsla er
uppátækjasöm eins og óvitar eru.
Pabbi hennar á erfitt með að hemja
hana og þarf að þola ýmislegt. En það
er allt í lagi því hann elskar Srímslu
sína og vill allt fyrir hana gera.
Þetta er einföld og skemmtileg saga
fyrir yngstu börnin. Teikningarnar
eru nútímalegar, litríkar og fínar.
Textinn stuttur og skýr. Það eiga all-
ir eftir að hafa gaman af að lesa þessa
bók saman, börnin geta auðveldlega
sett sig í spor Skrímslu og foreldr-
arnir pabbans.
Rafael: Engillinn sem valdi að
koma til jarðar
bbbbn
Ásthildur Bj. Snorradóttir
Myndir: Bjarni Þór Bjarnason
Talstúdíó Ásthildar 2011
Rafael er lítill
hamingjusamur
engill. Honum líð-
ur illa að sjá þján-
ingju barnanna
sem búa á jörðinni
og fær leyfi til
þess að heimsækja jörðina. Hann vill
kenna börnunum að þekkja góðar til-
finningar og velja rétt. Hann dvelur
hjá góðum hjónum og fer í skóla eins
og önnur jarðarbörn. Rafael opnar
augu krakkana í skólanum fyrir
ýmsu, kennir þeim víðsýni og kær-
leika og hvernig má bætir líf annarra
í kringum sig með því að samgleðjast,
fyrirgefa, sýna umburðarlyndi og
hafa trú, von og kærleik að leiðarljósi.
Rafael bætir líf allra sem hann hittir
á jörðinni.
Sagan minnir okkur á það sem við
eigum til að gleyma alltof oft – mann-
kærleik. Vatnslitamyndirnar sem
skreyta bókina eru mjög vel gerðar
og viðeigandi.
Þetta er afskaplega falleg saga með
fallegum boðskap sem er settur fram
á auðskiljanlegan hátt fyrir unga les-
endur.
Góðir siðir: Heilræðavísur fyrir
börn á öllum aldri
bbbmn
Pétur Stefánsson
Myndir: Baldur Jóhannsson
Óðinsauga 2011
Margar góðar heilræðavísurnar hafa
verið samdar og notaðar til að siða
okkur til í gegnum aldirnar. Nýsam-
dar heilræðavísur eru sjaldséðnari í
dag en nú hefur Pétur Stefánsson
sent frá sér lítið
kver fullt af vísum
með uppeldislegu
gildi fyrir börn á
öllum aldri. Það er
tekið á eigingirni,
vinsemd og hjálp-
semi, þá er ým-
islegt brýnt fyrir
lesendum sem á það til að fara fyrir
ofan garð og neðan hjá fólki, t.d. að
hirða upp skítinn eftir hundana sína,
fara varlega í umferðinni, muna eftir
að bursta tennurnar og þvo hend-
urnar eftir klósettferðir. Vísurnar
eru vel samdar hjá Pétri; léttar, oft
skemmtilegar og boðskapurinn
kemst vel til skila. Úrklippumyndir
Baldurs hæfa líka vel þessu riti og
undirstrika boðskap vísnanna. Þetta
er góð bók fyrir börn og foreldra að
lesa saman, vísurnar fá börnin til að
hugsa út í ýmislegt í hegðun sinni og
foreldrarnir geta þá verið til taks og
útskýrt hlutina. Bókin fær þá líka til
að hugsa út í margt sem tengist upp-
eldinu og því að vera góð fyrirmynd.
Kýrin sem kunni ekki að baula
og kettlingurinn sem vildi
ekki mjálma
bbmnn
Huginn Þór Grétarsson
Myndir: Sebastian Jaster
Óðinsauga 2011
Bókin skiptist í
fyrri og seinni
kapítula. Í þeim
fyrri segir frá kú
sem kemur einn
daginn á sveitabæ.
Hún getur ekki
baulað og hjálpa
hin dýrin á bænum henni við að ná
upp úr sér bauli með ýmsum aðferð-
um. Í síðari kapítula segir frá kett-
lingi sem fæðist á sama sveitabæ og
hagar sér ekki eins og aðrir kettir.
Honum finnst ekki nógu spennandi
að mjálma og apar því eftir hegðun
annarra dýrategunda.
Sagan um kúna er að hluta í bundnu
máli. Það tekst stundum vel til en
gerir söguna líka stundum flóknari
og textann óliprann í lestri. Í text-
anum er ýmist talað um kú eða belju,
eftir því hvort rímar betur. Höfund-
urinn hefði bara átt að halda sig við
kúna. Þótt belja sé orðið algengara í
talmáli í dag er kýr fallegra og rétt-
ara ritmál. Textinn í sögunni um kett-
linginn er í óbundnu máli og mikið
betri í lestri en sá í bundnu máli, sú
saga er líka liprari á allan hátt.
Myndirnar eru afskaplega litríkar og
lifandi og það er mjög mikið að gerast
á hverri opnu, of mikið stundum svo
myndirnar verða óreiðukenndar og
óskiljanlegar. Teiknarinn afbakar
dýrin og gerir þau óþekkjanleg með
einhverjum stælum. Myndirnar eiga
það til að vera harðar og fráhrindandi
sem er ókostur í barnabók.
Boðskapurinn í bókinni er góður;
samfélagið sættist aldrei á þá sem
eru öðruvísi og reynir að steypa þá í
það mót sem þykir viðeigandi. Þegar
upp er staðið er samt bara best að
vera maður sjálfur.
Strákurinn sem týndi jólunum
bbbmn
Ingi Hrafn Hilmarsson og Jóel Ingi
Sæmundsson
Myndir: María Manda
Leikhópurinn Vinir 2010
Hér ræðir um átta
litlar bækur sem
koma allar saman í
pakka. Í fyrstu
bókinni hefur álfur
söguna af strákn-
um Jónatani sem
er komin með nóg af jólastússinu og
ákveður að finna stað þar sem að jólin
eru ekki til. Álfurinn eltir Jónatan og
lætur hann fá verkefni sem leiðir
hann í ævintýri þar sem hann hittir
m.a dreka og Grýlu. Vitaskuld finnur
Jónatan jólaandann í þessari ferð og
lærir að verða þakklátur. Bækurnar
átta eru merktar einum bókstafi hver
svo þær mynda orðið Jólasaga. Sagan
er byggð á leikriti sem Leikhópurinn
vinir sýndi á leikskólum árið 2009.
Þetta er skemmtileg jólasaga sem
höfðar sterkt til barna og ekki
skemmir fyrir að hafa hana í litlum
handhægum bókum sem gera lestur-
inn enn meira spennandi.
Rafael Vatnslitamyndirnar í bók-
inni eru hugljúfar eins og sagan.
Barnabækur
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
SAMBIO.IS
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 4 - 5:10 - 8 - 10:50 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:50 2D VIP
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 3D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 2D L
PUSS IN BOOTS Enskt tal kl. 10:20 2D L
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10:50 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3:20 - 5:40 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 - 10:50 2D 12
THE HELP kl. 8 2D L
TOWER HEIST kl. 8 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:10 - 8 - 10:10 - 10:50 2D 12
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:40 - 8 - 10:30 3D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:40 3D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 5:40 3D L
THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14
SEEKING JUSTICE kl. 10:20 2D 16
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:50 2D 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L
JACK AND JILL kl. 5:50 - 8 - 10 2D L
/ AKUREYRI
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:50 Powersýning 2D 12
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 3D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 6 2D L
TWILIGHT: BREAKING DAWN kl. 8 2D 12
A GOOD OLD FASHIONED ORGY kl. 10 2D 16
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 6 2D L
TOWER HEIST kl. 8 - 10:20 2D 14
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
/ KRINGLUNNI
/ EGILSHÖLL
/ ÁLFABAKKA
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:40 - 8:20 - 10:10 2D 12
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 5:50 - 8 - 11:10 3D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 3D L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 3:40 2D L
TRESPASS kl. 8 - 10:10 2D 16
HAPPY FEET 2 Íslenskt tal kl. 3:40 3D L
á allar sýningar merktar með appelsínuguluRBÍÓ 750 kr.
SÝND Í EGILSHÖLL
GUY PEARCEANDJANUARY JONES
NICOLAS CAGESEEKING
„MÖGNUÐ OG VEL
GERÐ MYND“
-H.V.A. - FBL
HHHH
„BESTA
KVIKMYND
ÁRSINS“
- CBS TV
HHHH
„FYNDIN,
TILKOMUMIKIL“
- BACKSTAGE
HHHH FRÁBÆR
SPENNUÞRILLER
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
ROGER DONALDSON
SÝND Í EGILSHÖLL
Stórstjörnurnar Kristen Stewart, Robert Pattinson
og Taylor Lautner eru mætt í vinsælustu myndinni
í heiminum í dag !
„HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL
BETRI EN FYRRI MYNDIN!“
„HIN FULLKOMNA
HELGIDAGASKEMMTUN“
- MARA REINSTEIN / US
WEEKLY
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SHREK OG KUNG FU PANDA
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
„NIÐURSTAÐAN ER SVO FYNDIN
OG AÐLAÐANDI AÐ ÁHORFENDUR
HLJÓTA AÐ FALLA FYRIR
ÞESSUM KATTAHEIMI“
-BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2011