Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 Vetrarverkin unnin Allmargir Íslendingar hafa þennan kalda desembermánuð þurft að taka til hendinni og sinna vetrarverkum af ýmsu tagi svo menn og dýr komist leiðar sinnar klakklaust. Golli Jólin hafa oft verið nefnd hátíð barnanna og mega það kallast orð að sönnu. Í barnsvit- und minni voru jól- in eitthvað sem öllu var æðra, eitthvað sem færði litlu hjarta fögnuð, fæddi af sér ótal hlýjar kenndir í hugskotinu. Og enn vitja þau okkar hvað sem hver segir um tilurð og tilgang, vekja birtu í sál sem er einhvern veg öðruvísi en alla jafna. En margt vill verða til þess að skyggja á þessa hátíð, í okkar velferðarhjali er alvarleg staða alltof margra heimila hörmuleg staðreynd og eitthvað sem við eigum að bera kinnroða fyrir og heita öllu afli okkar úr að bæta sem bezt. Og fleira hvarflar að huga á aðventu og að því vikið nú. Jólabjórinn varð mér tilefni til greinarkorns á dögunum og margar eru þær villukenningar sem bjórnum eru tengdar svo sem að hann sé nú saklaus eða eins og konan sagði eitt sinn í út- varpsviðtali: Ég er svo heppin að börnin mín neyta ekki áfengis, þau drekka bara af og til bjór. Sem einn harðasti andstæð- ingur bjórinnleiðingarinnar á Al- þingi fékk ég oft að heyra þá frá- leitu fullyrðingu að andstaðan við bjórinn sannaði að menn vildu frekar að unglingar drykkju brennivín en bjór. M.a.s. bind- indismaðurinn ég sem hafna öll- um vímugjöfum fékk á dögunum að heyra þessa kenningu frá ann- ars ágætum rithöfundi, þing- menn eins og ég hefðu staðið gegn bjórnum af því þeir vildu frekar að börnin drykkju brenni- vín en bjór og ekki orð um það meir. En aftur að því meginmáli sem fyr- irsögn þessarar greinar lýtur að og eru óhrekjanleg sannindi að jól og áfengi eða önnur vímuefni eiga aldrei samleið, hvergi. Þar eiga heimili okkar að vera friðhelg. Aldrei veit ég það hræðilega böl sem áfengið veldur svo víða í átakanlegri mynd en þegar jólin eru saurguð með neyzlu áfengis, oft í návist barnanna sem hátíðin er helgust. Um það vil ég ekki rekja dæmin deginum ljósari í áranna rás sem maður hefur ýmist orðið vitni að eða vit- að svo skelfilega vel af, enda yrði það lengra mál og ömurlegra en svo að slíkt hæfi á sjálfri aðvent- unni. Hins vegar er sú góða vísa aldrei of oft kveðin að áfengi og önnur vímuefni eiga að vera víðs fjarri á jólahátíðinni. Fátt er óhugnanlegra fyrir börn, fyrir alla raunar að eiga jól í skugga slíkrar neyzlu, þar sem allar góð- ar kenndir víkja fyrir ógnvald- inum. Þess vegna eigum við bindindismenn enga aðra ósk heitari en þá að jólin megi vímu- laus verða, megi vekja á ný fölskvalausan fögnuð í hug og hjarta í sem mestri firð frá þess- um bölvaldi. Bindindishreyfingin á Íslandi óskar öllum landslýð gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Eftir Helga Seljan » Það eru óhrekj- anleg sannindi að jól og áfengi eða önn- ur vímuefni eiga aldr- ei samleið, hvergi. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþm. og er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Áfengi og jól eiga aldrei samleið Stokkhólmi/Mexíkóborg | Þing Indóne- síu tók nýlega sögulegt skref sem ger- ir plánetuna öruggari gagnvart hætt- unni sem stafar af kjarnorkuvopnum. Ekki er hægt að ýkja mikilvægi þeirr- ar ákvörðunar Indónesa að staðfesta samninginn um allsherjarbann við til- raunum með kjarnorkuvopn, CTBT. Þetta er gullið tækifæri sem þau átta ríki sem skortir til að samningurinn öðlist lagalegt gildi fá nú til að tryggja að hann fái slík áhrif. Fyrstu fimm áratugina eftir seinni heimsstyrjöld skóku kjarnorku- tilraunasprengingar og menguðu með geislavirkni heiminn að meðaltali ní- unda hvern dag. Þessu tímaskeiði lauk 1996 þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti CBTB. En eigi hann að öðlast lagaleg áhrif þurfa öll 44 ríkin sem teljast ráða yfir kjarn- orkutækni að staðfesta hann. Þar til þau gera það mun ógnin frá til- raunasprengingum halda áfram að vofa yfir okkur. Það er mikilvægt að CTBT öðlist fullt lagagildi um allan heim eins fljótt og unnt er. Algert bann við öllum kjarnorkusprengingum myndi koma í veg fyrir endurnýjun í þeim vopna- búrum sem þegar eru til staðar og þróun nýrra vopna, þetta myndi draga úr getu bæði núverandi og tilvonandi kjarnorkuvelda. CTBT-samningurinn styrkir í sessi aðgerðir gegn út- breiðslu kjarnorkuvopna og aðgerðir sem miða að eyðingu þeirra og hann gegnir lykilhlutverki varðandi öryggi einstakra þjóða en einnig öryggi á af- mörkuðum svæðum og hnattrænt. Við lýsum ánægju okkar með þá staðreynd að öll ríki með getu á sviði kjarnorku í Evrópu og Rómönsku Ameríku og mörg ríki á öðrum svæð- um heims hafa staðfest samninginn. Með ákvörðun Indónesíu hefur fjöldi þeirra sem eru eftir minnkað í átta: Kína, Egyptaland, Indland, Íran, Ísr- ael, Pakistan, Norður-Kóreu og Bandaríkin. Það hvílir sú skylda á þessum ríkjum að gera lögbundið bann við tilraunum með kjarnavopn að veruleika. Við hvetjum þau ein- dregið til að huga á ný að CTBT- samningnum; þetta mikilvæga tæki í þágu friðar og öryggis mun færa okk- ur skrefi nær heimi þar sem kjarn- orkuvopn eru ekki lengur ógn. CTBT hefur þegar haft afdrifarík áhrif þótt hann sé ekki enn búinn að fá lagalegt gildi. Eftir að hann var samþykktur hefur kjarnorku- tilraunum að langmestu leyti verið hætt, ekkert ríkjanna 182 sem sam- þykktu hann hefur síðan sprengt kjarnasprengju. Ríkin þrjú sem ekki staðfestu samninginn og hafa staðið fyrir tilraunasprengingum – Indland, Pakistan og Norður-Kórea – hafa sætt almennri fordæmingu hjá örygg- isráði SÞ og refsiaðgerðum samtak- anna. Lykilatriði varðandi samning um takmörkun vígbúnaðar er hve vand- lega er hægt að sannreyna að farið sé eftir honum. Hvað þetta snertir ræður alþjóðasamfélagið yfir frábærum bún- aði. Undirbúningsnefnd CTBT er að hanna aðferðir og skipulag á þessu sviði sem þegar hafa margoft sannað getu sína til að greina jafnvel litlar til- raunasprengingar neð- anjarðar. Auk þess að geta fylgst með efndum samninga kemur eftirlitskerfi CTBT einnig að notum við að draga úr áhrifum hamfara. Þegar hin hörmulegu áföll urðu í Japan í mars sl. áttu gögn frá CTBT þátt í að gera yfirvöldum kleift að senda frá sér viðvaranir í tæka tíð. CTBT veitti síð- an frekari aðstoð með því að mæla hnattræna dreifingu geislunar frá Fu- kushima-kjarnorkuverinu. Mexíkó og Svíþjóð hafa lengi stutt CTBT. Næstu tvö ár munu ríki okkar í sameiningu hafa umsjón með ferlinu sem á að gera CTBT lagalega virkt. Við heitum því að leggja okkur öll fram við að ná þessu takmarki. Við heitum að:  Hvetja leiðtoga ríkja sem ekki hafa enn staðfest CTBT til að hefjast tafarlaust handa og taka raunhæf skref í þá átt;  Hvetja borgaraleg samtök – frjáls félagasamtök, fjölmiðla, háskóla og æskulýðsfélög – í þessum löndum til að leggja að leiðtogum sínum að stað- festa CTBT;  Nota fundi og ráðstefnur, hvort sem er innanlands, svæðisbundin eða alþjóðleg, til að mæla með CTBT á öllum stigum ákvarðanatöku;  Ljúka að fullu uppbyggingu eft- irlitskerfis CTBT sem öll ríki ættu að styðja vegna öflugs fælingarmáttar þess gagnvart sérhverjum þeim sem reynir að sprengja í tilraunaskyni. Tími er kominn til að binda enda á þessar skaðlegu tilraunir og ljúka í eitt skipti fyrir öll kjarnorkuvopnatil- raunum. Við höfðum til leiðtoga í þeim átta ríkjum sem ekki hafa enn staðfest CTBT og biðjum þá að horfa fram á við. Indónesía hefur sýnt gott fordæmi; nú eruð þið í kastljósinu. Eftir Carl Bildt og Patricia Espinosa Cantellano » Algert bann við öllum kjarnorkuspreng- ingum myndi koma í veg fyrir endurnýjun í þeim vopnabúrum sem þegar eru til staðar og þróun nýrra vopna, þetta myndi draga úr getu bæði nú- verandi og tilvonandi kjarnorkuvelda. Patricia Espinosa Cantellano Carl Bildt er utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, Patricia Espinosa Cantellano er ut- anríkisráðherra Mexíkó. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Styðjið bann við kjarnavopnatilraunum Carl Bildt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.