Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Jón Stefánsson hefur verið organisti og kór-
stjóri í Langholtskirkju nær óslitið síðan
1964. Árið 1991 stofnaði Jón Gradualekór
Langholtskirkju sem er unglingakór og árið
2000 stofnaði hann stúlknakórinn Graduale
Nobili sem er skipaður 24 ungum stúlkum,
völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með
Gradualekórnum. Graduale Nobili sendi ný-
lega frá sér disk með jólaverkunum Cere-
mony of Carols eftir Benjamin Britten og
Dancing Day eftir John Rutter. Þetta er
annar diskur Graduale Nobili á árinu, sá
fyrri kom út í júní og var safndiskur í til-
efni af tíu ára afmæli kórsins og ber nafnið
X ten years Graduale Nobili. Jóladiskurinn
er tilnefndur til íslensku tónlistarverð-
launanna og kórinn tilnefndur sem besti
flytjandi í flokki sígildrar og samtíma-
tónlistar.
Graduale Nobili hefur haft nóg að gera. Í
september í fyrra byrjaði kórinn að vinna
með Björk Guðmundsdóttur og vann að
upptökum á verki hennar Biophilia. Björk
fékk kórinn síðan til að koma fram með sér
á Listahátíðinni í Manchester sumarið 2011.
„Ég held að hún hafi talið að hún gæti ekki
verið án kórsins í Manchester, því hlutverk
hans var svo mikið,“ segir Jón. „Við vorum
þarna í mánuð og síðan hefur kórinn sungið
á Isle of Wight þar sem áheyrendur voru
um 50.000 manns og hann kom einnig fram
í sjónvarpsþætti BBC með Björk. Einnig á
níu tónleikum Bjarkar í Hörpu í haust.“
Hverju þakkarðu mikla uppgöngu kórs-
ins?
„Þessi kór vakti strax athygli á fyrstu
tónleikum sínum. Hann hefur margsinnis
fengið tilnefningar til tónlistarverðlauna og
hlotið margs konar viðurkenningar og verð-
laun í keppnum enda er þetta mikið úrvals-
lið. Hugmyndin að stofnun þessa kórs
kviknaði þegar ég var farinn að horfa á eft-
ir afar hæfileikaríkum stúlkum sem voru
orðnar of gamlar fyrir Gradualekórinn. Þá
fékk ég þá hugmynd að búa til eðalkór.
Stúlkurnar eru 18 ára þegar þær hætta í
Gradualekórnum og eru í Graduale Nobili
fram til 26 ára aldurs.“
Hvað er framundan hjá Graduale Nobili?
„Á næsta ári er ýmislegt á döfinni hjá
kórnum. Hann fer til New York, síðan til
Suður-Ameríku og mun koma fram á alls
konar hátíðum næsta sumar. En ég fylgi
þeim ekki lengur á þessum tónleikaferðum,
þær eru komnar á sjálfstýringu. Hins vegar
er á döfinni að þær syngi á nokkrum stöð-
um tónleika með sinni efnisskrá eins og þær
gerðu síðastliðið sumar og þá mun ég
skreppa út.“
Felst ekki mikil vinna í því að vera kór-
stjóri?
„Jú, vissulega og auk þess sé ég um
rekstur á Kórskólanum, en þar eru 110
nemendur frá fjögurra ára aldri upp í átján
ára.“
Hvernig gengur að hafa stjórn á fjögurra
ára börnum í kór?
„Það gengur mjög vel. Eitt af því fyrsta
sem þau læra er að aga sig því þau þurfa að
búa yfir ögun til að geta komið fram í mess-
um og á tónleikum. Kórstarfið er stílað upp
á sönggleði en strax er byrjað að passa upp
á raddþjálfun.“
Stundum er talað um að það sé sérstök
stemning í kórum, er það þannig?
„Kórstarf er sérstakt því það byggist á
svo mikilli samvinnu. Íþróttir ganga út á
keppni en kórstarf snýst um það að vinna
saman og að allir leggi sig fram eins og þeir
mögulega geta. Þannnig myndast sérstök
stemning í kórum og þegar kórar fara í
söngferðir, bæði innan lands og utan, mynd-
ast sterk vinátta milli kórfélaga sem oft
varir ævilangt.“
Þú leikur á orgel í Langholtskirkju, auk
þess að vera kórstjóri. Mörgum finnst gott
að koma í kirkju vegna tónlistarinnar. Finn-
urðu það á þeim sem koma til kirkju að tón-
listin skipti þá miklu máli?
„Ég finn það, ekki bara í sambandi við
messur heldur allar kirkjuathafnir og ekki
síst í sambandi við jarðarfarir, hvað það
skiptir fólk gríðarlega miklu máli að tónlist-
in sé falleg og vel flutt. Það getur skipt
sköpum.“
Ertu trúaður?
„Já, ég held að það væri mjög erfitt að
vera í þessu starfi með því hugarfari að
þetta sé bara vinna.“
Þetta er vinna sem þér finnst mjög
skemmtileg, er það ekki?
„Vinna mín er meira en fullt starf, henni
lýkur eiginlega aldrei. Þannig að ef ég þarf
að vera í vinnunni tólf tíma á dag þá er ég
það. Ég þekki fólk sem getur ekki beðið eft-
ir því að hætta að vinna en það á ekki við
um mig. Eftir því sem árin líða hugsa ég æ
meir um það hversu mikil forréttindi það
eru að geta ekki beðið eftir því að komast í
vinnuna. Ég hlakka til þess á hverjum
morgni.“
Morgunblaðið/Ómar
Graduale Nobili Hugmyndin að stofnun þessa kórs kviknaði þegar ég var farinn að horfa á eftir afar hæfileikaríkum stúlkum sem voru orðnar of gamlar fyrir Gradualekórinn.
Vinnunni lýkur aldrei
Stúlknakórinn Graduale Nobili vekur mikla athygli Jón Stefánsson organisti og kórstjóri stofn-
aði kórinn sem hann segir samanstanda af úrvalsliði Hann segir kórinn vera kominn á sjálfstýringu
» „Kórstarf er sérstakt því það byggist á svo mikilli sam-vinnu. Íþróttir ganga út á keppni en kórstarf snýst um það
að vinna saman og að allir leggi sig fram eins og þeir mögu-
lega geta. Þannnig myndast sérstök stemning í kórum og þeg-
ar kórar fara í söngferðir, bæði innan lands og utan, myndast
sterk vinátta milli kórfélaga sem oft varir ævilangt.“