Morgunblaðið - 27.12.2011, Qupperneq 14
Munið að
slökkva á
kertunum
Útikerti eru oft
staðsett þannig að
hætta er á að yngsta
kynslóðin rekist í þau
og að yfirhafnir
fullorðinna,
sérstaklega kápur og
frakkar fullorðinna
sláist í loga þeirra.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Salka Rut Böðvarsdóttir, 7 ára
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Sony hefur selt sig út úr sjónvarps-
framleiðslu-samstarfi við Samsung,
að því er Reuters greinir frá. Mun
Samsung greiða jafnvirði 940 millj-
óna dala, um 115 milljarða króna,
fyrir 50% hlut Sony í LCD-
framleiðslu sem raftækjarisarnir
tveir hafa átt í sameiningu í sjö ár.
Salan er gerð til að stemma stigu
við miklu tapi Sony á sjónvarps-
tækjamarkaði. Síðustu fjögur ár
hefur Sony gengið illa að fóta sig á
sjónvarpsmarkaðinum og skilað
tapi ár eftir ár þrátt fyrir að vera
þriðji stærsti framleiðandi flatskjáa
í heiminum, eftir Samsung og LG.
Er talið líklegt að Sony muni út-
vista framleiðslunni til ódýrari
verksmiðja, og eru framleiðendur í
Taívan taldir líklegir til að verða
fyrir valinu. Á síðustu árum hefur
Sony selt frá sér sjónvarps-
tækjaverksmiðjur á Spáni, Slóvaíku
og Mexíkó og útvistar nú um helm-
ingi framleiðslunnar.
Salan til Samsung nær þó ekki að
snúa dæminu við yfir nóttu, því
Sony segir að tapið á sjónvarps-
tækjaframleiðslunni á yfirstand-
andi rekstrarári stefni í 2,2 millj-
arða dala. Slæm staðan skýrist m.a.
af minnkandi eftirspurn og eins að
japanska jenið hefur verið að
styrkjast.
Markaðurinn brást vel við frétt-
um af sölunni og enduðu hlutir í
Sony 1,6% hærri en hlutir í Sam-
sung féllu um 0,2%
ai@mbl.is
Úrval Slagurinn um hylli neytenda
er harður. Sjónvarpstæki frá Sony.
Uppstokkun hjá Sony
Japanski raftækjarisinn tapar miklu á sjónvörpum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þegar kemur að notkun samfélags-
miðla eins og Twitter segir Finnur
Pálmi Magnússon að íslensk fyrir-
tæki séu um tveimur til þremur ár-
um á eftir þróuninni í Bandaríkjun-
um. Finnur er vörustjóri Marorku,
var áður tækni-
stjóri Stjórnlag-
aráðs og má kalla
hann sérfræðing í
samfélagsmiðlun.
Finnur hélt er-
indi á fundi
ÍMARK á dögun-
um, og ræddi þar
um hvernig Twit-
ter nýtist sem
markaðs- og
rekstrartæki.
Hann segir Twitter ekki enn búið að
ná almennri útbreiðslu hér á landi,
og er raunar sé sömu sögu að segja
frá Bandaríkjunum þar sem um 7%
íbúa nota Twitter. Á Íslandi er áætl-
að að talan sé um 4-5%. Þetta er
ekki stór hópur, en mikilvægur engu
að síður, og þróunin virðist á þá leið
að Twitter verði æ sterkara sam-
skiptatæki í hvers kyns rekstri.
„Það eiga sér stað allt öðruvísi sam-
skipti á Twitter heldur en t.d. á Fa-
cebook, í tölvupósti eða í símtali í
þjónustuver. Hver færsla er tak-
mörkuð við 140 stafi, svo upplýsing-
arnar verða mun hnitmiðaðri, en um
leið fara færslur á Twitter
oftar en ekki út í virkar
samræður. Í góðum hópi
getur forvitnileg færsla á
Twitter alveg spunnist út í
áhugavert tveggja daga
spjall.“
Liprari samskipti
Í rekstri fyrirtækja og stofnana
segir Finnur að Twitter geti nýst í
samskiptum við viðskiptavini, í sam-
skiptum og hugmyndavinnu innan-
húss, og loks nýst fagfólki sem sí-
kvikt og gagnvirkt tengslanet við
aðra reynslubolta á sviðinu: „Upp-
lifun viðskiptavinarins af spjalli yfir
Twitter getur verið allt önnur og
betri en ef hann hringir t.d. í þjón-
ustuver eða sendir tölvupóst. Sam-
skiptin hafa einhvern veginn á sér
persónulegra og liprara yfirbragð og
annan tón en aðrar samskiptaleiðir,“
segir Finnur og nefnir dæmi af
símafyrirtækjum, flugfélögum, og
bönkum hér á landi sem nota Twit-
ter með virkum og árangursríkum
hætti. „Úr ferðabransanum má t.d.
nefna Icelandair sem notaði Twitter
með góðum árangri til að vera í bein-
um samskiptum við viðskiptavini á
meðan eldgos í Eyjafjallajökli stöðv-
aði flugumferð.“
„Margir hafa líka lært að nota
Twitter sem faglegt stuðningsnet og
varpa t.d. fram spurningum út á sinn
tenglahóp til að fá hugmyndir og góð
ráð. Ef maður fylgist með ákveðnum
hópum í íslensku atvinnulífi má sjá
þar menn sem eru mjög duglegir að
nota Twitter sem svona tæki. Þeir
leita þá ráða hver hjá öðrum og yf-
irleitt auðsótt að fá að njóta reynslu
þeirra sem hafa staðið frammi fyrir
svipuðum viðfangsefnum.“
Hvað er sagt og hvernig?
Finnur segir að þeir sem ekki
gefa miðlum eins og Twitter og Fa-
cebook gaum eigi á hættu að missa
af lestinni. Þeir sem á annað borð sjá
sér hag af að markaðssetja vöru og
þjónustu á netinu ættu að bæta
Twitter við vopnabúrið. Það sé þó
ekki sama hvernig Twitter er not-
aður, og hægt að gera hlutina bæði
vel og illa: „Fyrirtæki ættu að setja
sér skýra stefnu um hvað er rætt á
Twitter, við hverja er rætt, og í
hvaða tóni samræðurnar eru hafð-
ar,“ segir Finnur og minnir á að eðli
málsins samkvæmt sé vissara að
sumar upplýsingar og samskipti séu
ekki fyrir allra augum á Twitter.
„Twitter á heldur ekki að vera sjálf-
virk fréttaveita. Það skiptir miklu
máli að Twitter-rödd fyrirtækisins
sé mönnuð; að það sé einhver að
hlusta þegar viðskiptavinir senda
skeyti eða fjalla um fyrirtækið í
samtölum sín á milli.“
Þeir sem ekki tvíta
gætu misst af lestinni
Twitter mikilvægt samskiptaforrit fyrir mörg fyrirtæki
Lipur og hnitmiðuð samskipti með sérstakan tón Mik-
ilvægt að einhver sé að vakta Twitter-straum fyrirtækisins
Finnur Pálmi
Magnússon
Að sögn Finns er ákveðinn þröskuldur sem þarf að yfirstíga þegar byrjað
er að nota Twitter. Hann segir vefviðmót forritsins nokkuð óþjált og mæl-
ir frekar með að nota sérstök forrit sem bæta yfirsýnina. Þegar komið er
yfir fyrsta hjallann sé auðlært á forritið og þar sem Twitter gerir ráð fyrir
stuttum skeytum má komast yfir mikið magn upplýsinga á
skömmum tíma og hafa puttann á púlsinum í umræðunni.
Til að sjá hvernig íslensk fyrirtæki nota Twitter rétt og vel
mælir Finnur með að skoða @BlueLagoonIS, @datamarket,
@Dohop, @logreglan, @Icelandair, @islandsbanki, @siminn
og @frulauga, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi. Til að
fylgjast með Finni má skoða @gommit.
Virðist flókið í fyrstu
ÞARF AÐ KOMAST YFIR FYRSTA HJALLANN
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fimi Finnur nefnir sem dæmi að Icelandair hafi nýtt Twitter vel til sam-
skipta og upplýsingagjafar þegar Eyjafjallajökull stöðvaði flugumferð.