Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
✝ Þórunn MarínÞorsteinsdóttir
fæddist á Lækn-
esstöðum á Langa-
nesi 22. nóvember
1937. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
13. desember 2011.
Þórunn Marín
var dóttir hjónanna
Þorsteins Ólasonar,
f. 1907, d. 1960, sjó-
manns, og Þuríðar Jónsdóttur, f.
1914, d. 1993, verkakonu og hús-
móður.
Eftirlifandi eiginmaður Þór-
unnar Marínar er Árni Ingimar
Helgason, útgerðarmaður, fædd-
ur 11. nóvember 1935. Þau giftust
hinn 30. mars 1957. Foreldrar
Árna Ingimars voru Soffía Arn-
þrúður Ingimarsdóttir, f. 1912, d.
1979 og Helgi Guðnason, f. 1904,
d. 1988. Þórunn Marín og Árni
Ingimar bjuggu alla sína hjúskap-
artíð á Þórshöfn á Langanesi.
Þórunn Marín og Árni Ingimar
eignuðust 5 börn. Þau eru:
þrúður, f. 1987 og b) Magnús Þór,
f. 1994.
5) Helgi Mar, f. 1972, kvæntur
Írisi Björnsdóttur, f. 1973. Dætur
þeirra eru a) Marín, f. 2002, b) Sæ-
unn, f. 2005, og c) Hafrún Birna (f.
2009). Þórunn Marín gekk í barna-
skóla Þórshafnar, var síðan í ungl-
ingaskóla tvo vetur á Laugum í
Reykjadal og tók landspróf frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Þórunn Marín var mestan sinn
starfsferil starfsmaður Pósts og
síma og Íslandspósts á Þórshöfn,
lengst af sem stöðvarstjóri. Hún
var jafnframt framkvæmdastjóri
útgerðar þeirra hjóna alla tíð.
Hún gegndi auk þess fjölmörgum
trúnaðarstörfum í heimabyggð,
var árum saman í hreppsnefnd
Þórshafnarhrepps og stjórn
Sparisjóðs Þórshafnar og ná-
grennis svo eitthvað sé nefnt. Hún
starfaði mikið að félagsmálum,
var t.d. formaður deildar Krabba-
meinsfélagsins í Norður-
Þingeyjarsýslu í mörg ár, starfaði
með Þórshafnardeild Rauða kross
Íslands í allmörg ár, sat í kirkju-
byggingarnefnd Þórshafn-
arkirkju og starfaði með kven-
félaginu Hvöt á Þórshöfn.
Útför Þórunnar Marínar verð-
ur gerð frá Þórshafnarkirkju
þriðjudaginn 27. desember 2011
og hefst athöfnin kl. 14.
1) Unnur, f. 1956.
Hennar sambýlis-
maður er Guð-
mundur Hólm Indr-
iðason, f. 1954. Börn
Unnar eru a) Þór-
unn Friðlaugsdóttir,
f. 1976, gift Rúnari
Frey Rúnarssyni, f.
1978. Þeirra börn
eru Unnar Hafberg,
f. 2002, og Heiðrún
Helga, f. 2008. b)
Unnar Aðalsteinn Friðlaugsson
1980, barn hans er Una Marine, f.
2006, og c) Elín Inga Halldórs-
dóttir, f. 1990.
2) Oddný Friðrikka, f. 1957,
gift Gunnari Páli Jóakimssyni, f.
1954. Þeirra börn eru a) Arnar, f.
1991, og b) Björg, f. 1994.
3) Þuríður, f. 1959, gift Sigurði
Skúla Bergssyni, f. 1959. Synir
þeirra eru a) Einar Oddur, f. 1983
og b) Árni Bergur, f. 1989.
4) Soffía, f. 1962, í sambúð með
Hafsteini B. Sveinbörnssyni, f.
1972. Börn Soffíu og Gunnars
Þorlákssonar eru a) Soffía Arn-
Í dag verður tengdamóður mín
Þórunn Marín Þorsteinsdóttir
jarðsett frá Þórshafnarkirkju en
hún beið því miður lægri hlut eftir
langa og stranga baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Mig langar til að minnast
hennar með örfáum orðum.
Ég kynntist Þórunni, eða
Diddu eins og hún var oftast köll-
uð, fyrst fyrir liðlega þrjátíu ár-
um þegar við Þuríður hófum bú-
skap saman þá ung að árum. Eftir
því sem árin liðu kynntist ég vel
hversu miklum mannkostum Þór-
unn var gædd. Hún var greind
kona, vel lesin og vel heima í flest-
um málum. Hún hafði mikinn
áhuga á umhverfi sínu og þekkti
landið sitt og sögu með afbrigðum
vel.
Hún hafði mikinn áhuga á bók-
menntum og kunni ógrynni af
ljóðum. Þórunn var ákveðin og
dugleg kona. Hún var fljót til
verka og afkastamikil. Hún hafði
mikla kímnigáfu og ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lá ekki á þeim. Ef hún hefði
verið uppi til forna hefði henni án
efa verið lýst sem kvenskörungi
hinum mesta.
Þórunn var lengst af starfsævi
sinnar stöðvarstjóri Pósts og
síma á Þórshöfn auk þess sem
hún sá um uppgjör útgerðar Árna
eiginmanns síns eins og það var
kallað í þá daga. Hún sinnti marg-
víslegum félagsstörfum í sinni
heimabyggð, var m.a. um tíma í
sveitarstjórn auk þess sem hún
átti lengi sæti í stjórn Sparisjóðs
Þórshafnar og nágrennis, starfaði
með Rauða krossinum og
Krabbameinsfélaginu svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þórunn hafði unun af að
ferðast, bæði innanlands sem ut-
an, og er óhætt að segja að hún
hafi verið víðförul. Hún var sann-
kölluð heimskona. Þórunn hafði
mikinn áhuga á hannyrðum og
var afkastamikil á því sviði. Hafa
afkomendur hennar einkum notið
góðs af þeim áhuga hennar í
gegnum tíðina og marga flíkina
þegið sem veitt hefur skjól á köld-
um vetrum.
Þórunn lét sér annt um velferð
fjölskyldu sinnar og sérstakalega
ömmubarnanna sinna sem fjölgað
hefur eftir því sem árin hafa liðið.
Hún ásamt Árna bjó fjölskyldu
sinni myndarlegt og notalegt
heimili þar sem Ingimarsstaðir
eru en þar hefur ávallt verið gott
að koma til skemmri eða lengri
dvalar og þar hafa ömmubörnin
hennar oftast fengið betri þjón-
ustu en þau hafa átt kost á annars
staðar.
Þegar litið er yfir farinn veg að
leiðarlokum verður manni ljóst að
það hefur verið mannbætandi og
ákveðin forréttindi að fá að kynn-
ast og umgangast Þórunni. Bless-
uð sé minning hennar.
Sigurður Skúli Bergsson.
Í dag er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa kynnst þeirri
góðu konu, Þórunni Þorsteins-
dóttur. Betri tengdamóður eða
ömmu barna minna get ég ekki
hugsað mér. Didda var þessi
trausta og hlýja kona sem hverri
fjölskyldu er svo mikilvæg. Hún
leysti hvers manns vanda og var
sá klettur í fjölskyldunni sem allir
leituðu til. Ég man að fyrst þegar
ég kom í fjölskylduna og Oddný
og systur hennar voru að taka
slátur, steikja laufabrauð eða
annað sem þær höfðu gert með
mömmu sinni að gjarnan var
sagt, hringjum í mömmu, þegar
vafi var á einhverju. Nú leitar
maður eftir friði og styrk með því
að rifja upp samverustundirnar,
ferðalögin utanlands og innan,
ógleymanlegar stundir í Sandá,
en umfram allt allar stundirnar á
Ingimarsstöðum. Það var alltaf
tilhlökkun að koma í heimsókn á
Ingó. Árni búinn að fylgjast með
veðri og færð og Þórunn með veit-
ingar og opinn faðm þegar rennt
var í hlað. Börnin sváfu oft út í frí-
um en alltaf var Didda komin í
eldhúsið þegar maður vaknaði,
kaffi á könnunni og búið að raða
upp meðlæti. Didda fylgdist af lífi
og sál með öllu sem barnabörnin
tóku sér fyrir hendur og ef eitt-
hvað var á þau hallað tók hún allt-
af málstað þeirra og stóð með
þeim. Enda elskuðu þau ömmu
sína af öllu hjarta.
Það var erfitt að fylgjast með
þessari kraftmiklu konu missa
þróttinn síðustu vikurnar. Það
var svo óraunverulegt og hugur-
inn leitaði alltaf til þeirra stunda
sem við áttum með Diddu þar
sem kraftur, jákvæðni og glað-
værð réði ríkjum, því einn af fjöl-
mörgu kostum Diddu var húmor
og léttleiki. Ég sá alltaf fyrir mér
Diddu við borðstofuborðið á Ingó
með barnabörnin í kringum sig,
oftar en ekki við spil. Það eru all-
ar þessar minningar sem veita
okkur styrk í dag og minningin
um Diddu er björt og falleg.
Blessuð sé minning Þórunnar
Þorsteinsdóttur.
Gunnar Páll Jóakimsson.
Hún elsku Didda mín er látin.
Tengdamóðir sem ég er svo stolt
af að hafa átt. Fyrirmynd mín og
stelpnanna minna. Þær spurðu
mig um daginn hvort ég gæti ekki
verið svona eins og Didda amma
þegar þær eignast börn, upp-
skrift að ömmu eins og þær eiga
að vera.
Við Didda vorum góðar vin-
konur, hún hvatti mig í öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur og
hafði alltaf ráð undir rifi hverju.
Hún var alltaf svo jákvæð og
áhugasöm um okkar líf.
Didda mundi svo margt, hvort
sem var nöfn á ættingjum eða vin-
um, staðháttum eða ljóð. Hún var
alltaf svo tignarleg þegar hún var
að segja frá. Það var gaman að
spjalla við hana um liðna tíma.
Hún hafði lifað tímana tvenna.
Mér er það svo minnisstætt þegar
ég spurði hana hver væri mesta
tæknivæðingin sem hún hefði lif-
að. Hún var ekki lengi að svara;
það var þegar hún fékk sína
fyrstu þvottavél. Þá gat hún hætt
að sjóða föt og skrúbba. Hún bara
sat og horfði á vélina þvo, skæl-
brosandi, eins og hún lýsti því.
Henni þótti það markverðara en
þegar rafmagn var lagt í húsið
hennar. Það þótti mér merkilegt.
Ég get ekki lýst því hvað mér
finnst það ósanngjarnt að hún
hafi ekki fengið lengri tíma með
okkur. Krabbameinið hafði betur
og ekkert var hægt að gera. En
hún reyndi að lengja tímann sinn
hér með okkur og það þykir mér
vænst um, stelpnanna vegna líka,
því tíminn eftir að við fluttum
heim til Íslands hefur verið dýr-
mætari en nokkur annar. Ég mun
halda minningu hennar á lofti fyr-
ir Marínu, Sæunni og Hafrúnu
Birnu. Fyrirmyndin Diddamma.
Íris.
Elsku amma. Stríð og friður.
Ég trúi því að þó að þú hafir tapað
þessu stríði hafir þú öðlast frið.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að hafa komið til þín og náð
að tala við þig áður en yfir lauk.
Það, að þú sagðir við mig að allir
væru sáttir við þig, sefaði hjartað
mitt.
Það er svo margs að minnast
þegar litið er til baka. Þar hæst
ber þó að koma til þín og afa á
Ingimarsstaði. Alltaf var mér, og
öllum, tekið af ást og alúð. Þær
eru ófáar stundirnar sem ég
eyddi þar við leik, hvort sem ég
skottaðist þar ein eða lék mér við
Trínu mína.
Ég tók það óskaplega nærri
mér að flytja frá Þórshöfn, en
beið alltaf spennt eftir jólunum
því þá var farið til ykkar afa. Allt í
kringum jólin á Ingó var svo ynd-
islegt; flugið á Þorláksmessu (oft-
ast í brjáluðu veðri), „Ingimars-
staðalyktin“ sem tók á móti
manni, þú að stússast (að moppa,
og ryksuga flugur úr gluggakist-
unum), rjúpnalyktin á aðfanga-
dag, „jólasveinarnir“ að keyra út
pakka til okkar og stela rjúpna-
pottinum þínum í leiðinni og
skilja hann eftir upp við hlið,
messan klukkan 17, afi að svindla
í Ólsen … Ég gæti haldið enda-
laust áfram.
Þú sást ekki sólina fyrir barna-
börnunum þínum, og ég er stolt af
því að vera nafna þín og elst í
þeim hópi, og ekki minnkaði stolt-
ið og gleðin þér hjá þegar barna-
barnabörnin bættust í hópinn.
Síðustu áramót verða lengi í
minnum höfð, þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman á Þórshöfn
að þinni ósk. Ætli þig hafi ekki
grunað í hvað stefndi, en ég verð
þakklát að eilífu fyrir þessa
stund.
Elsku, elsku amma. Ég kveð
þig með sárum söknuði og sorg í
hjarta.
Þín
Þórunn.
Elsku besta amma okkar.
Rosalega er það skrýtið að skrifa
minningarorð um svona duglega
og yndislega konu sem maður lít-
ur svo upp til. Þú varst alltaf svo
ótrúlega kraftmikil þrátt fyrir
þessi veikindi þín síðasta ár. Við
erum svo stolt af þér og þinni bar-
áttu, þú varst algjör hetja.
Það er ekki hægt að hugsa sér
betri ömmu en þig, þegar eitthvað
bjátaði á þá var ömmuknús það
eina sem maður þurfti, þá lagað-
ist allt.
Við eigum svo sannarlega eftir
að sakna þess að vera hjá þér og
finna yndislegu Ingólyktina. Þú
stjanaðir alltaf svo mikið við okk-
ur barnabörn þín og manni leið
ávallt svo vel í návist þinni.
Við eigum eftir að sakna þess
mikið að spila Scrabble við þig,
það var alltaf mikið fjör þegar við
spiluðum saman, mikið hlegið.
Svo var alltaf jafn gaman að baka
með þér og aldrei munu neinar
pönnukökur toppa þínar.
Við vildum alltaf leggja okkar
af mörkum til að þér liði vel því þá
leið okkur vel. Eins og til dæmis
það að taka til sem okkur finnst
frekar leiðinlegt að gera en við
gerðum það alltaf þegar þú baðst
um það, því maður gerði allt fyrir
Diddömmu, þannig var það bara.
Elsku amma, við vitum að Guð
geymir þig á góðum stað og að
þér líður vel. Það eru svo mikil
forréttindi að fá að eiga svona
margar minningar um þig. Mikið
hefðum við viljað að okkar börn
hefðu fengið að kynnast þér, en
það eru víst ekki allir svona
heppnir eins og við. Við eigum
aldrei eftir að gleyma þessum
góðu stundum sem við áttum
saman.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma,
Björg og Arnar.
Amma mín.
Amma mín er yndislegasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Einstök. Ég held að hún hafi ekki
gert sér grein fyrir því hversu
einstök hún var. Þér leið svo vel í
kringum hana, þú fannst að henni
stóð ekki á sama, henni þótti vænt
um þig. Hún er fyrirmyndin mín.
Alveg frá því ég var lítil hefur
mér alltaf þótt best hjá Diddu-
ömmu. Það er svo margt sem ég
get sagt um hana ömmu en það
fyrsta sem kemur upp í huga
minn þegar ég hugsa um hana er
lyktin, ömmu-lykt eins og ég hef
alltaf kallað hana. Ég hreinlega
dýrkaði ömmu-lykt. Ef amma
fékk t.d. koddann minn lánaðan
þegar hún kom í heimsókn tímdi
ég aldrei að nota hann næstu
daga á eftir. Oft fann ég mér ann-
an kodda í þeirri von að ömmu-
lyktin myndi haldast lengur. Ef
ég gisti á Ingó heimtaði ég alltaf
að gista upp í hjá ömmu. Það
skipti mig engu þótt hún hryti.
Ég ýtti bara við henni og sagði
„amma, þú ert að hrjóta“ og þá
var málið leyst.
Ég elskaði slæðurnar hennar
ömmu. Ömmu-lyktin hvarf aldrei
af slæðunum. Ég gat staðið fyrir
framan spegilinn á Ingó tímunum
saman og leikið mér að slæðunum
hennar.
Amma hafði gríðarlega sterkt
faðmlag. Hún faðmaði mig alltaf
svo innilega þegar við hittumst og
oftast sagði hún eitthvað á þessa
leið: „Æj hvað það er gott að sjá
þig, Soffía.“ Mér þótti rosalega
vænt um þetta. Ég vil meina að
faðmalagið hennar lýsi henni svo
vel. Hún var svo hjartgóð og tók
fólki opnum örmum.
Þegar mamma hringdi í mig og
sagði mér að amma mín væri að
kveðja þennan heim hugsaði ég
strax um faðmlagið hennar. Ósk-
aði mér að ég gæti faðmað hana
einu sinni enn að mér, faðmað
hana eins og hún faðmaði mig
alltaf.
Amma mín verður alltaf í
hjarta mínu. Ömmu-lyktin mun
aldrei hverfa frá mér. Faðmlagið
hennar lifir með okkur öllum. Ég
mun faðma aðra eins og hún
faðmaði mig.
Ég elska þig, amma mín.
Soffía Arnþrúður.
Besta amma í heimi. Við sökn-
um hennar rosalega mikið. Hún
gerði allt fyrir okkur og var svo
góð við alla. Það er rosalega mikill
missir að missa hana. Það var svo
gaman að baka með henni pönnu-
kökur eða vöfflur, prjóna með
henni og vera með henni um jólin.
Hún leyfði okkur að gera allt.
Nú verða ekki fleiri kleinur og
snúðar á Ingó. Ef okkur vantaði
vettlinga var hún búin að prjóna
þá daginn eftir. Okkur finnst svo
skrýtið að hún sé farin frá okkur.
Við ætlum alltaf að muna eftir
henni.
Marín og Sæunn.
Í dag er til moldar borin frá
Þórshafnarkirkju á Langanesi
Þórunn Marín Þorsteinsdóttir,
jafnan kölluð Didda af vinum og
venslamönnum, vinnufélögum og
fólkinu á staðnum. Didda var
fyrrum stöðvarstjóri Pósts og
síma, síðar Íslandspósts á Þórs-
höfn, og húsfreyja á staðnum.
Hún hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða svo allir vissu að
hverju dró. Samt finnst okkur
brotthvarf hennar ótímabært því
við hefðum viljað fá að hafa hana
hjá okkur miklu, miklu lengur.
Didda var næstelst í fimm
systkina hópi sem ólst upp í Ás-
garði á Þórshöfn um og eftir
miðja síðustu öld. Foreldrar
hennar ráku þar snoturt bú og
heimilisfaðirinn sótti sjó á eigin
báti þegar gaf. Húsmóðirin átti
orgel og lék á það og bæði voru
þau bókhneigð. Didda var flug-
næm og gekk afar vel í skóla og
eftir skyldunám fór hún í Lauga-
skóla og síðar Gagnfræðaskóla
Akureyrar þaðan sem hún lauk
landsprófi með glæsibrag. Hún
giftist æskuunnusta sínum Árna
Helgasyni frá Þórshöfn og þar
stofnuðu þau heimili og fjölskyldu
á heimaslóðum sínum. Eiginmað-
urinn Árni Helgason gerðist far-
sæll útgerðarmaður og skipstjóri
en Didda sá um umsvif í landi og
stjórnaði heimilishaldi. Heimili
þeirra Adda og Diddu á Þórshöfn
bar snemma vott um góðan efna-
hag og var í senn hlýlegt, mynd-
arlegt og menningarlegt. Börnin
komu til sögunnar, heilbrigð og
vel af guði gerð og voru sannar-
lega ljós í húsi. Þau hjónin voru
um margt á undan sinni samtíð,
eignuðust fljótlega bíl og ferðuð-
ust til útlanda í fríum áður er slíkt
varð algengt eins og nú er orðið.
En þessi lúxus varð ekki til úr
engu en þau hjón voru samhent
og skynsöm og farsæl í allri at-
höfn.
Það mun hafa verið skömmu
eftir 1960 sem kynni mín hófust af
þeim hjónum. Þau kynni þróuð-
ust með árunum yfir í trausta
trúnaðarvináttu sem staðið hefur
í rúma hálfa öld. Ég komst fljót-
lega að því að Didda var einstök
mannkostamanneskja. Hún var
traust, ákveðin og harðdugleg að
hverju sem hún gekk og einstak-
lega lagin og úrræðagóð. Hún var
mikil fjölskyldumanneskja og
ættmóðir með opinn faðm sem
aldrei brást. Hún hafði næma
kímnigáfu og frásagnargáfu og
var einkar vel máli farin. En um-
fram allt var hún hlý, kærleiksrík
og gefandi hver sem hlut átti að
máli. Allra þessara kosta fengum
við samferðafólk hennar að njóta í
ríkum mæli og þeirra söknum við
sárt nú þegar hún er öll. Við leið-
arlok er mér efst í huga óendan-
legt þakklæti fyrir góðar og glað-
ar stundir. Þær stundir heyra nú
sögunni til og aðeins minningarn-
ar eftir. Þeim fylgir vissulega
söknuður og kannski ekki langt í
tárin en það er líka stutt í brosið
því að það var ætíð glatt og hlýtt
og bjart í kringum Diddu. Ég og
mitt fólk sendum Adda og börn-
um þeirra hjóna, frændliði öllu
svo og fólkinu í heimabyggðinni
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þeim guðsblessunar.
Blessuð sé minning Þórunnar
Þorsteinsdóttur.
Óttar Einarsson.
Didda, eða Diddamma eins og
hún var jafnan kölluð af öllum í
fjölskyldunni eftir að fyrsta barna-
barnið fæddist, var móðursystir
mín og besta frænka. Hjá henni
átti ég alltaf skjól, vináttu og vísan
samastað frá blautu barnsbeini.
Ég minnist margra samveru-
stunda, sumardvala og heimsókna
þar sem mér var alltaf tekið eins
og höfðingja á heimili þeirra hjóna,
Adda og Diddömmu á Ingimars-
stöðum, Þórshöfn. Diddamma var
mikill máttarstólpi og merkiskona,
stöðvarstjóri Pósts og síma á Þórs-
höfn um árabil, sat í stjórnum og
nefndum, tók virkan þátt í bæjar-
lífinu og til hennar var leitað með
margvísleg mál. Hún vissi allt,
þekkti alla og bar velferð allra fyr-
ir brjósti. Alltaf hafði hún nægan
tíma, aldrei féll henni verk úr
hendi og öllu kom hún einhvern
veginn í stand án þess að nokkur
yrði þess var. Hún var gjafmild og
barngóð, hún sýndi jafnt litlum
krökkum sem unglingstetrum ein-
lægan áhuga, gaukaði einhverju
að þeim og gantaðist við þá og hjá
því gat ekki farið að allir elskuðu
hana, virtu og dáðu.
Diddamma hafði ríka kímni-
gáfu, hárfína og óborganlega, og
sagði ótal skemmtilegar sögur af
fólki, hún hermdi eftir röddum og
svipbrigðum en eftirhermurnar
voru allar eins. Fleyg eru orðatil-
tæki hennar, en það voru mismæli
og ambögur sem hún greip á lofti
hér og hvar og urðu hennar í gam-
ansömum tón. Henni var einstak-
lega lagið að sjá skoplegar hliðar á
mönnum og málefnum og aldrei sá
ég hana öðruvísi en með spaugs-
yrði á vör. Hún var traust og jarð-
bundin, ástrík og glaðlynd, vinur í
raun og klettur í hafinu. Henni var
mikið í mun að styrkja fjölskyldu-
Þórunn Marín
Þorsteinsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HRÓÐMAR GISSURARSON
Kleppsvegi 4,
Reykjavík,
lést á líknardeildinni á Landakoti
föstudaginn 23. desember.
Sigrún S. Waage,
Valgerður M. Hróðmarsdóttir, Karl J. Halldórsson,
Gunnar Hróðmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Karólína S. Hróðmarsdóttir, Svavar Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.