Morgunblaðið - 27.12.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
15% afsláttur
Fæst án lyfseðils
N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R
af öllum styrkleikum og pakkningastærðum
„Við erum engu nær um hver var
þarna að verki og við höfum ekki
heyrt neitt enn frá lögreglunni
vegna málsins,“ segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, framkvæmda-
stjóri Fjölskylduhjálpar Íslands,
spurð um innbrotið í húsakynni
Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum.
„Við ætlum í kjölfar þessa atviks að
láta vakta húsnæði okkar. Það kost-
ar auðvitað sitt en hingað til höfum
við ekki trúað því að nokkur maður
myndi brjótast inn hjá okkur enda
eru aldrei geymdir fjármunir hjá
okkur.“
Mikilvægar upplýsingar voru í
tölvu sem stolið var og segir Ás-
gerður óheppilegt að missa tölvuna
og gögnin. „Allar okkar tölvur eru
gamlar tölvur sem Landsbankinn
gaf okkur og við erum búin að vera
að nota í nokkur ár og því enginn
ávinningur af því að stela þeim.
Gögnin skipta okkur meiru máli og
mikilvægt fyrir okkur að fá þau aft-
ur.“ Ásgerður segir þó
enga hættu á því að
upplýsingarnar fari á
flakk. „Í sjálfu sér eru
gögnin ekki í hættu því
það verður að skrá sig
inn á þjóðskrá til að
komast í þau. Þetta
kostar okkur fyrst og
fremst mikla vinnu og
tölvuna, þótt gömul
sé, enda er erfitt að
vera án hennar í dag.“
Matvælum og fatnaði stolið
frá Fjölskylduhjálp Íslands
Framkvæmdastjóri segir að vakta verði húsnæðið
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum að bjóða út undirstöðurnar, sökklana
og alla vinnu í kringum það að reisa síðan húsið,“
segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera-
gerði, og vísar til útboðs vegna framkvæmda
Hamarshallarinnar í Hveragerði. Um er að ræða
byggingu 5.000 fermetra mjúkhýsis en útboð
vegna framkvæmdanna hófst fyrir skömmu og
stendur það yfir til byrjunar janúarmánaðar. Að
sögn Aldísar hefur útboðið farið vel af stað og
stærstu verktakafyrirtæki landsins sýnt fram-
kvæmdinni mikinn áhuga.
Í miklu óveðri sem gekk yfir Noreg um liðna
helgi hrundi 10.000 fermetra mjúkhýsi í veðurofs-
anum. Um var að ræða Abrahallen, íþrótta- og
æfingahöll Rosenberg, í Þrándheimi í Noregi. Er
þetta í annað skiptið sem skemmdir verða á
Abrahallen vegna veðurs, en það þoldi ekki mik-
inn snjóþunga árið 2009.
„Auðvitað bregður manni“
Aldís segir það hús ekki vera fyllilega sam-
bærilegt við það sem reisa á í Hveragerði og
kveðst því ekki hafa áhyggjur af fyrirhugaðri
framkvæmd. „Auðvitað bregður manni þegar
maður sér svona fréttir eins og frá Noregi en það
má heldur ekki missa sjónar á því að þetta er
versta veður sem þarna hefur komið í manna
minnum. Og þarna eru líka aðrar hallir og þær
standa,“ segir Aldís og bendir á að þó svo að
Abrahallen hafi hrunið hafi annað minna mjúk-
hýsi, í um fimm mínútna akstursfjarlægð, staðið
af sér veðurofsann. „Síðan ákváðum við strax að
gera frekari ráðstafanir. Þannig að það er gert
ráð fyrir vírafestingum í okkar húsi en ekki þess-
um sem hafa verið sett upp í Noregi.“
Aldís segir að ekki væri verið að fara út í þessa
framkvæmd ef Hvergerðingar hefðu ekki trú á
þessu byggingarformi. „Það er líka mikilvægt að
halda til haga að það getur auðvitað allt fokið.
Það getur allt skemmst í ofsaveðrum,“ segir Al-
dís en hún segist jafnframt ætla að fylgjast vel
með framvindu mála í Noregi. „Ég hef verið í
sambandi við þá þarna úti og hef verið að heyra í
þeim. Þeir eru að kanna hvað gerðist því ekki er
vitað hvort eitthvað hafi fokið á höllina og rifið
hana,“ segir Aldís og bætir við að eigendur Abra-
hallen hafi þegar kannað möguleika á að fá aðra
höll.
Hafa enn fulla trú á mjúkhýsum
Gríðarstórt mjúkhýsi hrundi í veðurofsanum í Noregi Stærstu verktaka-
fyrirtæki landsins sýna fyrirhugaðri framkvæmd í Hveragerði mikinn áhuga
Mjúkhýsi Alls kyns mjúkhýsi eru til
og fyrir fjölmargar íþróttagreinar.
„Við fengum
ábendingu um að
eldri kona hefði lát-
ið sig hverfa af elli-
heimili hér á landi
eftir að hafa fengið
bókina að gjöf frá
dóttur sinni. Hún
fannst þó samdæg-
urs heil á húfi,“
segir Erla Björg Gunnarsdóttir,
kynningarstjóri JPV, en umrædd
bók; Gamlinginn sem skreið út um
gluggann og hvarf hefur heldur
betur haft áhrif á lesendur, en hún
fjallar um mann sem ákveður að
strjúka af elliheimili stuttu fyrir
100 ára afmælið sitt til þess að rifja
upp ævi sína og upplifa ævintýri.
Auk konunnar sem tók boðskap
bókarinnar bókstaflega fékk JPV
bréf frá ungum manni sem var mið-
ur sín yfir því að það vantaði nokkr-
ar blaðsíður í einstak hans, en hann
fékk gallað eintak í jólagjöf. „Ég
var rétt í þessu að fara með nýja
bók til Ásgríms, svo hann gæti klár-
að að lesa bókina.“
Ásgrímur Hermannsson heitir
óheppni bókareigandinn en hann
uppgötvaði að 37 blaðsíður vantaði
í bókina. „Bréfið átti aldrei að kom-
ast í fjölmiðla en mér fannst það
fyndið og skemmtilegt og setti það
á Facebook-vegginn minn. Vinum
mínum sem nokkrir vinna á fjöl-
miðlum fannst þetta tilvalin jóla-
frétt og skelltu þessu m.a. á frétta-
vef Morgunblaðsins, mbl.is, og nú
er fréttin komin út um allt.“
Gamlinginn
sem lét sig
hverfa gerir
allt vitlaust
Fallegur jólasnjór féll á hús, dýr og menn yfir hátíðarnar. Þessi fjölskylda
ákvað að líta í Húsdýragarðinn til að heilsa upp á hestana á jóladag en þá
var opið á meðan verið var að gefa dýrunum.
Hlutverk hestsins í samfélagi mannanna hefur óneitanlega breyst hratt
á undanförnum rúmum hundrað árum. Áður fyrr var hann nauðsynlegur
fararskjóti mannfólksins eða allt þar til tæknin gerði hann þarflítinn.
Glæsileiki hans og styrkur verður samt áfram áhugaverður, bæði fyrir full-
orðið fólk og litla snáða sem geta horft á hann af herðum föður síns.
Hestar og menn fögnuðu jólunum
Dýrunum í Húsdýragarðinum gefið á jóladag
Morgunblaðið/Golli
Mikilvægar upplýs-
ingar voru í tölvu sem
stolið var og biður
Fjölskylduhjálp um að
tölvugögnunum verði
skilað aftur til Fjöl-
skylduhjálpar. „Það er
mikil vinna bakvið
þessi gögn og við vilj-
um fá þau aftur,“
segir Ásgerður
Jóna.
Tölvu stolið
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR