Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 36
sínum og síðan í haust hefur hann
verið í læri hjá Frosta Gnarr, graf-
ískum hönnuði hjá Frosta Gnarr
stúdíó.
Aðspurður hvað sé framundan
segist Hrafnkell ætla að hvíla sig
aðeins á námi og nýta fyrri helm-
ing nýja ársins til að koma tónlist
Captain Fufanu á framfæri. Hann
fer með Ghostigital á tónlistarhá-
tíðina Eurosonic í Hollandi í byrjun
janúar og í febrúar fer hann með
Captain Fufanu til Hollands,
Þýskalands og Danmerkur. „Ég
veit ekki alveg hvort ég er tilbúinn
í að sérhæfa mig strax. Ég veit
ekki hvort ég vil einblína á tromp-
etinn, mennta mig í raftónlist eða
læra grafík einhvers staðar eða
aðra list. Ég er allavega ekki að
fara í lækninn eins og amma
vill eða lögfræði eins og
frænka mín vill,“ segir Hrafn-
kell að lokum.
ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Fótboltahöll hrundi til grunna
2. Myndir af eyðileggingu í Noregi
3. Setti rúma milljón í …
4. Óttast ekki að mjúkhýsið fjúki
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Jón Stefánsson, organisti og kór-
stjóri, stofnaði stúlknakórinn Grad-
uale Nobili sem hefur m.a. unnið
með Björk Guðmundsdóttur. Jón
segir í viðtali við Kolbrúnu Berg-
þórsdóttur að vinnu sinni ljúki nær
aldrei. »30
Graduale Nobili kom-
inn á sjálfstýringu
Tónleikarnir
Jóla Gó fara fram
á Café Rósenberg
í kvöld og annað
kvöld og hefjast
kl. 21.
Á meðal þeirra
sem koma fram
eru Sigríður
Thorlacius, Sig-
urður Guðmundsson, Högni Egilsson,
Dísa Jakobs, Sigtryggur Baldursson
og Helgi Björns. Miðar verða seldir
við hurð og kosta 2.000 kr.
Góðir gestir á Jóla Gó
á Café Rósenberg
Mun færri komust að en vildu á
tónleika Mugisons í Hörpu fyrir jól en
nú gefst þeim, sem sátu eftir með
sárt ennið, tækifæri til að
berja söngvarann augum.
Klukkan 20:30 í kvöld
heldur hann tónleika
ásamt Jónasi Sig. í
Edrúhöllinni, Efsta-
leiti 7.
Tónleikunum
lýkur fyrir 22
og kostar 500
krónur inn.
Mugison á tónleikum
í Edrúhöllinni
Á morgun NA 8-13 m/s með SA-ströndinni, annars hægur vindur.
Víða bjartviðri, en dálítil él á stöku stað V-lands og með A-
ströndinni. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 10-15 m/s og éljagangur eða skaf-
renningur, en úrkomulaust á A-verðu landinu. Vestan 13-18 og
snjókoma um tíma á NA-horninu seint í kvöld og í nótt.
VEÐUR
Guðmundur E. Stephensen,
besti borðtennismaður Íslands,
áætlar að það hefði kostað
hann um hálfa milljón króna á
mánuði að reyna að komast
bestu leiðina á Ólympíuleikana
í London. „Leikmenn frá stærri
þjóðum fá einfaldlega næga
fjármuni til að reyna að komast
eins langt og kostur er í íþrótt-
inni. Það er ekki hægt að líkja
okkar aðstæðum saman við
þær sem tíðkast hjá stærri
þjóðum,“ segir Guðmundur. »1
Hefði kostað hálfa
milljón á mánuði
„Svona viljum við sjá hann alla leik-
tíðina – áræðinn í sókninni allan leik-
inn, nýta fjölhæfni sína og ráðast á
hringinn. Þetta er sá LeBron James
sem við viljum sjá í yfir 66 leikjum,“
sagði Dwyane Wade um samherja
sinn eftir að Miami Heat burstaði
meistara Dallas Mavericks á fyrsta
leikdegi NBA-deildarinnar í körfu-
bolta. »2
Sá LeBron James
sem við viljum sjá
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson
dúxaði fyrir jól í Borgarholtsskóla.
Hann hlaut ágætiseinkunnina 9,11
og fékk viðurkenningar fyrir góðan
árangur, m.a. í margmiðlunar-
hönnun, íslensku, ensku, sögu, fé-
lagsfræði og listgreinum. Hann
segist að vonum afar ánægður með
að hafa orðið dúx. „Það var
aukabónus við að klára skólann,“
segir Hrafnkell. Hann kláraði list-
námsbraut síðasta vor en ákvað að
bæta við sig stúdentsprófi og er
það hér með í höfn.
Hrafnkell hefur að auki verið öfl-
ugur í félagslífinu en hann hefur
setið í nýnemaráði, listanefnd og
verið gjaldkeri í stjórn. „Það var
mjög fyndin stjórn. Við fórum hóp-
ur af hálfreynslulausum krökkum á
listnámsbrautinni í framboð, þann-
ig séð í gríni,“ segir hann. „Þetta
grín varð að fúlustu alvöru og við
unnum kosningarnar og komumst
öll inn,“ segir hann. Blaðamaður
nefnir að þetta hljómi eins og
framboð Besta flokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar 2010. „Já,
ég á ekki langt að sækja það,“ seg-
ir Hrafnkell en faðir hans, tónlist-
armaðurinn Einar Örn Benedikts-
son, er borgarfulltrúi Besta
flokksins.
Ghostigital og
Captain Fufanu
Hrafnkell segir áhugasvið sitt
afdráttarlaust liggja í listum.
Hann hefur lært á djass-
trompet og klassískan trompet
við tónlistarskóla FÍH, auk
þess að hafa spilað með
Ghostigital síðan hann var 10
ára. Þá er hann í teknósveitinni
Captain Fufanu ásamt félaga
Áhuginn liggur í listunum
Dúx Borgar-
holtsskóla er í
Ghostigital og
Captain Fufanu
Morgunblaðið/Ómar
Dúx Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson komst inn í nemendafélagið með grínframboði eins og faðir hans í borginni.
Það er óhætt að segja að nafnið
Kaktus sé sjaldgæft en tæp tvö ár
eru síðan Hrafnkell lét bæta
því formlega við nafnið
sitt. „Ég hef hins vegar
alltaf borið nafnið Kaktus,
alveg frá því áður en ég
fæddist,“ segir Hrafn-
kell. „Nafnið kemur
frá foreldrum mín-
um, ég var alltaf
kallaður Kaktus í
staðinn fyrir litli
prinsinn eða eitt-
hvað álíka þegar
ég var yngri. Sagan
segir að mamma og pabbi hafi ver-
ið í Los Angeles þar sem pabbi var
á tónleikaferðalagi. Þau voru eitt
sinn úti í eyðimörkinni og mamma,
sem var þá ófrísk, horfði á kakt-
usana þar og sagðist vilja að
strákurinn sinn héti Kaktus.“
Hrafnkell segist hafa alist upp í
kringum marga útlendinga og þeir
hafi alltaf kallað hann Kaktus. „Ég
er enn kynntur og kynni mig sjálf-
ur sem Kaktus fyrir flestum út-
lendingum. Þannig festist nafnið
við mig og margir sem ég hef alist
upp í kringum vita ekki að ég heiti
Hrafnkell Flóki.“
Kallaður Kaktus fyrir fæðingu
MARGIR ÞEKKJA EKKI HRAFNKEL FLÓKA
Margur myndi láta á sig fá að hafa
gullskó frá síðasta tímabili til sýnis
uppi á arinhillu heima en fá svo nán-
ast ekkert að spila á því næsta. Nú til
dags reiknar maður nánast með því
að menn væli yfir slíku í blöðum og
fari í fýlu. Þeir eru þó enn til sem
svara heldur fyrir
sig á vellinum
þegar færi
gefst og Búlg-
arinn Dimitar
Berbatov er í
þeim hópi.
Hann skoraði
þrennu í
gær. »3
Berbatov svarar fyrir
sig á vellinum