Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Atvinnuauglýsingar
Heildverslun
óskar eftir starfskrafti í bókhald, símsvörun,
reiknisgerð og almenn skrifstofustörf, vinnu-
tími kl. 13-17 virka daga.
Gerðar eru kröfur um að umsækjandi hafi fag-
lega þekkingu á bókhaldi.
Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnu-
brögðum, hafa góða þjónustulund, vera stund-
vís og geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar:
,,H - 24815”.
Raðauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Til sölu fasteign í
útleigu
Til sölu verslunar- og þjónustuhúsnæði á
góðum stað í Reykjavík. Öll rými í útleigu til
rekstraraðila á núverandi markaðsleiguverði.
Leigutekjur um 53,2 milljónir á ári. Kaupverð
600 milljónir. Nettótekjur áætlaðar 36,7
milljónir á ári, þannig að nettóársávöxtun er
um 6,4%, verðtryggðar tekjur.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristinsson
löggiltur fasteignasali í síma 861-0511,
534-1025, magnus@atvinnueignir.is.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Pöntunarsímar 698 7999
og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Besti vinur þinn
verður silkimjúkur
og glansandi
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
Polarolje
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar-
húsa við Akureyri og á Akureyri.
Upplýsingar á www.orlofshus.is.
Leó, sími 897 5300.
Heilsa
Vilt þú bæta heilsuna þína?
Auka orkuna eða koma þér í form?
Prófaðu Herbalife!
Hafðu samband:
774 2924, Baldur.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Verslun
Trúlofunar- og giftingarhringar í
úrvali. Auk gullhringa eigum við
m.a. titanium og tungstenpör á fínu
verði. Sérsmíði, framleiðsla og
viðgerðarþjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Annast bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörf.
Hafið samband í síma 893 7733.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Mazda Tribute 3/2006
Ekinn aðeins 38 þ. m.Sjálfskiptur.
Loftkæling. Topplúga. Stigbretti.
Dráttarkúla. Vindskeið. Einn eigandi
frá upphafi.
Flottur bíll. Tilboðsverð: 1.990 þús.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Góður í vetraraksturinn.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Bílar aukahlutir
Flutningabíll
M. Bens 1960, dráttarbíll m/tengi-
vagni. Árg. 2007, ríkulega búinn bíll.
Kassi m/heilopnun. 10mx2,50x2,70,
burður tæp 20 tn. 3ja tn lyfta.
Sími 893 0939.
✝ Guðmundur G.Gústafsson
fæddist í Reykjavík
15. september
1935. Hann lést á
heimili sínu,
Kristnibraut 59 í
Reykjavík eftir
langvinna baráttu
við krabbamein 19.
desember 2011.
Foreldrar hans
voru Gústaf Adolf
Ágústsson endurskoðandi, f.
31.5. 1908, d. 29.9. 1986, og
Karítas Jochumsdóttir hús-
freyja, f. 21.9. 1911, d. 18.1.
1962. Systkini Guðmundar eru
Sigurður, f. 4.1. 1939, d. 31.8.
þeirra eru Hrannar Steinn og
Finnur Freyr, maki Guðrún
Ósk. Óskírður Finnsson er eina
barnabarnabarn Guðmundar, f.
16.12. 2011. 2) Kristján Freyr, f.
4.2. 1963, maki Sigríður Ólöf
Árnadóttir, f. 5.1. 1967. Dætur
þeirra eru Anna María og Elsa
Rán. 3) Gréta Björk, f. 2.10.
1968, maki Terje Olav Almenn-
ing, f. 2.8. 1965. Börnin eru Úlf-
ur Þór og Íris Andrabörn og
Kristófer og Sunneva Terj-
ebörn.
Guðmundur lauk verzl-
unarprófi úr Verzlunarskóla Ís-
lands 1954. Hann hóf starfsferil
sinn hjá ÁTVR en starfaði
lengst af í veðdeild Landsbanka
Íslands. Eftir starfslok lagði
hann stund á sitt helsta áhuga-
mál sem var skógrækt.
Útför Guðmundar fer fram
frá Guðríðarkirkju í dag, 27.
desember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.
2008, Oddur, f.
27.3. 1941, Sigrún,
f. 28.1. 1945, og
Diljá Margrét, f.
26.1. 1947.
Guðmundur
kvæntist Else Zim-
sen, f. 28.3. 1939,
hinn 19.7. 1959.
Foreldrar Else
voru Christian
Zimsen lyfsali, f.
26.9. 1910, d. 7.9.
1991, og Grethe Zimsen lyfja-
fræðingur, f. 5.10. 1912, d.
27.12. 1973. Börn Guðmundar
og Else eru 1) Gunnar, f. 27.11.
1960, maki Ingveldur Björk
Finnsdóttir, f. 9.9. 1962. Synir
Það er sárt að þurfa að
kveðja Guðmund, stóra bróður
sinn, baráttunni við erfiðan
sjúkdóm er lokið. Hann stóð sig
eins og hetja, var okkur öllum
til fyrirmyndar, því þrátt fyrir
erfiðar meðferðir heyrðum við
hann aldrei kvarta. Oftar en
einu sinni sagði hann við mig að
hann lifði bara í núinu og nyti
lífsins í dag, það þýddi ekkert
annað.
Það varð snemma augljóst að
Guðmundur hafði mikinn áhuga
á gróðri, alveg eins og móðir
okkar. Ég minnist þess heima á
Laugateig, þar sem við ólumst
upp, að hann var alltaf sá sem
hjálpaði mömmu við öll verkin í
garðinum, það er að segja þegar
hann var heima. Eins og tíðk-
aðist á hans uppeldisárum voru
börn oft send í sveit. Guðmund-
ur fór alltaf í sveit á sumrin og
ég minnist þess að hann dvaldi
lengst á Hóli í Svarfaðardal, en
faðir okkar var ættaður þaðan.
Föðurbræður okkar voru bænd-
ur í Hrísey, og sum okkar systk-
ina dvöldum hjá þeim í Hrísey á
sumrin. Ég man eftir því að
amma, sem bjó á Ystabæ í Hrís-
ey benti mér á Dalvík, og svo
hvar Guðmundur væri í sveit og
sem lítil stelpa man ég eftir að
hafa horft yfir þetta stóra haf
sem aðskildi okkur og mér
fannst eins og stóri bróðir minn
væri einhvers staðar í framandi
landi. Guðmundur var elstur
okkar systkina og aldursmun-
urinn á milli okkar var það mik-
ill að hann var fluttur að heiman
þegar ég er rétt að byrja skóla-
göngu.
Ein af bestu minningum mín-
um er þegar Guðmundur trúlof-
aðist Else. Svo kom ferðalagið
mikla, öll fjölskyldan hélt í brúð-
kaupið sem fór fram í Stykk-
ishólmi. Þvílíkt ævintýri. Svo
komu börnin, og þá var ég kom-
in á barnapíualdur, og ekkert
var skemmtilegra en að fá að
passa litlu krílin. Það má segja
að ég í rauninni kynnist ekki
stóra bróður mínum fyrr en ég
fer að fullorðnast sjálf og bón-
usinn var þessi elskulega kona
sem hann giftist og þeirra börn.
Þau eyddu mörgum stundum
í sumarbústað fjölskyldu Else
við Elliðavatn, og ég man eftir
Guðmundi á kafi í gróðrinum
þar. Þessi ástríða Guðmundar
fyrir gróðri fylgdi honum fram á
síðasta dag. Mörg hundruð tré
hafa verið gróðursett við bústað-
inn sem Else og hann eignuðust
við Apavatn, og aldrei var hann
sælli en þegar hann gat farið út
að gróðursetja.
Nýlega vorum við Guðmund-
ur að ræða blóm og það kom til
tals að uppáhaldsblómið mitt
væri Calla liljan, og hann var
fljótur að minna mig á að móð-
uramma okkar, Diljá, var með
þetta blóm í stofunni hjá sér, og
þegar hún blómstraði var hún
sett á mitt borðstofuborðið fyrir
alla að njóta. Í næstu heimsókn
Guðmundar til mín, færði hann
mér Calla lilju. Þetta blóm á
alltaf eftir að minna mig á allt
það góða við minn kæra bróður
sem við nú kveðjum með sökn-
uði.
Sigrún Gústafsdóttir.
Haustið 1956 settist ungur
maður úr Reykjavík í fimmta
bekk Menntaskólans á Akureyri
þar sem við vorum fyrir. Vakti
hann athygli fyrir fríðleika, ljúf-
mennsku, lítillæti – og sundfimi.
Segir sagan að námsmeyjar
skólans hafi tíðum gert sér ferð-
ir í Sundlaug Akureyrar til þess
að horfa á þennan íturvaxna
fríðleikssvein, Guðmund Gúst-
afsson. Ein þeirra var bekkj-
arsystir okkar, Else Zimsen úr
Stykkishólmi. Undruðust margir
skyndilegan og mikinn áhuga
hennar á sundi. En Guðmundur
kom fljótt auga á þessa fallegu
og einbeittu stúlku og hreifst af
henni. Opinberuðu þau trúlofun
sína sumarið 1958 og gengu í
hjónaband árið eftir og fylgdust
að allar götur upp frá því. Guð-
mundur elskaði og virti konu
sína og hún var honum góð
kona, sem ekki síst kom í ljós í
veikindum hans undanfarin ár.
Nú hefur meinið lagt þennan
góða dreng – þennan góða vin
okkar að velli.
Gott hefur verið að eiga Guð-
mund og Else að vinum og hefur
vinátta okkar staðið óslitið
meira en hálfa öld. Um hríð
bjuggum við í sama húsi við
Kleppsveg í Reykjavík og marg-
ar ánægjustundir áttum við
saman í kjallaraíbúð þeirra á
Hávallagötu auk samveru á
ferðum, m.a. frægri ferð vestur í
Stykkishólm í ágústbyrjun 1958
á austurþýskum smábíl úr
trefjagleri sem nefndur var P70.
Þá verður samvera okkar í
heillandi höfuðborg Tékklands,
Prag, vorið 2005 ógleymanlega.
Þar heilsuðum við upp á gamlan
kunningja, Góða dátann Sweik,
og gengum um stræti og torg í
blíðunni og sóttum heim hring-
kirkjuna, Rótúnduna í gömlu
konungsborginni Vysehrad. Nú
síðast minnumst við góðra
stunda með Else og Guðmundi
og öðrum vinum í Blásölum á
Selhrygg í Kópavogi. Fyrir allt
þetta þökkum við.
Nú hefur Guðmundur Gúst-
afsson gengið „hið dimma fet“ –
en öll erum við á sömu göngu.
Við þökkum góða samfylgd og
marga ánægjustund og vottum
Else og börnum þeirra Guð-
mundar samúð okkar.
Margrét og Tryggvi.
Guðmundur G.
Gústafsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar