Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 Fyrir bestu fiðluleikara dugar ekk- ert annað en besta fiðlan. Og þá kemur eitt nafn fyrst í hugann, Stradivarius. Ný rannsókn leiðir hins vegar í ljós að fiðluleikarar greina ekki mun á 300 ára gömlum fiðlum úr smiðju Antonios Stradiv- aris og nýjum fiðlum. Claudia Fritz, fræðimaður við Parísarháskóla, fékk 21 fiðlusnill- ing, sem þátt tók í alþjóðlegri sam- keppni í Indianapolis í Bandaríkj- unum, til að taka þátt í rannsókn sinni. Þeir voru látnir spila í myrkri á þrjár nýjar fiðlur og þrjár gaml- ar, tvær frá um 1700 eftir Stradiv- ari og eina frá um 1740 eftir Guar- neri del Gesu. Hljóðfæraleikararnir fengu fiðl- urnar í hendur í ótilgreindri röð. Þeir voru með logsuðugleraugu og stóðu fyrir aftan skilrúm. Ilmvatn var borið á hökustæðið til þess að ekki yrði hægt að greina lykt af gömlu lakki. Hljóðfæraleikararnir áttu að meta þætti á borð við hljómgæði og hljómburð. Þeir voru almennt hrifnari af nýju fiðlunum og önnur Stradivarius-fiðlan þótti afgerandi síst. Þá gátu þeir ekki greint á milli nýrra og gamalla hljóðfæra. Gömlu fiðlurnar kostuðu samanlagt 10 milljónir dollara og voru 100 sinn- um dýrari en þær nýju. kbl@mbl.is Reuters Feilnóta Fiðluleikarar greindu ekki mun á gömlum og nýjum fiðlum. Fiðlu- goðsögn afhjúpuð  Stradivarius hlaut ekki náð fyrir eyrum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er mikill áhugi í samfélaginu á margskonar sið- fræðilegum spurningum og því er mikilvægt að til sé ritað efni sem fólk getur leitað í,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Stofnunin hefur í gegnum tíðina staðið fyrir öflugri útgáfustarfsemi og gefur m.a. út ritröð sem nefnist Siðfræði og samtími þar sem fjallað er um siðfræðileg álitamál sem brenna á samtímanum. Nýjustu tvær bækurnar í þeirri ritröð eru Siðfræði og samfélag og Velferð barna, gildismat og ábyrgð samfélags. „Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands fagnaði 20 ára starfsafmæli háskólaárið 2008- 2009 og af því tilefni var efnt til veglegrar fyrirlestr- araðar á vegum stofnunarinnar sem hófst þá um haustið. Greinarnar í bókinni Siðfræði og samfélag eiga rætur að rekja til fyrirlestranna sem þar voru fluttir,“ segir Salvör. Að hennar sögn er umfjöllunar- efni höfunda fjölbreytt, sem dæmi ræða þau Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir um tengsl sið- fræði og samfélags og meta erindi siðfræðinnar við samtímann, Ástríður Stefánsdóttir fjallar um ábyrgð einstaklinga og samfélags á offitu, og þeir Geir Sig- urðsson og Kristján Kristjánsson bera austrænar hugmyndir um sjálf og siðferði saman við vestrænar. „Bókin um Velferð barna er afraksturinn af þver- faglegu samstarfsneti ólíkra fræðimanna undir stjórn Siðfræðistofnunar. Verkefnið Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans fékk styrk frá Kristnihátíðarsjóði árið 2002 til að standa að mál- þingum og vinnufundum. Á árunum fram til 2009 hitt- ist hópurinn á vinnufundum og hélt opin málþing árin 2008 og 2009,“ segir Salvör og bendir á að greinar bókarinnar byggist á erindum sem ýmist voru flutt á þessum tveimur málþingum eða á vinnufundum hóps- ins í Skálholti. Að sögn Salvarar eru greinarhöfundar m.a. fræði- menn á sviði félagsráðgjafar, guðfræði, heimspeki, næringarfræði, sálfræði og uppeldisfræði um siðferði- leg álitamál tengd börnum og skilyrði þess að þeim geti farnast vel. Hún tekur jafnframt fram að mik- ilvægt sé að skapa vettvang fyrir fagfólk úr ólíkum áttum til að ræða saman líkt og hér gafst tækifæri til. Í brennidepli í greinunum eru ráðandi gildismat í neyslusamfélagi nútímans og áhrif þess á velferð barna. „Þannig er t.d. rætt um foreldrahlutverkið, merkingu og gildi frelsis í uppeldi barna og um þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á uppeldisskil- yrðum þeirra og hvernig þau mótast. Jafnframt er hugað að réttindum barna og líkamlegri og andlegri næringu þeirra,“ segir Salvör og bætir við: „Ég held að allir uppalendur sem og þeir sem vinna með börn geti þarna fundið efni sem þeim finnst áhugavert og skiptir máli.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rýni Salvör Nordal er forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og meðritstjóri nýútkominna bóka. Skynjar mikinn áhuga í samfélaginu á siðfræði  Siðfræðistofnun Há- skóla Íslands sendir frá sér tvær nýjar bækur Leiklistarsamband Íslands, LSÍ, mun standa fyrir öflugri kynningu á íslenskum sviðslistum í New York um næstu helgi. Þá fer þar fram afar umfangsmikið alþjóðlegt þing kaupenda sviðsverka, það stærsta sem þekkist á byggðu bóli, en það er haldið í borginni ár hvert. Búist er við allt að 2000 kaupendum sviðslistasýn- inga, allsstaðar að úr heiminum. Kynning Leiklistarsambandsins er liður í miklu nor- rænu samstarfsverkefni, Nordics on Stage, sem stendur allt þetta ár. Þátttakan ytra er einnig liður í undirbúningi að stofnun Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskra sviðslista, sem Leiklistarsambandið vinnur að. Þrjú íslensk sviðsverk verða sýnd á hátíð- inni. Íslenski dansflokkurinn sýnir Kvart eftir norska danshöfundinn Jo Strömgren tvisvar 7. janúar í Gerald W. Lynch leikhúsinu. Verkið var valið til sýningar þar úr 35 norrænum verkum. Erna Ómarsdóttir sýnir tónleikaverk- ið Lazyblood í Joyce Soho leikhúsinu 10. jan- úar og framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang sýnir Safari á sama stað. Alls verða tólf norræn sviðslistaverk á fjölunum í New York en einnig kemur út vegleg- ur bæklingur um norrænar sviðslistir. Kynningin í New York nú er upphaf víð- tækrar sameiginlegrar nor- rænnar sviðslistakynningar sem fer fram á sjö við- burðum í þremur heims- álfum á árinu. „Að mati LSÍ er það gríð- arlega mikilvægt að ís- lenskar sviðslistir séu sýnilegar á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Ása Richardsdóttir forseti LSÍ. „Það skapar ekki síst listafólkinu ný við- mið að fá tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, sýna sig og sjá aðra. Þá er mik- ilvægt fyrir íslenskt sviðslistarfólk að vera hluti af stærra markaðssvæði.“ Öflugt norrænt samstarf Að sögn Ásu er þarna stigið inn á stærsta sviðslistamarkað heimsins og er til mikils að vinna. „Það er sterkur leikur að gera það í góðu norrænu systralagi með samstarfsaðilum okkar, kynningarmiðstöðvum hinna Norður- landanna. Sameinuð erum við sterkari en stök. Við í LSÍ erum að stíga inn í þetta samstarf í fyrsta sinn en sambönd hinna Norðurlanda- þjóðanna hafa starfað saman undanfarin ár og kynnt sína starfsemi víða um lönd. Það sam- starf hefur gengið mjög vel.“ Ása segir að Leiklistarsamband Íslands sé að undirbúa Kynningarmiðstöð íslenskra sviðslista. „Við höfum unnið að undirbúningi hennar í eitt og hálft ár. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við ákváðum að taka þátt í og okkur stendur til boða að vera með í mörgum öðrum. Nú bíðum við svars stjórnvalda, um hvort þau vilji stofna þessa síðustu kynning- armiðstöð listgreinanna en við höfum borið gæfu til að stofna miðstöðvar fyrir aðrar list- greinar á undanförnum árum, sem hafa náð miklum árangi. Það er áhugi hjá stjórnvöldum og við vonum að á næstu misserum verði geng- ið formlega frá stofnun miðstöðvar sviðslista. Leiklistarsambandið hefur tekið frumkvæði í málinu og við erum reiðubúin til að stíga skref- ið til fulls,“ segir Ása. efi@mbl.is Íslenskar sviðslistir í New York Kvart Íslenski dansflokkurinn sýnir verk Jos Strömgrens á hátíðinni í New York.  Þrjú íslensk sviðsverk sýnd um helgina á alþjóðlegu þingi kaupenda sviðslistaverka  Leiklistarsambandið tekur þátt í norrænni kynningu  Undirbúa kynningarmiðstöð Ása Richardsdóttir Það þriðja fjallar um þann tómleika sem maður finnur eftir að börnin flytja að heiman 31 » Siðfræði og samfélagi er ritstýrt af Salvöru Nordal og Vilhjálmi Árnasyni, en þau ritstýra einnig Velferð barna, gildismat og ábyrgð samfélags í samvinnu við Sigrúnu Júlíusdóttur. Tólf höfundar leggja til efni í fyrri bókina og eru þeir langflestir heimspekingar, en þrír hafa menntun bæði í heimspeki og læknisfræði. Þrettán höfundar með margvíslegan fræðilegan bakgrunn eiga greinar í seinni bókinni auk þess sem Vigdís Finnbogadóttir ritar inngangsorð. 25 greinarhöfundar TVÆR NÝJAR BÆKUR Í RITRÖÐINNI SIÐFRÆÐI OG SAMTÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.