Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  303. tölublað  99. árgangur  SKEMMTILEGAST AÐ HLAUPA ÞEGAR VEÐRIÐ ER VERST LÍFLEG OG EINBEITT SÖNGVARAR, LEIKARAR OG TVÍFARAR LJÚFLINGAMÓT TBR ÍÞRÓTTIR ÍSLANDSVINIR ÁRSINS 31LÍFSGÆÐI AÐ GETA HLAUPIÐ 10 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Verðið hefur hækkað lítillega, það er um það bil 10% hækkun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, mark- aðs- og sölustjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, en liðsmenn björgunarsveitanna eru nú í óðaönn að undirbúa sölustaði sína fyrir kom- andi áramót. Ástæða hækkunarinnar segir Jón Ingi að sé verðlagshækkanir í Kína en jafnframt hafi flutningskostnaður aukist eitthvað frá í fyrra. Líkt og landsmenn þekkja er sala skotelda helsta tekjulind björgunarsveitanna og því nauð- synleg til að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Segir Jón Ingi dæmi vera um að björg- unarsveitir fái yfir 90 prósent allra sinna tekna af skoteldasölu. Hann kveðst þjóðinni mjög þakklátur fyrir ómetanlegan stuðning og velvilja í garð björgunarsveitanna í gegnum árin. Útlit fyrir að illa viðri til uppskota Frá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýs- ingar að á gamlársdag væri útlit fyrir suðlæga átt og rigningu eða slyddu með köflum á höf- uðborgarsvæðinu. Hitastig nálægt frostmarki eða 0 til 5 stig. Norðaustantil er spáð úrkomu- lausu veðri með vægu frosti. »4 10% hækkun á flugeldum  Útlit fyrir suðlæga átt og úrkomu með köflum en úrkomulaust norðaustantil Morgunblaðið/Ómar Flugeldar Senn líður að áramótum með tilheyr- andi flugeldum og ljósadýrð víða um land. Í minningunni eru jólin alltaf hvít og því hefur veðrið ekki skemmt fyrir þeim sem óskuðu sér hvítra jóla. Víða eru háar snjóbrekkur sem freist- andi er að renna sér niður á góðum sleða og virð- ast þessir ungu herramenn vera á leiðinni í jóla- brekkurnar sem annaðhvort hafa safnað snjó yfir jólin eða verið rutt upp af mannanna völdum. Bú- ist er við svipuðu veðri fram að helgi og því ættu skíðaiðkendur að nýta sér aðstæðurnar meðan snjórinn helst. Morgunblaðið/Golli Á leiðinni í jólabrekkurnar Jólaveðrið nýtt til útivistar Stjórn hestamannafélagsins Funa í Eyjafirði hyggst láta á það reyna fyrir dómstólum íþróttahreyfingarinnar hvort ákvörðun Landssambands hestamannafélaga (LH) um landsmótið 2016 standist. Formaður LH hef- ur ráðfært sig við lögfróða menn um þetta atriði og telur að ákvörðunin muni standast þótt hún verði kærð til dómstóls ÍSÍ. Eyfirðingar hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun LH um að landsmótið 2016 verði haldið á Vind- heimamelum, en Gullhylur, sem rek- ur mótssvæðið, sótti ekki um mótið það ár. Gullhylur lagði höfuðáherslu á að fá mótið 2014 enda væri það í samræmi við hefð- ina að halda mótið til skiptis sunn- anlands og norðan. Aðspurðir af stjórn LH hvort umsókn- in myndi ekki gilda einnig fyrir 2016 sögðu þeir að ef reglunni yrði breytt myndi um- sóknin ná til næsta móts einnig. Stjórn Funa telur að taka þurfi ákvörð- unina upp þar sem umsóknin fullnægi ekki kröfum. Lýsti hún því einnig yfir að málið yrði sent til meðferðar Íþróttasambands Ís- lands. Þetta er ekki eina atriðið sem valdið hefur titringi meðal hestamanna því óánægju gæt- ir enn norðanlands vegna þeirrar ákvörð- unar að halda landsmótið á Hellu árið 2014, en það verður þá annað skiptið í röð á Suður- landi. helgi@mbl.is Lands- mót fyr- ir dóm  Enn mikil óánægja á meðal hestamanna Landsmót » Landsmótið verður annað ár- ið í röð á Suður- landi en það verður haldið í Reykjavík 2012 og á Hellu 2014. » Norðlendingar segja þetta brot á hefð en það hefur verið hald- ið til skiptis á Norðurlandi og Suðurlandi í ára- tugi. MDeilur um staðarval »12  Samskiptavefurinn Twitter er orðið mikilvægt tæki fyrir fyrirtæki víða um heim. Íslensk fyrirtæki eru hins vegar tveimur til þremur árum á eftir ef miðað er við Bandaríkin. Þetta er mat Finns Pálma Magn- ússonar, vörustjóra Marorku. Áætlað er að á milli fjögur og fimm prósent Íslendinga séu á Twitter eða um 15 þúsund manns, sem er ekki stór hópur í samanburði við íslenska notendur Fésbók- arinnar en þeir eru um 210 þúsund talsins. Twitter-hópurinn er engu að síður mikilvægur, að mati Finns, en þar fara fram allt annars konar sam- skipti. »14 Íslensk fyrirtæki árum á eftir í tísti  Áhugamenn um norðurljósin leggja mikið á sig til að sjá þau í öllu sínu veldi og safna upplýs- ingum um heppilega staði, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Þá skiptir miklu að lítið sé um ský og ljósmengun frá jörðu. Aurora Borealis, eins og fyrir- bærið heitir á latínu, er kennt við morgungyðju Rómverja og norð- anvindinn. BBC segir gyðjuna duttlungafulla, erfitt að reikna út hvort Áróra láti á sér kræla. Hlaðn- ar elektrónur berist með sólvindum að segulpólum jarðar og „æsi upp“ óhlaðnar eindir í loftinu. Liturinn fari eftir því hvaða frumefni sé æst upp; súrefni, köfnunarefni eða ann- að. Styrkur sólvinda fari svo eftir sólvirkni, hún verði óvenjumikil 2012 og 2013. kjon@mbl.is Gyðja sem lætur ganga eftir sér  „Auðvitað bregður manni þegar maður sér svona fréttir eins og frá Noregi en það má heldur ekki missa sjónar á því að þetta er versta veður sem þarna hefur komið í manna minnum,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera- gerði, en til stendur að reisa í bæn- um svonefnt mjúkhýsi líkt Abra- íþróttahöllinni í Þrándheimi sem jafnaðist við jörðu í ofsaveðri sem reið yfir um helgina. Aldís kveðst þó ekki hafa áhyggj- ur af fyrirhugaðri framkvæmd. Hún bendir á að önnur sambærileg mjúkhýsi í Noregi hafi staðið veðrið af sér. »6 Engar áhyggjur af mjúkhýsi hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.