Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er á síðasta ári í Verzlunarskóla Íslands og svo er ég að æfa samkvæmisdans á fullu og hef verið að því síðan ég var sex ára. Ég æfi með Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Hver eru þín helstu áhugamál? Það myndu vera samkvæmisdans, golf og svo leikur maður sér í fótbolta með strákunum. Ætli maður verði ekki líka að segja að hanga með vinunum og svona þetta klassíska. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Maður þarf bráðum að fara að pæla í því. Ég ætla allavega pottþétt í háskóla en nákvæmlega í hvaða fag veit ég ekki. Ég er í viðskiptafræði núna í Versló en væri örugglega til í að fara í eitthvað tæknitengt, eins og tölvunarfræði eða eitthvað. Hvað langar þig í jólagjöf? Ást, umhyggju og „like“ á línuna. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Ég fékk mjög góðan síma fyrir tveimur árum sem ég er ennþá að nota. Svo á ég eina uppáhaldspeysu sem ég fékk fyrir þremur árum eða eitthvað. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Af því að ég myndi „like-a“ þig! Sigurður Már Atlason HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 201192. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldsstaður í heiminum: Singapore. Uppáhaldsjólasveinn: Stúfur. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Sveppi og Pétur Jóhann. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og á félagsfræðibraut, er að útskrifast þaðan í vor. Ég er ásamt því formaður nemendafélagsins þar og það er sennilega líf mitt í hnotskurn. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég myndi segja að það væru íþróttir, kvikmyndir, tónlist og það að vera með vinum mínum, bara þetta hefðbundna. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Ég vil starfa í fjölmiðlum, annaðhvort prentmiðlum, sjónvarpi eða útvarpi. Í því samhengi hef ég velt fyrir mér að fara í lögfræði, stjórnmálafræði eða fjölmiðlafræði í háskólanum. Ég vel sennilega á milli þessara kosta í vor. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er lítið búinn að velta þessu fyrir mér en ég væri til í að fá gott ferðakaffi mál og svo bara einhverja góða bók. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Ég fékk Vidda úr Toy Story þegar ég var fi mm ára og það er til myndband af mér að fá móðursýkiskast af fögnuði þegar ég opnaði pakkann. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Ég ætla ekki að segja „ég er ógeðslega hress gaur“, heldur bara vera einlægur. Ég þrái nýjan snjallsíma! Stefán Snær Stefánsson HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 200692. Uppáhaldsmatur: Þar sem ég er úr Garðabænum, þá myndi ég segja hvítlauksristaður humar og nautakjöt. Uppáhaldsstaður í heiminum: Frystikistan við Teppið í Garðabænum, sem sagt Stjörnuvöllur, eða Ólafsvík. Uppáhaldsjólasveinn: Það er Stúfur, ég var alltaf mjög lítill þegar ég var yngri. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Of Monsters and Men. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er að vinna í sjoppu í Þorlákshöfn. Ég tók mér frí frá skóla og var reyndar að vinna í ísbúð fyrir stuttu en það kom nýr eigandi sem lét alla fara. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér fi nnst mjög gaman að tónlist. Ég hlusta til dæmis mikið á Mumford & Sons, svo eitthvað sé nefnt. Annars fer bara eftir skapi hver áhugamálin mín eru hverju sinni. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Nei, ég veit það ekki. Ég gæti þess vegna endað sem náttúrufræðingur þótt mig langi það ekkert núna. Mig langaði alltaf að verða hárgreiðslukonu og búðarkona var alltaf mjög hátt á lista líka en ætli það hafi ekki bara verið af því að það var gaman að leika sér með búðardót. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er einmitt búin að vera að velta þessu mikið fyrir mér. Hingað til er ég bara búin að vera hugsa um hvað ég eigi að gefa öðrum. Ef það væri eitthvað þá væri það örugglega iPod. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Ég fékk svarta Babyborn-dúkku þegar ég var svona átta ára. Ég var rosa ánægð með að fá svarta, ég var eina stelpan í bekknum sem átti þannig. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Af því að ég er með spékoppa. Þórdís Ýr Rúnarsdóttir HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 111092. Uppáhaldsmatur: Eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti. Uppáhaldsstaður í heiminum: Þorlákshöfn. Uppáhaldsjólasveinn: Stúfur, af því að ég er lítil. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Ragnhildur Steinunn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.