Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 16

Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 ÞORRI NN 201 2 Þorrahlaðborð Nóatúns Sendum um land allt Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is ÞJÓÐLEG Á ÞORRA Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fyrstu 50 liðsmennirnir úr eftirlits- hópi Arababandalagsins komu til Sýrlands í gærkvöld en ríkisstjórn Bashars al-Assads forseta samdi ný- lega við bandalagið um að bundinn yrði endi á átökin á landinu. En ekk- ert bendir til þess að Assad hyggist standa við loforð sín um að hætta að beita hervaldi gegn mótmælunum. Sjálfur segir hann að hryðjuverka- menn standi á bak við þau. Fullyrt er að reynt verði að villa um fyrir eftirlitsmönnum og koma í veg fyrir að þeir fari á staði þar sem beitt er ofbeldi til að bæla niður and- ófið en sumir munu þó hafa komist til borgarinnar Homs strax í gær. Hún er umsetin og sprengjukúlum látið rigna yfir hana, þar féllu minnst 23 manns í gær. Samtök stjórnarand- stæðinga, Þjóðarráðið (SNC), sagði Arababandalagið verða að grípa inn í gang mála í Sýrlandi. „Eldflaugar og þungar vélbyssur urðu 15 manns að bana og særðu tugi manna að auki í Baba Amro- hverfi [í Homs],“ sagði í yfirlýsingu SNC. „Ástandið er uggvænlegt og skothríðin hefur ekki verið harðari í þrjá daga.“ Um 4.000 manna lið stjórnarhermanna var sagt sitja um Homs og búist væri við innrás á hverri stundu. Andstaðan við Assad hefur verið einna mest í Homs og þar hafa lið- hlaupar úr hernum myndað varnar- sveitir sem hyggjast reyna að halda sumum hverfum þótt við ofurefli sé að etja. Hins vegar hefur verið lítið um mótmæli í höfuðstaðnum Dam- askus en þar er öryggisgæslan mest og herlið ávallt til taks. Herinn ógnar Homs  Fyrstu eftirlitsmennirnir á vegum Arababandalagsins fóru til borgarinnar í gær  Fullyrt að þeir verði hindraðir í að fá rétta mynd af ástandinu í Sýrlandi Þúsundir hafa fallið » Mótmælin gegn Assad og valdaklíku hans hófust í mars. Um 5.000 manns hafa fallið. » Deilt er um það í SNC hvort mótmæli dugi eða hefja beri vopnaða uppreisn. Flestir vilja fá Sameinuðu þjóðirnar til að leysa vandann eða biðja um er- lenda íhlutun. Brasilía er nú komin fram úr Bretlandi og orð- in sjötta stærsta hagkerfi heims, þess ber að geta að Brasílíumenn er liðlega þrisvar sinnum fjölmenn- ari þjóð. Fram kemur einnig á vef BBC að Mið- stöð efnahags- og viðskiptarann- sókna, CEBR, spái því að árið 2020 verði Rússland komið í fjórða sæti heimslistans en Indland, sem nú er í tíunda sæti, verði í fimmta sætinu. Þýskaland verði í sjöunda sætinu en það vermir nú það fjórða. kjon@mbl.is Brasilía orðin fimmta stærsta hagkerfi heims Úr brasilískri bílaverksmiðju. Ef notaðar væru korntegundir með lengri rætur myndi það að sögn vísinda- manna draga svo mikið úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið að hlutfallið yrði að lokum lægra en fyrir iðnbyltinguna sem hófst fyrir nær 200 árum. Fram kemur í Dagens Nyheter að Douglas Kell, prófessor í líf- efnafræði við Manchester-háskóla, segi að rætur bindi mikið af kolefni en ekki hafi verið lögð áhersla á að rækta fram hveiti og aðrar teg- undir með langar rætur. Aðrir eig- inleikar hafi haft forgang. Ed Buckler, vísindamaður við Cornell-háskóla, vinnur nú að því að þróa maís til að lengja ræturnar og gerir ráð fyrir takmarkið náist á um 20 árum. kjon@mbl.is Korn með lengri rætur lausnin? Lögregla í Texas rannsakar nú dauða fjögurra kvenna og þriggja karla sem fundust skotnir í íbúð í Dallas á jóladagsmorgun. Fólkið virtist hafa dáið rétt eftir að það hafði opnað jólapakkana. Hringt var í neyðarlínuna úr íbúðinni en enginn svaraði þegar spurt var til nafns. Talið er að fólk- ið, sem var á aldrinum 18 til 60 ára, hafi verið skylt. Margar íbúðir í húsinu eru auðar og enginn mun hafa heyrt neitt grunsamlegt um morguninn. kjon@mbl.is Sjö fundust skotn- ir í íbúð á jóladag Um 40 kristnir Nígeríumenn létu lífið í tilræðum gegn kirkjum kaþólskra og verslunum þeirra á jóladag. Hundruð manna flýja nú heimili sín í norðausturhluta landsins og óttast margir að átökin breiðist út. Sennilegt er talið að íslamistar í hryðjuverkasamtökunum Boko Haram hafi verið að verki. Benedikt páfi 16. fordæmdi árásirnar í ávarpi sínu á Péturstorginu í gær og bað fólk að biðja með sér fyrir fórnarlömbum ódæðanna. Sums staðar munu sjálfsmorðssprengjumenn hafa verið að verki. Boko Haram-liðar líta á alla sem ekki fylgja þeim að málum sem réttdræpa villutrúarmenn. Nafnið á samtökunum merkir: „Enga vestræna mennt- un“, þau vilja innleiða sharia-lög íslams í öllu landinu. Flestir íbúar norðurhluta landsins eru múslímar en í suðurhlutanum eru kristnir í meirihluta. Öflugasta sprengjan sprakk við kirkju heilagrar Ter- esu í Madallar, einu af úthverfum höfuðborgarinnar Abuja, þegar fólk var á leið út úr kirkju. Þar munu 35 hafa týnt lífi. Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, for- dæmdi árásirnar og talsmaður hans sagði Boko Haram ekki setja sér markmið sem ættu sér „stoð í neinum raunverulegum trúarsetningum“. Lögreglan er ekki sannfærð um að Boko Haram hafi framið ódæðin, fleiri hópar hafi hag af því að æsa til óeirða. kjon@mbl.is Uggur vegna hryðju- verka múslíma í Nígeríu  Um 40 kristnir létu lífið í sprengjutilræðum á jóladag Reuters Á bæn Liðsmaður kristins safnaðar í nígerísku millj- ónaborginni Lagos biðst fyrir á jóladag. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mesta óveður í áratugi olli stórtjóni í Noregi og norðanverðri Svíþjóð á jóladag og aðfaranótt annars í jól- um og búist var við nýrri, djúpri lægð í vestanverðum Noregi í gær- kvöld. Stór svæði í Noregi frá Sogni norður í Finnmörku eru illa leikin eftir óveðrið, síðdegis í gær voru enn um 100 þúsund heimili án rafmagns og álíka mörg í Svíþjóð. Engar fréttir höfðu í gær borist af mannskaða vegna óveðurs en varað var tímanlega við því. Umferð lá niðri þegar mest gekk á. Vindhraðinn fór upp í nær 56 metra á sekúndu á sunnudagskvöld við vitann Ona á Mæri áður en mælitækin gáfust upp. Abrahallen, æfingahöll knattspyrnuliðsins Ros- enborg í Þrándheimi, er í rúst, rok- ið sprengdi húsið. Sjónarvottur seg- ir frá því að mikill blossi hafi orðið þegar spennubreytir við húsið fór í sundur. Fyrst rifnaði ein hliðin á húsinu og síðan sprakk það allt og hrundi til grunna. Strandferðaskipin Kong Harald og Trollfjord, með alls um 400 far- þega um borð, héldu kyrru fyrir í Þrándheimi um jólin en þau voru á leið til Bergen. Tjón varð líka aust- an til í Noregi, í Ósló féllu tré. Veð- urstofa Noregs þakkar það að eng- inn fórst í óveðrinu meðal annars því að spáð var miklum stormi strax að morgni Þorláksmessu. Rafmagnslaust á eyjum Borist hafa margar fréttir af föllnum trjám í héruðum á Mæri og Raumsdal sem eru við ströndina, trén loka vegum og talsvert af hús- um hefur eyðilagst þegar tré hafa fallið á þau, einnig hafa þau sligað raflínur. Fimm hjólhýsi á stæði í Loen fuku upp á þjóðveg og brotn- uðu í spón. Víða hefur einnig orðið raf- magns- og símasambandslaust í eyjum úti fyrir ströndinni, og sums staðar hefur sjór flætt inn á land og ofan í kjallara í húsum, meðal ann- ars í stóran bílakjallara í Þránd- heimi. Mikið veðurtjón í Noregi  Hundruð þúsunda án rafmagns og spáð framhaldi á lægðaganginum í dag  Ekki vitað um neinn mannskaða enda varað við óveðrinu þegar á Þorláksmessu Scanpix Ofsaveður Sums staðar urðu miklar skemmdir í höfnum í lægðunum tveimur sem hlutu nöfnin Dagmar og Cato. Stór seglbátur kastaðist upp á bílastæði í Rema, vestan við Molde, aðfaranótt mánudagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.