Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012
PARTYlín
an
– fyrst og
fremst
ódýr!
NÝTT
Í KRÓN
UNNI
BAKSVIÐ
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Markmiðið með tillögunni, sem lögð
var fram á flokksstjórnarfundi Sam-
fylkingarinnar sl. föstudag um að
haldinn verði landsfundur í vor, er
að lagðar verði línur fyrir kosninga-
baráttuna sem framundan er, en
ekki síður að kosið verði að nýju um
forystu flokksins.
Hin hörðu viðbrögð sem fram
komu á fundinum við breytingunum
á ríkisstjórninni, virtust koma Jó-
hönnu Sigurðardóttur og þing-
flokknum mjög í opna skjöldu, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Undiraldan er hinsvegar ekki al-
veg ný af nálinni. Í greinargerð með
tillögunni er vísað í viðtal við Össur
Skarphéðinsson í Viðskiptablaðinu
29. desember, þar sem hann sagði að
Samfylkingunni mundi reynast
mjög erfitt að fara í gegnum næstu
kosningar nema flokkurinn hefði
náð að endurnýja sig. Þessi umræða
mun hafa verið talsvert undir yfir-
borðinu innan flokksins, þar til Öss-
ur steig fram. Hann lét einnig hafa
eftir sér að Samfylkingin ætti að
fara niður um tvær kynslóðir og
„tefla fram ungum en reyndum leið-
toga“.
Í því samhengi nefndi hann Árna
Pál Árnason, Björgvin G. Sigurðs-
son, Dag B. Eggertsson, Helga
Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur,
Magnús Orra Schram, Sigríði Ingi-
björgu Ingadóttur og Skúla Helga-
son sem möguleg formannsefni.
Þessum yfirlýsingum Össurar
hefur verið mætt með þögn samfylk-
ingarmanna og enginn úr liði Jó-
hönnu orðið til þess að lýsa sig and-
vígan þeim eða tjá þá skoðun að hún
eigi erindi til áframhaldandi for-
mennsku. Það var heldur ekki gert á
flokksstjórnarfundinum 30. des.
Gæti veikt stöðu Jóhönnu
Sjálf hefur Jóhanna ekkert gefið
upp um fyrirætlanir sínar en ým-
islegt bendir til að hún hafi ekki
hugsað sér að gefa formannsemb-
ættið eftir að svo stöddu. Á síðasta
landsfundi, í október, var Jóhanna
ein í framboði og því sjálfkjörin sam-
kvæmt þáverandi reglum flokksins.
Margir voru hinsvegar ósáttir við
það fyrirkomulag og var reglunum í
kjölfarið breytt þannig að framvegis
skuli kosning til formanns fara fram
þótt aðeins einn gefi kost á sér.
Óánægjan á flokksstjórnarfundin-
um 30. desember sneri ekki síst að
því að Vinstri grænum væri afhent
forræði efnahags- og atvinnumála.
Margir stigu í pontu og gagnrýndu
hrókeringarnar og á endanum voru
það 9 flokksstjórnarmenn sem fóru
fram á landsfund. Viðbrögð við þess-
ari kröfu hafa verið nokkuð loðin og
um tíma áhöld um það hvort um
væri að ræða landsfund eða auka-
landsfund, en á þeim síðarnefnda er
ekki heimilt að kjósa um yfirstjórn
flokksins, samkvæmt lögum hans.
Í tillögunni er hinsvegar farið
fram á landsfund. Krafan virðist
ekki falla öllum í geð en þeir sem
Morgunblaðið ræddi við vegna
málsins töldu að það gæti
veikt stöðu Jóhönnu sem for-
manns yrði tillögunni hafn-
að af lagatæknilegum
ástæðum, því það mætti
túlka sem svo að for-
maðurinn þyrði ekki
að mæta flokksmönn-
um sínum og endur-
nýja umboðið.
Tekist á um forystuna
Verði af landsfundi í vor má búast við að kosið verði til stjórnar Engin mót-
mæli við fullyrðingu Össurar um að þörf sé á „ungum en reyndum“ leiðtoga
Morgunblaðið/Golli
Landsfundur Á síðasta landsfundi, þegar Jóhanna var sjálfkjörinn formaður, sagðist hún vilja klára mörg stór mál, s.s. endurskoðun stjórnarskrár, fisk-
veiðistjórnunarkerfisins og almannatryggingakerfisins og aðildarviðræður við ESB. Ljóst má vera að þessi mál verða ekki öll kláruð á þessu kjörtímabili.
Janne Sigurðsson hefur verið ráðin
forstjóri Fjarðaáls frá og með 1. jan-
úar í stað Tómasar Más Sigurðs-
sonar, sem hefur tekið við starfi for-
stjóra Alcoa í Evrópu. Þá hefur
Magnús Þór Ásmundsson tekið við
starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað
Tómasar Más. Janne var áður fram-
kvæmdastjóri framleiðslu Alcoa
Fjarðaáls og Magnús Þór var fram-
kvæmdastjóri framleiðsluþróunar
og skautsmiðju hjá Fjarðaáli.
Í tilkynningu segir að Janne hafi
útskrifast 1995 sem cand. scient. í
stærðfræði og tölvunarfræði frá Há-
skólanum í Álaborg. Hún réðist til
starfa hjá Fjarðaáli í maí árið 2006.
Magnús Þór er rafmagnsverkfræð-
ingur frá HÍ og M.Sc. frá Danmarks
Tekniske Universitet. Hann hefur
starfað hjá Fjarðaáli frá 2009.
Forstjórar Fjarðaáls
og Alcoa á Íslandi
Janne
Sigurðsson
Magnús Þór
Ásmundsson
„Ég sinni
ákveðnum verk-
efnum á næstu
vikum og reikna
með að mínum
starfstíma í ráðu-
neytinu ljúki á
næstu mán-
uðum,“ segir
Bjarni Harðar-
son, sem verið
hefur upplýsingafulltrúi í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Hann segir stóran hluta þeirra
starfa sem hann hafi unnið fyrir
ráðherra með beinum hætti nú
verða á annarra höndum.
Um hvað taki við að þeim tíma
loknum segir hann það ekki vera
ljóst. Bjarni rekur bóksölu og bóka-
kaffi á Selfossi og hefur einnig unn-
ið fyrir Heimssýn. Bjarni var kjör-
inn alþingismaður fyrir Fram-
sóknarflokkinn 2007, en sagði af
sér þingmennsku undir lok árs
2008. Hann gekk til liðs við Vinstri
hreyfinguna – grænt framboð og
vorið 2009 var Bjarni kosinn vara-
bæjarfulltrúi í Árborg fyrir VG.
Bjarni var ráðinn upplýsinga-
fulltrúi í ráðherratíð Jóns Bjarna-
sonar, en Steingrímur J. Sigfússon
hefur nú tekið við lyklavöldum í
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neyti. aij@mbl.is
Starfstíma í ráðu-
neytinu lýkur í vor
Bjarni Harðarson
Landsfundirnir eru á tveggja
ára fresti og ætti því sá næsti
að vera haldinn 2013, fyrir
kosningar. Í grein 4.02 í lögum
Samfylkingarinnar segir hins-
vegar að framkvæmdastjórn
flokksins sé heimilt að boða
landsfund á öðrum tíma ef
nauðsyn þykir bera til, s.s. við
þingrof.
„Það hlýtur að vera mik-
ilvægt, á svona umbrotatímum,
fyrir núverandi forystu flokks-
ins að fá endurnýjað umboð
svona stuttu fyrir kosningar.
Þannig að ég get ekki séð
að það sé neitt sem mælir
gegn því að þessi fundur
verði haldinn,“ segir Sig-
ríður Dögg Auðunsdóttir,
einn framsögumanna til-
lögunnar.
Umboðið
endurnýjað
HEIMILT SKV. LÖGUNUM
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
Ebba Guðný Guðmundsdóttir barðist lengi við fæðu-
óþol sem lýsti sér í því að hún var oft slöpp og lasin.
Upp úr tvítugu ákvað hún að breyta um mataræði með
góðum árangri. „Það má reyndar segja að ég hafi farið
á flug eftir að ég eignaðist dóttur mína fyrir níu árum.
Þá sökkti ég mér ofan í allt sem tengdist barnamat og
næringu barna,“ segir Ebba. Nýr þáttur hóf göngu
sína á MBL Sjónvarpi í dag þar sem Ebba eldar holla
og góða rétti fyrir alla fjölskylduna í hverri viku.
„Það sem skiptir mestu máli er að borða næring-
arríkan og góðan mat. Ég borða eiginlega allt nema
reyktan mat,“ segir Ebba, „en hef þó hollustuna í
fyrirrúmi.“
Breytti um mataræði upp
úr tvítugu vegna fæðuóþols
Þáttarstjórnandinn Ebba Guðný hristir fram úr erminni
góða og holla rétti í nýjum þætti á Mbl sjónvarpi.
Nýr þáttur á Mbl Sjónvarpi
Skannaðu kóðann til að sjá
nýja þáttinn.